Leikstýrir Johnson Star Wars VIII og IX?

Rian Johnson, sem leikstýrði tímaflakkstryllinum Looper, er sagður í samningaviðræðum um að leikstýra tveimur Star Wars-myndum, eða númer VIII og IX.   Samkvæmt vefsíðunni Deadline er Lucasfilm, sem er í eigu Disney, í viðræðum við Johnson. Looper vakti mikla athygli á Johnson en Joseph Gordon-Levitt og Bruce Willis voru í aðahlutverkum. Johnson hefur einnig leikstýrt […]

Sandman verður loksins að veruleika

Joseph Gordon-Levitt ætlar að framleiða kvikmynd byggða á myndasögum Neil Gaiman, Sandman. Þetta tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni. Gordon-Levitt vakti lukku með fyrsta leikstjóraverkefni sínu, Don Jon. Svo gæti farið að hann leikstýri Sandman einnig eða leiki aðalhlutverkið en það á eftir að koma betur í ljós. David S. Goyer, sem skrifaði handritin að Batman […]

Taken 2 tekur Íslendinga með trompi

Íslendingar eru hrifnir af góðum spennumyndum ef eitthvað er að marka toppmynd nýja íslenska DVD/Blu-ray listans, en Taken 2 með Liam Neeson í aðalhlutverkinu fer beint á toppinn á listanum. Myndin segir frá Bryan Mills, leyniþjónustumanni á eftirlaunum, sem lét ekkert stoppa sig þegar albanskir glæpamenn rændu dóttur hans Kim, í fyrstu Taken myndinni. Nú […]

Framtíðin er vinsæl – Looper áfram á toppnum

Framtíðartryllirinn Looper heldur toppsætinu á íslenska DVD/Blu-ray listanum, aðra vikuna í röð. Myndin er vísinda- og framtíðartryllir um mann, Joe, sem stendur andspænis því óvenjulega verkefni að taka sjálfan sig af lífi. Í öðru sæti á listanum er kosningagamanmynd þeirra Zack Galifianakis og Will Ferrel, The Campaign, ný á lista. Í þriðja sæti, niður um […]

Looper vinsælust, Lawrence næst vinsælust

Ný mynd er kominn á topp íslenska DVD/Blu-ray listans. Hér er um að ræða tímaferðalagstryllinn Looper með þeim Joseph Gordon-Levitt og Bruce Willis í aðalhlutverkum, sem fer beint á toppinn ný á lista. Einnig ný á lista er hrollvekjan House at the End of the Street með hinni Óskarstilnefndu Jennifer Lawrence í aðalhlutverki, sem rýkur beint […]

NBR velur Zero Dark Thirty sem bestu mynd 2012

National Board of Review, NBR, hefur valið myndina Zero Dark Thirty eftir Kathryn Bigelow sem bestu mynd ársins 2012. Zero Dark Thirty fjallar um leitina og drápið á Osama Bin Laden. Á meðal annarra verðlaunahafa eru Looper, sem fær verðlaun fyrir handrit, og Bradley Cooper, sem fær verðlaun fyrir leik sinn í Silver Linings Playbook. Hér […]

Skemmtikraftur ársins er slyngur

Skemmtikraftur ársins 2012 samkvæmt tímaritinu Entertainment Weekly er leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck. Á meðal annarra sem komust á listann eru Lena Dunham úr     sjónvarpsþáttunum Girls, Jennifer Lawrence úr Silver Linings Playbook og Hunger Games, Anne Hathaway úr The Dark Knight Rises og Les Miserables og Joseph Gordon-Levitt úr The Dark Knight Rises og […]

Taken 2 aftur á toppnum – Argo í öðru

Spennutryllirinn Taken 2 hélt toppsætinu á aðsóknarlistanum í bíó í Bandaríkjunum um helgina aðra vikuna í röð, og þénaði 22,5 milljónir Bandaríkjadala. Sú mynd sem kom mest á óvart var nýjasta mynd Ben Affleck, Argo, en tekjur af sýningu hennar námu 20,1 milljón dala um helgina. Grínistanum Kevin James tókst hinsvegar ekki að heilla nógu […]

Taken 2 sigraði Ísland líka

Eftir fréttir af velgengni Taken 2 á frumsýningarhelgi sinni vestur í Bandaríkjunum kemur ekki á óvart að myndin var vinsælasta myndin á Íslandi um helgina einnig, en myndin þénaði tæpar 7 milljónir króna í miðasölunni hér á landi. Liam Neeson að miða á óþokkana sem rændu honum og konu hans. Næst vinsælasta myndin á landinu, […]

Taken 2 toppmynd í USA

Spennutryllirinn Taken 2 tók Bandaríkjamenn með trompi um helgina, og fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans og þénaði 50 milljónir Bandaríkjadala þessa fyrstu sýningarhelgi sína. Í Taken 2 er Liam Neeson mættur aftur sem fyrrum leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills, en í fyrri myndinni var dóttur hans rænt af alþjóðlegum mansalshring. Mills er ekki heppnari en svo, […]

Djúpið aftur á toppnum

Toppmyndin á Íslandi aðra vikuna í röð á íslenska aðsóknarlistanum er bíómynd Baltasars Kormáks Djúpið, en myndin hefur verið að fá góða dóma og almennt mjög góðar viðtökur hjá bíógestum. Í öðru sæti, rétt eins og í Bandaríkjunum, er tímaflakksmyndin Looper með þeim Bruce Willis og Joseph Gordon-Levitt, sem kvikmyndir.is forsýndi fyrir réttri viku síðan […]

Looper stærri í Kína en í USA

Eins og við sögðum frá í morgun þá var Looper næst vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um helgina. Fyrstu tölur benda nú til að myndin hafi verið enn vinsælli í Kína, og þénað meira þessa frumsýningarhelgi þar en hún gerði í Bandaríkjunum. Það yrði þá í fyrsta skipti sem bandarísk stórmynd nær meiri tekjum í Kína […]

Transylvania á toppnum í USA – Looper í öðru sæti

Teiknimyndin Hótel Transylvania var mest sótta myndin í Bandaríkjunum yfir helgina og þénaði 43 milljónir Bandaríkjadala, sem var mun betri árangur en búast hafði verið við. Tímaferðalagstryllirinn Looper, sem kvikmyndir.is forsýndi fyrir viku síðan í SAMbíóunum Egilshöll, lenti í öðru sæti þessa frumsýningarhelgi úti í Bandaríkjunum með tekjur upp á áætlaða 21,1 milljón Bandaríkjadali. Pitch […]

Kvikmyndir.is forsýnir Looper!

Kvikmyndir.is forsýningar eru elskulegar gjafir sem þessi vefur hefur átt til að gefa notendum sínum, þó svo að borgað sé fyrir þær (en það kostar líka morðfjár að halda þetta). Tilgangur þeirra er annars að sameina íslenska kvikmyndaáhugamenn og mynda góða og þétta stemmningu yfir (vonandi) traustum myndum sem boðið er upp á. Upplifunin er […]

Heildarumgjörð Looper á hrós skilið

Vísindaskáldsagan Looper skartar ófáum stjörnunum í aðalhlutverkum og er myndarinnar beðið með þónokkurri eftirvæntingu vestanhafs, en m.a. hefur stikla myndarinnar vakið mikla lukku á veraldarvefnum. Bruce Willis, Emily Blunt, Joseph-Gordon Levitt, Paul Dano og Jeff Daniels leika aðalhlutverkin á meðan að Rian Johnson leikstýrir ásamt því að skrifa handrit myndarinnar, en hann er hvað þekktastur […]

Gordon-Levitt eltist við sjálfan sig

Hjartaknúsarinn tapar brosi sínu og setur upp DeNiro-svipinn í fyrstu stiklunni fyrir væntanlega vísindaskáldskapstryllirinn Looper. Myndin er nýjasta ræman hans Rian Johnson, sem tókst að vekja mikla athygli gagnrýnenda á titileikara Looper með fyrstu mynd sinni, Neo-Noir tryllinum Brick. Náunginn fékk einnig fína dóma fyrir gamanmyndina sína The Brothers Bloom. Looper fjallar um manninn Joe (Gordon-Levitt) […]

Gordon-Levitt er ungur Bruce Willis

Tímaflakksmyndin Looper, þar sem þeir Bruce Willis og Joseph Gordon-Levitt leika sömu persónuna á sitthvorum aldrinum, hefur verið á radarnum hjá flestum sci-fi nördum í dágóðann tíma, en fyrst nú er markaðssetning myndarinnar að fara í gang. Myndin gerist í framtíð þar sem tímaflakk hefur verið fundið upp en er kolólöglegt, af augljósum ástæðum. Aðalpersónan […]