Vinnur að nýrri Rocky mynd

Stórleikarinn Sylvester Stallone segir í nýju samtali við kvikmyndaritið Variety, að hann sé að vinna að nýrri Rocky kvikmynd, í samstarfi við Winkler framleiðslufyrirtækið og MGM ( sem eru meðeigendur að Rocky seríunni ). Myndin á að fjalla um kynni Rocky af ungum slagsmálahundi sem býr ólöglega í Bandaríkjunum. „Við erum mjög spennt fyrir þessu,“ […]

Nielsen vill verða Marvel óþokki

Í  hnefaleikamyndinni og Rocky framhaldinu Creed II, sem sýnd er þessa dagana í bíó hér á Íslandi,  mætir danska leikkonan Brigitte Nielsen aftur til leiks í hlutverki sínu sem Ludmilla Drago, sovéskur gullverðlaunahafi, og fyrrum eiginkona og talsmaður sovéska höfuðsmannsins og bardagatröllsins Ivan Drago, sem Dolph Lundgren leikur. Í nýju viðtali við vefþáttinn The Hollywood […]

Fínasta formúlumynd í löngum myndabálki

Í stuttu máli er „Creed II“ góð viðbót í Rocky myndabálkinn. Formúlan heldur sér og farið er vel með klassísk þemu eins og perónulega sigra og uppreisn. Adonis Creed (Michael B. Jordan) hefur komið sér vel fyrir í heimi hnefaleika. Hann er trúlofaður sinni heittelskuðu Bianca (Tessa Thompson),  er með erfingja á leiðinni og heldur […]

Sonur Ivan Drago er hættulegur andstæðingur

Eftir hina vel heppnuðu Creed frá árinu 2015, eftir leikstjórann Ryan Coogler, er mynd númer tvö núna væntanleg í nóvember nk. Coogler er þó ekki með í þetta sinn, en hinn ungi og efnilegi Steven Caple Jr. er kominn í hans stað. Eins og flestir ættu að vita þá er Creed 2 í hinni langlífu […]

Lundgren pumpar fyrir Ivan Drago hlutverk

Þeir sem grannt hafa fylgst með Sylvester Stallone upp á síðkastið hafa tekið eftir að hann er allt annað en dulur, er kemur að fregnum um endurkomu sænska tröllsins Dolph Lundgren í hlutverki rússneska hnefaleikamannsins Ivan Drago í kvikmyndinni Creed 2. Fyrir um mánuði síðan deildi Stallone mynd á Instagram reikningi sínum af hroðalegu hrafnasparki […]

Dómur um Rocky frá 1976 endurbirtur

Í tilefni af frumsýningu hnefaleikamyndarinnar Creed vestanhafs í dag hefur The Hollywood Reporter endurbirt gagnrýni sína um Rocky frá árinu 1976.  Sylvester Stallone leikur Rocky Balboa í báðum myndunum. Í Rocky leikur hann ungan boxara sem fær óvænt tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum en í Creed leikur hann þjálfara Adonis Creed. Sá er […]

Vildu borga Stallone fyrir að leika ekki Rocky

Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu United Artist buðu Sylvester Stallone peninga fyrir að láta annan leikara túlka boxarann Rocky Balboa eftir að Stallone sýndi þeim handrit sitt að fyrstu myndinni, Rocky.  Þeir lögðu til að Ryan O´Neil eða Burt Reynolds myndu leika Rocky og buðu Stallone 250 þúsund dollara, eða um 30 milljónir króna, fyrir að stíga til […]

Klikkað að sjá Sly í horninu

Michael B. Jordan og félagar hans riðu ekki feitum hesti frá Fantastic Four ofurhetjumyndinni á dögunum, en hún var frumsýnd við heldur dræmari undirtektir í Bandaríkjunum en vonast var eftir. Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir Jordan, því enn hefur hann möguleika á að slá í gegn í miðasölunni á þessu ári, […]

Rocky á sjúkrahúsi í nýrri stiklu

Önnur stiklan úr Creed er komin út. Í henni sést Rocky Balboa hníga niður í hnefaleikahringnum og liggja á sjúkrahúsi, sem eru slæm tíðindi fyrir fjölmarga aðdáendur hans.  Auk þess sést meira frá andstæðingi Adonis Creed en í fyrstu stiklunni. Í myndinni leikur Sylvester Stallone hnefaleikakappann Balboa enn og aftur en í þetta sinn er […]

Vill Rocky Balboa sem þjálfara – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir hnefaleikamyndina Creed eftir Ryan Coogler, en þar fer Michael B. Jordan úr Fruitvale Station, með hlutverk sonar Apollo Creead, sem leikinn var af Carl Weathers, mótherja Rocky Balboa, sem leikinn var af Sylvester Stallone, í Rocky 1, 2, 3 og 4.  Í stiklunni fylgjumst við meðal annars með Rocky sjálfum, Sylvester […]

Hefur bara séð fimm kvikmyndir á ævinni

Fótboltakappinn fyrrverandi, Michael Owen, hefur aðeins séð um fimm kvikmyndir á ævi sinni. Þetta kom  fram í viðtali sem The Guardian átti við hann.  Hvaða kvikmynd sástu síðast? „Það hljómar mjög leiðinlega en ég horfi ekki á kvikmyndir. Ég held ég hafi séð í kringum fimm alla mína ævi. Ég bara kemst ekki inn í þær. […]

„Rocky breytti mér í hrokagikk“

Leikarinn Sylvester Stallone hefur viðurkennt að velgengni kvikmyndarinnar Rocky hafi gert hann að hrokagikk. Stallone segir að honum hafi fundist hann vera yfir aðra hafinn, og að hann hafi ekki notað vald sitt til góðs. „Rocky breytti mér í hrokagikk og ég misnotaði vald mitt, ég les stundum gömul viðtöl við mig og þá langar […]

Rocky snýr aftur í Creed

MGM kvikmyndaverið ætlar að búa til myndina Creed, í leikstjórn Ryan Coogler, sem yrði hliðarsaga af Rocky myndunum goðsagnakenndu. MGM á nú í viðræðum við aðalleikarann úr hinni rómuðu kvikmynd Fruitvale Station, sem Coogler leikstýrði einnig, Michael B. Jordan, um að leika aðalhlutverkið í myndinni; barnabarn Apollo Creed, sem var mótherji Rocky Balboa í Rocky 1. […]

Pele og Messi á hvíta tjaldið

Brasilíska fótboltagoðsögnin Pele er á leiðinni á hvíta tjaldið, en ný leikin heimildarmynd sem á að fjalla um uppvöxt þessa frábæra fótboltamanns og leið hans til frama, er á leiðinni. Margir telja Pele vera besta fótboltamann allra tíma. Einnig er mynd um besta fótboltamann vorra tíma, Lionel Messi, í undirbúningi. Tökur á Pele myndinni eiga […]

Stallone og De Niro buffaðir – fyrsta mynd

Tvær gamlar boxmyndahetjur, þeir Sylvester Stallone og Robert De Niro, eru nú að leika saman í box-gamanmyndinni Grudge Match, eins og við höfum sagt frá áður hér á síðunni. Flestir kannast við Sylvester Stallone í hlutverki Rocky Balboa í sex Rocky myndum, en Robert De Niro lék Jake LaMotta í Raging Bull, og fékk Óskarsverðlaunin […]

Rocky rotar Hamborgara

Eftir að hafa dreymt um það í átta ár að fá að sjá Óskarsverðlaunakvikmyndina Rocky, frá árinu 1976, verða að söngleik, rættist draumur höfundarins, Sylvester Stallone, um síðastliðna helgi í Hamborg í Þýskalandi, en verkið var frumsýnt sunnudaginn 20. nóvember sl. í óperuhúsinu í Hamborg. Það er skemmst frá því að segja að bæði gagnrýnendur og […]

Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld. Ef stefnt er á bíóferð þá er fullt af góðum myndum í bíó. Gamanmyndir, spennumyndir, teiknimyndir og kínverskar myndir, svo eitthvað sé nefnt. En þeir sem vilja frekar kúra undir sæng og horfa á sjónvarpið, þá er hægt að kynna sér hér að neðan hvaða bíómyndir sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á […]

Stallone og De Niro mætast í hringnum

Undanfarna mánuði hafa kvikmyndaleikararnir Robert De Niro og Sylvester Stallone verið að hnusa af handriti fyrir grínmyndina Grudge Match, en hugmyndin að myndinni kom fyrst fram fyrir réttum tveimur árum, í október 2010. Það var samt ekki fyrr en í júlí á þessu ári að félagarnir fóru fyrir alvöru að skoða þennan möguleika og hafa […]

Rocky og Rambo föt koma á markaðinn á næsta ári

Vafalaust hefur mörgum langað að líkjast Rambo og Rocky í gegnum tíðina, þessum ódauðlegu persónum sem leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Sylvester Stallone skapaði, og varð heimsfrægur fyrir. Nú geta þeir hinir sömu kæst því Stallone mun setja á markaðinn á næsta ári sérstaka fatalínu sem sækir innblástur í þessa tvo karaktera, þ.e. Rambo og Rocky. […]