Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Misery er ein af góðu myndum sem eru byggðar á sögu Stephen Kings, ég hef ekki lesið bókina en myndin er samt ekki jafn góð og meistaraverkin The Green Mile og The Shawshank Redemption. Misery er samt góð þótt hún sé ekki ein að meistaraverkunum sem byggðar á sögu Stephen King's. Myndin fjallar um mann sem er frægur rithöfundur í myndini og heitir Paul Sheldon og er leikinn af James Caan, hann er frægur fyrir að skrifa bækur sem heita Misery. Einn daginn þá kláraði hann enn eina bókina um Misery sem á að vera persóna í sögunum. Svo þegar hann var að keyra þá keyrði hann útaf veginum og rotast.
Svo daginn eftir vaknar hann og sér að hann er í ókunnugu húsi, svo kemur inn kona sem heitir Annie Wilkes og er leikin af Kathy Bates og er mjög mikill aðdáandi bókanna hans Pauls. Paul er meyddur í löppunum og getur ekki gengið og þarf að vera í hjólastól eða bara liggjandi í rúminu. Handritið á bókinni var í bílnum og Annie fann það þegar hún bjargaðir honum og hún las það síðan. Hún er mjög spennt yfir því sem gerðist og vill að hann skrifi framhald af bókinni. Svo ætla ég ekki að segja neitt meira um þessa mynd fyrir þá sem að hafa ekki séð hana. Aðalhlutverk eru: James Caan(The Godfather 1), Kathy Bates(Titanic) og Richard Farnsworth(The Straight Story), ég gef þessari mynd þrjár stjörnur.
Misery
Þessi mynd er algjör snilld. Hún fjallar um rithöfund að nafni Paul Sheldon sem hefur verið að skrifa bækur(svona rómantískar sögur) um konu sem á að heita Misery. Hann er kominn með leið á því að skrifa alltaf um sömu konuna og ákveður að láta hana deyja í næstu bók. En einu sinni er hann úti í óbyggðum og lenti í bílslysi og er næstum dauður. En kona kemur að honum og bjargar honum. Konan heitir Anne Wilks og er einn mesti aðdáandi hans og er fyrrverandi hjúkrunarkona. Hún hjúkrar honum í húsinu sínu. hann er mjög illa særður og kemst ekkert burt. Seinnna með tímanum kemst hann að því að Anne Wilks er geðbiluð og á spennan eftir að magnast. Ég mæli mjög mikið með þessari mynd og Kathy Bates fer á kostum sem geðbilaða konan og ekki síður James Caan sem saklausi rithöfundurinn..
Sölvi
Kvikmyndin Misery, sem er talin ein besta mynd sem gerð hefur verið eftir bókum Stephen Kings, gerist í húsi fyrir utan fjallabæinn Silver Creek í Colorado.
Paul Shelton (James Caan) er skáldsagna rithöfundur sem slegið hefur í gegn með skáldsagna seríunni sinni Misery, fyrsta bókin, Misery Chastain, greiddi honum veginn um ókomna tíð og í kjölfar hennar fylgdu sjö framhalds bækur og nefnist sú síðasta Misery Child og er einmitt verið að gefa hana út þegar sagan gerist. Shelton finnst hann hinsvegar vera staðnaður í Misery söguforminu og vill skrifa eitthvað alveg nýtt, hann fer á hótel í fjallabæinum og skrifar nýja bók, þegar hann líkur svo loks við bókina heldur hann heim á leið með hana, en á fjallvegi rétt utan við bæinn lendir hann í snjóbil og bíllinn fer út af veginum og veltur. Annie Wilkers (Kathy Bates) hjúkrunarkonan á staðnum verður vitni af slysinu og bjargar Shelton úr brakinu nær dauða en lífi. Sökum slæms veðurs kemst Annie ekki með hann á spítala en neyðist þess í stað til að hjúkra honum heima hjá sér. Þegar hann vaknar hinsvegar, tveimur dögum seinna, byrjar hún á að tilkinna honum að hún sé aðal aðdáandi hans, hún sé búin að gera að sárum hans, hann sé illa brotinn á báðum löppum, hafi farið úr axlarlið og sé brotinn á hendi.
Þegar hann hefur náð fullri meðvitund spyr hún hann hvort að hún megi lesa handritið af nýju bókinni hans, hann leifir henni það, en eftir svolítinn tíma fer umhyggja hennar að snúast upp í algera martröð og hann kemst að því að Annie er ekki öll þar sem hún er séð.
Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Rob Reiner en hann á að baki sér myndir eins og A Few Good Men, og Whean Harry Met Sally og Stand By Me sem einnig er saga eftir Stephen King.
Myndin er mjög góð í alla staði og sýnir manni það að þarf ekki mikið blóð til þess að taka fólk af taugum.
Sagan eftir Stephen King kemst mjög vel til skila í myndinni og er það merki um mjög góða leikstjórahæfileika og frábæra túlkun Rob Reiner´s á verkum Stephen King´s.
Leikarar, þó sérstaklega Kathy Bates sem fékk einmitt óskarinn fyrir hlutverkið, standa sig mjög vel og nokkur atriði í myndinni fá mann alveg til að finna til með greyið rithöfundinum.
