Willis harður með haglarann – Ný stikla

Komin er að því er virðist fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir nýju Die Hard myndina, A Good Day to Die Hard, með þeim Bruce Willis í hlutverki John McClane sem fyrr, og Jai Courtney, sem leikur son hans í myndinni.

Skoðaðu stikluna hér að neðan:

Í þessari fimmtu Die Hard mynd lendir John McClane í ævintýrum utan Bandaríkjanna í fyrsta sinn, og tekur upp „Old-School“ byssur eins og haglabyssu m.a., eins og sjá má í stiklunni.

Söguþráðurinn er þessi í aðalatriðum: John McClane fer til Rússlands til að hjálpa að því er virðist ódælum syni sínum Jack, aðeins til að komast að því að Jack er leyniþjónustumaður sem vinnur að því að koma í veg fyrir rán á kjarnorkuvopnum, sem verður til þess að þeir feðgar þurfa að vinna saman gegn neðanjarðarsamtökum.

Myndin kemur í bíó þann 14. febrúar nk. í Bandaríkjunum og 15. febrúar á Íslandi.