Fyrsta stiklan úr Sin City 2

Fyrsta stiklan úr framhaldsmyndinni Sin City: A Dame To Kill For hefur loksins verið opinberuð. Myndin er líkt og sú fyrri byggð á teiknimyndasögu eftir Frank Miller og leikstýrð af Robert Rodriguez.

alb

Kunnugleg andlit skjóta upp kollinum og má þar nefna hinn grjótharða Marv, sem er leikinn af Mickey Rourke. Leikkonan Jessica Alba fer einnig hamförum í stiklunni sem Nancy Callahan og virðist sem hún sé í hefndarhug vegna andláts persónu Bruce Willis úr fyrri myndinni.

Framhaldsmyndin er einnig stútfull af nýjum persónum og má sjá leikaranna Josh Brolin, Joseph Gordon-Levitt og Ray Liotta í hlutverkum sínum.

Sin City: A Dame To Kill For verður síðan frumsýnd þann 22. ágúst næstkomandi.