Kvikmyndir.is forsýnir Looper!

Kvikmyndir.is forsýningar eru elskulegar gjafir sem þessi vefur hefur átt til að gefa notendum sínum, þó svo að borgað sé fyrir þær (en það kostar líka morðfjár að halda þetta). Tilgangur þeirra er annars að sameina íslenska kvikmyndaáhugamenn og mynda góða og þétta stemmningu yfir (vonandi) traustum myndum sem boðið er upp á. Upplifunin er allt og gott getur oft orðið betra þegar flestir í salnum hafa brjálaðan áhuga á því að vera þarna. Þetta hefur sést á sýningum sem við höfum haldið á myndum eins og Inglourious Basterds, District 9, Kick-Ass, Inception, Scott Pilgrim, Jackass 3D, Expendables (1 & 2), Super 8, Harry Potter (7 & 8 saman), Captain America, Tintin og The Dark Knight Rises, svo eitthvað sé nefnt.

Það má alveg færa rök fyrir því að þetta séu allt toppmyndir, ef ekki þá ekta stemmaramyndir.

Mikilvægasti þátturinn (fyrir utan það að velja góða mynd til að sýna) er samt þessi: Stjórnendur þessarar síðu eru alfarið gegn því að bíóupplifun skuli vera brotin upp með hléi og þess vegna er lykilatriði að þeim sé sleppt á okkar sýningum. Þetta sækir sterkt í þann innblástur sem Nexus-forsýningar gáfu okkur, enda eru þeir góðir vinir okkar og þaulreyndir í því að bera fram bíómyndir með réttum hætti.

Ef þú ert fastagestur á þessari síðu og ert ánægður með úrvalið af þeim myndum sem við höfum haldið sýningar á, þá ættirðu alls ekki að vilja missa af Looper! Undirritaður var a.m.k. ansi hrifinn af henni.

Sýningin verður haldin á mánudaginn þann 24. September í sal 1 í Sambíóunum, Egilshöll. Nánari upplýsingar um tíma, hvenær miðasala hefst og verð koma bráðlega. Fylgist vel með Facebook-síðu okkar og smelltu hingað ef þú hefur hugsað þér að mæta. Þetta er svo við getum fundið fyrir mætingarfjöldanum. Og ef það skyldi seljast snöggt upp er alls ekki útilokað að bætist við önnur sýning á sama tíma.

Um er að ræða fyrstu forsýningu landsins á myndinni, sem er í þokkabót hlélaus. Miðasala fer fram í gegnum miðasölu Sambíóanna. Hægt verður að kaupa miða í hvaða Sambíói sem er eða inná vefnum þeirra, Sambio.is. Annars mega allar fyrirspurnir sendast á netfangið tommi@kvikmyndir.is. Því miður er samt ekki hægt að taka frá miða að þessu sinni.

Ef þú ert enn óákveðin/n þá ættu þessi kvót kannski að segja eitthvað sem gæti verið marktækt, án þess að teygja fullmikið lopann á þessari „hæp-maskínu“ síðunnar. En stundum er hæpið réttlætanlegt. Árið 2012 hefur sýnt það í allavega nokkur skipti.

 

„The most ambitious, inventive, downright invigorating film you’re likely to see all year. Original science fiction film-making at its very finest.“ – SFX Magazine

4/4
Spectacular. Packed with intelligence and feeling. The year’s most excitingly original movie.“ – RedEye

5/5
The coolest, most-confident sci-fi flick since 2006’s ‘Children of Men.‘“ – Box Office Magazine

5/5
One of the best films of 2012. You’ll immediately want to see it again.“ – Total Film

9/10
An electrifying time-travel thriller worthy of comparison to THE TERMINATOR.“ – JoBlo.com

Stitched together with dynamism and precision.“ – Film.com

[Rian Johnson’s] grandly conceived, impressively mounted third feature shows a giddy, geeky interest in science-fiction, then forces it into the back seat and lets the multidimensional characters drive.“ – Variety

Rian Johnson’s third and most ambitious feature keeps the action popping while sustaining interest in the long arc of a story about a man assigned to kill the 30-years-older version of himself.“ – Hollywood Reporter

A spectacularly cool time-twisting sci-fi thriller.“ – Screen International

 

Sjáumst allavega í bíó. Og reynið að horfa sem minnst á trailerinn!

Stikk: