Savages (2012)16 ára
Frumsýnd: 28. september 2012
Tegund: Drama, Spennutryllir, Glæpamynd
Leikstjórn: Oliver Stone
Skoða mynd á imdb 6.5/10 97,637 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Allt fyrir ágóðann
Söguþráður
Hér segir frá félögunum Ben og Chon sem hefur tekist að rækta plöntur sem gefa af sér besta marijúana sem völ er á. Vegna þess er framleiðsla þeirra eftirsótt, bæði af neytendum og þeim sem selja marijúana í lækningaskyni. Á þessu hafa þeir félagar grætt mikla peninga og ekkert lát virðist ætla að verða á innkomunni. Velgengni þeirra Bens og Chons hefur að sjálfsögðu náð eyrum annarra sem eru í sama bransa, þar á meðal eiturlyfjabarónessunnar Elenu sem vill ólm semja við tvímenningana og fá hlut í ágóðanum. En Ben og Chon hafa nákvæmlega engan áhuga á samningum og samstarfi við Elenu og eru óhræddir við að senda útsendara hennar til baka með skottið á milli fótanna. Við það getur Elena hins vegar ekki sætt sig og ákveður að grípa til annarra og talsvert róttækari aðgerða til að þvinga félagana að sínum vilja ...
Tengdar fréttir
18.01.2014
Avatar 2, 3 og 4 fá Sam og Zoë
Avatar 2, 3 og 4 fá Sam og Zoë
Aðalleikarar þrívíddarævintýrisins Avatar eftir James Cameron, þau Sam Worthington og Zoë Saldana hafa skrifað undir samning um að leika í öllum þremur næstu Avatar myndum, sem verða framhald hinnar geysivinsælu Avatar frá árinu 2009, vinsælustu mynd sögunnar. Myndin þénaði 2,8 milljarða Bandaríkjadala. Worthington snýr aftur í hlutverki Jake Sully, fatlaða hermannsins...
18.10.2013
Avatar 2 í tökur í október 2014
Avatar 2 í tökur í október 2014
Góðar fréttir voru að berast af framhaldi þrívíddarstórsmellsins Avatar eftir James Cameron. Undirbúningur að tökum næstu myndar, þeirrar annarrar í röðinni, gengur vel og munu tökur hefjast í október á næsta ári, 2014. Aðalleikari myndarinnar, Sam Worthington, sagði í viðtali við ástralska útvarpsstöð að hann teldi að tökur gætu hafist í október nk. Hann...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir