Willis hættir við Woody Allen-mynd

Bruce Willis er hættur við að leika í nýjustu kvikmynd Woody Allen vegna þess að tökudagarnir rákust á við fyrsta leikrit Willis á Broadway. bruce willis

Hann fer með hlutverk rithöfundarins Paul Sheldon í verki byggðu á spennusögu Stephen King, Misery.

Willis átti að leika á móti Blake Lively, Parker Posey, Kristen Stewart, Jesse Eisenberg og Corey Stoll í mynd Woody Allen.

Leikritið Misery verður frumsýnt í New York 22. október.

Laurie Metcalf, sem vann þrenn Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í Rosanne, mun leika á móti Willis.