Taken 2 tekur Íslendinga með trompi

Íslendingar eru hrifnir af góðum spennumyndum ef eitthvað er að marka toppmynd nýja íslenska DVD/Blu-ray listans, en Taken 2 með Liam Neeson í aðalhlutverkinu fer beint á toppinn á listanum.

Myndin segir frá Bryan Mills, leyniþjónustumanni á eftirlaunum, sem lét ekkert stoppa sig þegar albanskir glæpamenn rændu dóttur hans Kim, í fyrstu Taken myndinni. Nú á hinsvegar faðir eins af mannræningjunum harma að hefna, og heitir því nú að hefna sonar síns. Hann tekur Bryan og eiginkonu hans sem gísla þegar þau eru í fjölskylduferðalagi í Istanbul í Tyrklandi. Bryan fær dóttur sína með sér í hjálpa þeim að flýja úr prísundinni.

Í öðru sæti DVD/Blu-ray listans, og stendur í stað á milli vikna, er gamanmyndin með þeim Meryl Streep og Tommy Lee Jones, Hope Springs, og í þriðja sæti, og stendur einnig í stað á milli vikna, er spennumyndin Savages.

Looper hefur verið þaulsetin á toppnum en þarf nú að sætta sig við að detta niður í fjórða sætið á listanum, en hún vermdi fyrsta sætið í þrjár vikur þar á undan.

Í fimmta sæti er svo spennumyndin Hit and Run, en hún fer upp um eitt sæti á milli vikna.

Á listanum eru fjórar aðrar nýjar myndir. Í sjötta sætinu er teiknimyndin ParaNorman, í 13. sætinu er gamanmyndin Diary of a Whimpy Kid, í 14. sætinu er Seven Psychopaths og í 18. sætinu er hrollvekjan Possession.

Sjáðu lista 20 vinsælustu mynda á DVD og Blu-ray hér að neðan: