Náðu í appið
Flawless
Bönnuð innan 12 ára

Flawless 2007

Frumsýnd: 11. júní 2008

He had a scheme. She had a motive.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 7
/10

Glæpamynd sem gerist árið 1960 í London. Húsvörður sannfærir bandarískan forstjóra til að hjálpa honum að stela demöntum frá starfsveitanda þeirra beggja.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Demantarán!
Miðað við það sem gerist og gengur í dag, er þetta dálítið óvenjuleg mynd. Þetta er spennumynd, en samt er enginn drepinn. Það er ekki neinn skotinn. Það eru engir bardagar, né eru til staðar eltingaleikir. Framrás atburða er ekki hröð. Með öðrum orðum, unnendur hefðbundinna spennumynda, sem verða að hafa eltingaleiki og sprengingar á 2. mínútna fresti, til að viðhalda athyglinni, þeim er vinsamlegast bent á að fara á aðrar myndir. En þolinmóðum áhorfendur, þeir geta notið frábærs leiks Michael Cains og Demi Mores. Þeir fá einnig að njóta framvindu, sem er yfir meðallagi hvað það varðar að vera greinilega vel útpæld af handritahöfundum. Fléttan er snjöll, með öðrum orðum, og endirinn alls ekki feikilega fyrirsjáanlegur, þannig að allavegna einhverjum hluta bíógesta ætti að koma hann að óvörum. Þeir sem halda athyglinni út í gegn, þeir munu smám saman átta sig á að raunveruleg spenna um hvað mun gerast næst, hefur læðst aftan að þeim án þess að það sé endilega auðvelt að festa fingur við akkúrat á hvaða augnabliki hún byrjaði. Eftir því sem líður á myndina magnast hún smám saman, eins og vera ber þar til að hún nær hámarki rétt fyrir myndarlok. Fyrir unndendur vandaðra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn