Leikstýrir Johnson Star Wars VIII og IX?

Rian Johnson, sem leikstýrði tímaflakkstryllinum Looper, er sagður í samningaviðræðum um að leikstýra tveimur Star Wars-myndum, eða númer VIII og IX.  star wars

Samkvæmt vefsíðunni Deadline er Lucasfilm, sem er í eigu Disney, í viðræðum við Johnson.

Looper vakti mikla athygli á Johnson en Joseph Gordon-Levitt og Bruce Willis voru í aðahlutverkum. Johnson hefur einnig leikstýrt þremur þáttum af Breaking Bad.

Star Wars Episode VII er í undirbúningi í leikstjórn J.J. Abrams og er frumsýning áætluð í desember 2015.