Mitt álit er það að myndin sé vel spennandi og góður húmor í henni þó sérstaklega lögreglustjóranum Buster (Richard Farnsworth) og konunni hans og einstaka skot frá James Kaan, húmorinn er þó lúmskur og ekkert víst að allir hlæi að honum.
Stephen King kann að gera góðar sögur og hefur gert það yfir 100 sinnum. En það er ekki nógu gott að hafa góða sögu það þarf að hafa hæfileika ríkan kvikmyndagerðarmann til að taka söguna og breita henni í kvikmynd. Því miður heppnast það að taka frábæra Stephen King sögu og gera að frábærri kvikmynd sjaldan. Útaf þessu er svo ánægjulegt að sjá myndir eins og The Shawshank Redemption, The Green Mile og Misery. Þetta eru myndirnar sem hafa heppnast best.
Misery fjallar um Paul Sheldon, rithöfund sem vill fá meiri viðurkenningu fyrir verk sín. Hann hefur bara skrifað rómantískar sögur um konu sem heitir Misery, hann hefur fengið nóg af henni og í ný útkomnu bókinni hans deyr hún. Hann hefur ekki gert ráð fyrir hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Nýjasta bókin hans, sem hann klárar í byrjun kvikmyndarinnar, heitir 'Untitled' hún er ekki um Misery, það voru líka mistök. Þegar hann hefur klárað bókina fær hann sér eina sígarettu, hann hætti að reyka en fær sér alltaf eina þegar hann hefur klárað bók og glass af kampavíninu Dome Pear-igg-non. Eftir að hann hefur reykt og drukkið fer hann í bílinn sinn og stefnir heim. Hann veit ekki að það er stormum á leiðinni og þegar hann er komin aðeins á leið lendir hann í honum og keyrir bílinn útaf veginum, klessir á tré og missir meðvitund.
Hann vaknar upp hjá Annie Wilkes. Hún heldur mikið uppá hann, hún á allar bækurnar og hefur lesið þær allar oft og mörgu sinnum. Hún hefur sérstakt dálæti á Misery bókunum og býður spennt eftir að lesa nýustu bókina sem hún ætlar að kaupa strax og hún kemur í búðir. Annie heldur líka mikið uppá Liberace og tónlist eftir hann er spiluð út myndina. En Annie er ekki bara mikill aðdáandi. Hún er hjúkka, sem kemur sér vél fyrir Paul því að allir vegir eru lokaðir og það er engin leið að koma honum á sjúkrahús, eða svo segir hún.Í hverri mínutu sem Annie er á skjánum komust við af einhverju um hana. Hún er ekki alveg heil í hausnum og Paul kemst að því, með miklum kvölum.
Myndin er frábærlega leikinn, James Caan (The Godfather) leikur Paul Sheldon mjög vel en það sem sker algerlega uppúr er Kathy Bates (Primary Colors). Kathy sýnir geðveiki Annie af algerri snilld, hún nær að vera góð og róleg í einni senu en getur breyst í algert skrímsli í næstu. Hún fékk óskarinn fyrir þetta hlutverk og vann þar Anjelica Huston, Julia Roberts, Joanne Woodward og Meryl Streep. Hún átti það líka skilið.
Rob Reiner leikstýrir myndinni mjög vel. Hann hafði áður gert margar frábærar myndir meðal annara This is Spinal Tap, The Princess Bride, When Harry Met Sally og Stand By Me sem var líka vel heppnuð Stephen King kvikmynd. Handritið eftir William Goldman (Butch Cassidy and the Sundance Kid) er alveg magnað með mörgum af minnistæðustu línum úr sögukvikmyndanna, flestar auðvitað sagðar af Annie.
Það má nefna að lagið sem er spilað í enda nafnalistanum er I'll Be Seeing You með Liberace en hann söng það alltaf í endanum á þáttunum sínum og skemmtunum. - www.sbs.is
Mjög örugglega ein besta mynd sem gerð hefur verið eftir Stephen King - sögu. James Caan leikur óaðfinnanlega hinn seinheppna rithöfund Paul Sheldon sem lendir í útafakstri úti í sveit. Honum er bjargað illa leiknum í hús af snlældubilaðri einsetukellingu, leikinni af Kathy Bates, sem hlaut fyrir bæði Óskar og Golden Globe - verðlaun. Nú, kerling er mikill aðdáandi rithöfundarins og þó sérstaklega einnar sögupersónunnar, Misery Chastaine. Svo miður skemmtilega vill til að meðan kerla er að hjúkra Sheldon til heilsu er hún einmitt að lesa nýjustu bók hans um Misery og verður heldur óhress þegar hún sér að hún deyr í sögulok. Þar sem kerling er geðveik með afbrigðum leynir hún því fyrir umheiminum að hún hafi fundið rithöfundinn og hótar farlama manninum öllu illu ef hann skrifi Misery ekki aftur til lífs. Nú, gamli á fárra kosta völ og tekur til við skriftir...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Columbia Pictures
Kostaði
$20.000.000
Tekjur
$61.276.872
Vefsíða:
www.foxmovies.com/movies/misery
Aldur USA:
R
VOD:
31. janúar 2014