Rocky og Rambo föt koma á markaðinn á næsta ári

Vafalaust hefur mörgum langað að líkjast Rambo og Rocky í gegnum tíðina, þessum ódauðlegu persónum sem leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Sylvester Stallone skapaði, og varð heimsfrægur fyrir.

Nú geta þeir hinir sömu kæst því Stallone mun setja á markaðinn á næsta ári sérstaka fatalínu sem sækir innblástur í þessa tvo karaktera, þ.e. Rambo og Rocky.

Í línunni verða gallabuxur, skyrtur, yfirhafnir, nærföt og úr. Sólgleraugu, ilmvötn og íþróttaskór ásamt öðrum vörum, munu svo koma á markaðinn fljótlega í kjölfarið.

Og hvað heitir svo vörumerkið – auðvitað Stallone!

Markhópurinn verður karlmenn á aldrinum 25 til 40 ára, og verður línan fáanleg í verslanamiðstöðvum eins og til dæmis Macy´s.

Hver vill ekki líta út eins og Rambo eða Rocky.