Looper vinsælust, Lawrence næst vinsælust

Ný mynd er kominn á topp íslenska DVD/Blu-ray listans. Hér er um að ræða tímaferðalagstryllinn Looper með þeim Joseph Gordon-Levitt og Bruce Willis í aðalhlutverkum, sem fer beint á toppinn ný á lista.

Einnig ný á lista er hrollvekjan House at the End of the Street með hinni Óskarstilnefndu Jennifer Lawrence í aðalhlutverki, sem rýkur beint í annað sæti listans.  Toppmynd síðustu vikna, The Bourne Legacy, dettur niður í þriðja sætið, en myndin er búin að vera í sex vikur á lista. Lawless fegr einni niður um tvö sæti, og er nú í fjórða sæti, en var í öðru sæti í síðustu viku. Í fimmta sætinu er þriðja nýja myndin á listanum, Jeff Who Lives At Home. 

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á topplistanum. Vampírugamanmyndin Vamps, nýjasta mynd Aliciu Silverstone, fer beint í 14. sætið og Resident Evil fer beint í 16. sæti listans.

Sjáðu lista 20 efstu DVD / Blu-ray mynda á Íslandi í dag hér að neðan: