Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

E.T. 1982

(E.T. the Extra-Terrestrial)

Frumsýnd: 9. desember 1982

He is afraid. He is alone. He is three million light years from home.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 99% Critics
The Movies database einkunn 92
/100
Vann 4 Óskarsverðlaun; fyrir tónlist, tæknibrellur, hljóð og hljóðbrellur.

Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni. Fljótlega verður ljóst að E.T. er ekki bara greind vera heldur góð líka. Hana langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa... Lesa meira

Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni. Fljótlega verður ljóst að E.T. er ekki bara greind vera heldur góð líka. Hana langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa henni. Þeir lenda svo í ógöngum þegar yfirvöld komast á snoðir um veru geimverunnar hjá Elliot.... minna

Aðalleikarar


Lengst framan af er myndin góð en það endinn veit ég ekkert um þar sem ég sofnaði úr leiðindum. Góðir leikarar og fínn söguþráður...framan af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel leikin mynd úr smiðju Spielbergs. Drew Barrymore er 4 ára eða eitthvað á þann aldur í þessari mynd því hún leikur aukahlutverk. Systkini finna geimveru og þau ætla að hjálpa honum að komast heim. Á endan sorgleg og bara góð mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hugljúf fjölskyldu mynd frá Steven spielberg.

Myndin fjallar um geimveru sem krakkar finna og þau reyna að hjálpa henni heim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klassískt meistaraverk fyrir alla krakka og fullorðna.Strákur (Thomas) finnur geimveru sem er föst á jörðinni og þeir verða strax góðir vinir. Barrymore í sýnu fyrsta hlutverki sem systir Thomas og bróðir hans (MacNaughton) hjálpa honum að fela E.T. Þetta er falleg , spennandi og skemmtileg bíóupplifun sem hægt er að horfa á aftur og aftur !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ennþá jafn frábær
E.T. er ein af þessum myndum sem skipti heilmiklu máli fyrir mig á uppeldisárum mínum. Ég gat bara aldrei slitið mig frá henni. En annað en fullt af myndum sem ég horfði mikið í æsku þá er E.T. mynd sem er almennt talin mjög góð. Hún er náttúrulega löngu orðin sígild og er tvímælalaust ein af bestu geimverumyndum kvikmyndasögunnar, allavega að mínu mati. Ég fíla hana m.a.s. mun betur heldur en Close Encounters. Hún er hjartnæm, falleg og að öllu leyti einstök. Vinátta þeirra E.T. og Elliots alveg ógleymanleg og klárlega þungamiðja þessarar einföldu en engu að síður skemmtilegu sögu.

Það var óaðfinnanlegt að fá að upplifa 20 ára afmælisútgáfuna í bíó þar sem er búið að endurbæta hljóðið, ásamt nýjum senum (í þessari nýju útgáfu er búið að lengja hana um hér um bil 5 mín.). Spielberg hefur líka bætt upp á tæknibrellurnar með nútíma tækni (þótt CGI-vinnan sé sum staðar vel augljós, og frekar óþörf að mínu mati). Tónlistin eftir John Williams á mikið hrós skilið, og eins og ávallt hjá honum, þá kemur tónlistin sér vel fyrir og skapar rétta andrúmsloftið. E.T. er kannski ekki albesta mynd Spielbergs (Schindler's List mun alltaf eiga þann heiður, með Raiders rétt hangandi á eftir henni), en hún er þó ein af hans bestu og örugglega ein eftirminnilegasta, og mun líklega verða það næstu 20 árin. Myndin hefur elst mjög vel og virðulega í gegnum tíðina, og ég mæli eindregið með að fólk sjái (aftur) þessa perlu.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn