Die Hard feðgar í Rússlandi – Stikla

Ný stikla er komin fyrir nýjustu Die Hard myndina, en Bruce Willis er að sjálfsögðu mættur til leiks á ný í hlutverki John McClane, og vinnur nú með syni sínum að því að uppræta kjarnorkuhryðjuverkamenn í Rússlandi.

Það sem búið er að birta af söguþræðinum er ekki mikið, en hér eru aðalatriðin:

John McClane fer til Rússlands til að hjálpa að því er virðist ódælum syni sínum Jack, aðeins til að komast að því að Jack er leyniþjónustumaður sem vinnur að því að koma í veg fyrir rán á kjarnorkuvopnum, sem verður til þess að þeir feðgar þurfa að vinna saman gegn neðanjarðarsamtökum.