Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

District 9 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. september 2009

No humans allowed.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Risastórt geimskip á leið sinni um himingeiminn staldrar við yfir Suður-Afríku. Leiðangur nokkur fer og kannar málið og finnur þar fullt af veikum, vannærðum skepnum sem virðast hafa lent óvart á jörðinni. Þessar geimverur eru fluttar yfir í sérstakt aflokað hverfi sem hlýtur viðurnefnið District 9. Menn reynast hins vegar ekki vera gestrisnari en svo að... Lesa meira

Risastórt geimskip á leið sinni um himingeiminn staldrar við yfir Suður-Afríku. Leiðangur nokkur fer og kannar málið og finnur þar fullt af veikum, vannærðum skepnum sem virðast hafa lent óvart á jörðinni. Þessar geimverur eru fluttar yfir í sérstakt aflokað hverfi sem hlýtur viðurnefnið District 9. Menn reynast hins vegar ekki vera gestrisnari en svo að að nýja heimilið breytist skjótt í útrýmingarbúðir. Hlutirnir fara síðan á verri veg þegar ákveðið er að færa verurnar á annan, mun afmarkaðri stað. Um leið og sú aðgerð fer í gang, hefst martröðin fyrir alvöru.... minna

Aðalleikarar

Góð á mörgum sviðum
Myndin er mjög frumleg en samt eitthvað hefðbundinn í sögu um mann sem flýr frá stjórnvöldum eða öðru valdi og fær hjálp aðra sem eru í þessu tilfelli geimverur eða aðallega geimveran Christopher.
Myndin fjallar um skrifstofublókina Wikus van de Merwe sem fær það starf að færa geimverur sem settust að í Jóhannesarborg fyrir 20 árum yfir frá District 9 á nýtt svæði langt frá þéttbýli. Hann spreyjar vökvi á sig fyrir slysni og byrjar að taka form geimveranna og getur notað tækni og vopn þeirra. Hann verður notaður strax en flýr til District 9 og fær hjálp geimverunnar Christopher að verða aftur venjulegur og hann þarf líka að hjálpa Christopheri.
Myndin er mjög vel gerð, þrátt fyrir litlan kostnað, og handritið er alveg frábært. Leikararnir eru góðir, en Wikus stendur upp úr en hinir eru fínir líka. Persónusköpun er ekki mjög góð en hún sleppur. Mikilvægasti atriði er skemmtanagildi og þessi mynd er mjög skemmtileg. Ég var samt smá pirraður út af heimildarmyndastílnum í byrjun myndarinnar sem teygðu sig yfir góðar tuttugu mínútur. Tíu hefðu alveg dugað. Myndin er mjög frumleg, samskipti geimveranna við mannfólkið er mjög raunsætt en mér fannst afríska glæpagengið ekki alveg passa inn í sögu þarna en samt mjög flott atriði tengd þeim. Myndin er í heildina ekki með með neina stóra galla, bara pínulitla galla. Fólk sem vill skemmta sér yfir poppkornsmynd er alveg sama um þá.
9/10
Ein af betri myndum ársins
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki alveg að kaupa þessa
Fór á luxus salinn sérstaklega til að horfa á þessa mynd, hafði lengi saknað mynd um þetta þema, samskipti mannskepnunnar við hugsanlegar "geimverur"

Sé ekki eftir því að hafa farið í Luxus salinn, mæli eindregið með honum við alla, en því miður varð ég fyrir verulegum vonbrigðum með þessa mynd.

Bara fyrstu mínúturnar upplifði ég myndina eins og brandara. Þessi yfirdrifna og alltof ýkta mynd af ehemm.. "heimsku" aðalpersónunni fór strax í pirrunar á mér. Þegar svo loftmynd af híbýlum geimveraana kom í ljós, þá fannst mér það eins augljóst og hugsast gat að hér var um áróðursmynd að ræða, og ekkert annað. Ekki að ég sé á með aðskilnaðarstefnu fyrrum "búa" frá Hollandi og svartra, heldur hitt, það að gera svona dulbúna áróðursmynd fór og fer bara fyrir brjóstið á mér.

Mér fannst síðan öll myndin enduróma þessu meintu heimsku mannana og ást á vopnum til að leiðrétta mistökin, í raun er þar með upp talinn söguþráðurinn og efni handrits.

Allt sem sneri að samskiptum við geimverurnar, var bara hreinlega klippt í burtu. Engin samskipti. Myndin byrjaði á að sýna geimskip og síðan, næsta klippa, "búfénaður" eða miljóna gettó sem lifði í algjörri eymd og volæði. Næsta stig, vopnaðir menn að skjóta og níðast á þessum hóp með verstu upphugsanlegu aðferðum mannskepnunnar.

Og þótt geimverurnar áttu að vera mönnunum mörgum sinnum gáfaðri og þróaðri, þá reyndu þær ekki að gera eitt né neitt til að gera sig skiljanlegar í samskiptum við mannskepnuna. Það var eins og búfénaður hefði fundið upp flóknustu tækni sem til er í algeiminum, ferðast til okkar gagngert til að geta látið slátra sér í fullkominni fáfræði og heimsku..

Þessi mynd fær ekki einu sinni 1 af 10 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ein besta mynd sem að é hef séð
myndin fjallar um geimskip sem einhverksonar strandar yfir afrísku borginni Johannesborg ,mannfólkið ákveður nokkrum mánuðum síðar að ráðast inn í það og finna vannærðar og illa útlítandi geimverur .
aðalpersóna myndarinnar er wikus van de merwe sem á að sjá um að flytja geimverurnar frá ákveðnu svæði district 9 og þá byrjar hasarinn.
fyrst er maður ekker sérlega hrifinn af þessum verum en fer svo að finna til samúðar með þeim. Ég verð að segja að tækniatriðinn í myndinni,leikurinn,söguþráður og útlitið gerir þessa mynd af einni bestu ef ekki bestu mynd ársins, mæli eindregið með þessari hverrar krónu virði.
Þessi mynd fær 9,5 af 10 mögulegum í einkunn

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Allir leikstjórar byrja einhvers staðar og í mínum huga skiptir það stórmiklu máli hvernig byrjunin á ferlinum er.Neill Blomberg er nafn sem maður ætti að hafa í huga í framtíðinni,listinn hjá þessum manni er frekar stuttur,búinn að gera nokkrar stuttmyndir og auglýsingar en loks fékk hann séns á mynd í fullri gerð og ekki slæmt að byrja með Peter Jackson sem framleiðanda.

District 9 er sci-fi,drama mynd og er hugmyndin fenginn eftir Alive in Joburg sem er stuttmynd eftir Neill Blomberg og ég verð að segja að hún skaut mér algerlega út úr heiminum! Ég meina heildarkostnaður myndarinar voru litlar 30 miljónir og að ná 112 mínutum af svona gæðaefni er hreint og sagt ótrúlegt! Geimverurnar voru gullfallegar og útlitið á myndinni sömuleiðis,heimildarlookið í byrjun og í enda var mjög vel að virka,kannski samt ekki fyrir alla en samt mjög áhrifaríkt.

Myndin segir frá geimskipi sem stoppar að ástæðalausu fyrir ofan Johannesburg og menn ákveða að brjótast inn og sjá þar geimverurnar alveg vannærðar og aumar og menn ákveða að flytja þær niður og setja þær í búðir(District 9) og án þess að segja frá miklu meira þá verð ég bara að segja að drama,action atriðið í enda myndarinar hélt manni límdan við tjaldið.

Og í einkunn''sérstaklega þegar maður kíkir á budgetið og engar stórstjörnur og þess háttar'' þá skellir maður á myndina

8,5 af 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spennandi, vel unnin og suddalega frumleg!
Hvernig í helvítinu stendur á því að mynd eins og t.d. G.I. Joe, sem kostaði hátt í $200 milljónir, endi með því að vera ekki aðeins ábótavant í innihaldi, heldur áberandi feik í tölvubrellum meðan að mynd eins og District 9, sem kostaði litlar $30 milljónir, skákar hana að hér um bil öllu leyti í photo-realisma (næstum því allavega...) sem og öllu öðru sem snertir sköpunargleði. Ég veit að þessar tvær myndir eru ekki beint sambærilegar þar sem þetta er eins og að bera saman volga mjólk og ísjökulkaldan bjór, en engu að síður vafðist þessi pæling fyrir mér hvað þessi litla indí-mynd gerir margt ótrúlega gott við hráefni sitt á meðan Hollywood-tjaran gerir nánast ekkert af viti með alveg hlægilega mikinn pening.

Hvað vísindaskáldsögur varða, þá hefur District 9 einhverja frumlegustu grunnhugmynd sem ég veit um. Myndin beygir helstu reglur og býr algjörlega til sínar eigin, en samt tekst henni að standast væntingar í afþreyingargildinu, og ekki í eina mínútu fer hún út í vitleysu og missir hún hvorki hugmyndaflugið né gáfurnar. Eins og vísindaskáldsögur og sérstaklega geimverumyndir vestanhafs oft gera, þá dettur þessi aldrei í hlutlausan gír og nær hún þ.a.l. að halda söguþræðinum ávallt ferskum ásamt því að koma manni á óvart á réttum stöðum. Atburðarásin byrjar hægt og allan tímann er erfitt að reikna með því hvert í ósköpunum myndin stefnir, en á meðan er hún að byggja upp alveg geggjaðan lokaþriðjung sem er eiginlega rússíbana líkastur. Áður en ég vissi af því var ég orðinn pikkfastur við skjáinn og vildi helst ekki að þessi klikkaða mynd myndi enda. Ég fann líka fyrir undarlegum tengslum við geimverurnar. Sumar þeirra eru e.t.v. elskulegri karakterar heldur en sjálfur E.T, og eru einnig gæddar miklu meiri persónuleika. Heyrirðu það, Steve!

Stíllinn er eins langt frá því að teljast dæmigerður í sci-fi geiranum og hægt er að ímynda sér. Útlitið er eins og eitthvað úr sannsögulegri flóttamynd, og til að ýta undir raunsæið blandar leikstjórinn Neill Blomkamp (sem meðskrifaði handritið einnig) venjulegum frásagnarstíl saman við heimildarmyndarstíl. Skiptingin svínvirkar oftast, þótt ég hafi stöku sinnum fengi leið á "mocumentary" fílingnum. Þessi frásagnarháttur, í gegnum gerviviðtöl og slíkt, býður þó upp á ýmsar nýjungar og reddingar án þess að helstu persónur myndarinnar þurfi að útskýra öll smáatriði og þar af leiðandi troða upplýsingum ofan í kokið á okkur á asnalegum stöðum, og það fannst mér mjög öflug leið til að segja söguna.

Blomkamp er greinilega hugsjónarmaður sem kann að búa til svakalegan rétt úr takmörkuðu hráefni. Fyrir utan tölvubrellurnar (sem eru ótrúlega flottar! og ég er ekki enn að trúa því að geimverurnar voru alfarið gerðar úr pixlum) er heil tæknivinnsludeild sem fær bilað hrós frá mér og enn hristi ég hausinn yfir því hvernig var hægt að gera þetta fyrir fjármagnið sem fór í myndina. Annaðhvort er allt svona miklu ódýrara í Nýja-Sjálandi (og þá undir stjórn Peters Jackson - sem framleiðir) eða dugnaðurinn meiri. Alveg sama hvað það er, þá er ljóst að Hollywood hefur ýmislegt að læra af þessari framleiðslu. Allavega er ljóst að Blomkamp eigi eftir að vera þekkt nafn meðal sci-fi áhugamanna í framtíðinni.

District 9 er að mínu mati ein af betri myndum sem ég hef séð á þessu ári. Hún er pottþétt ein sú ferskasta og óvæntasta þótt ég muni aldrei ganga svo langt með að kalla hana fullkomna. Það eru fáein smáatriði sem koma í veg fyrir hærri einkunn. Til dæmis hefði ég viljað fá aðeins eftirminnilegri endi á söguna þar sem hnútarnir voru betur hnýttir. Það er reyndar opinn möguleiki á framhaldsmynd, sem hljómar bæði vel og illa. Ég fíla hvernig ætlast er til að áhorfandinn fylli í sumar eyðurnar en samt líður manni eins og fullmargar spurningar séu ósvaraðar. En þrátt fyrir litla - og sem betur fer fáa - galla (sem er aðallega bara "nitpick" í mér) er svo fullt - og þá meina ég FULLT - sem hún gerir rétt! Hún er þrælskemmtileg allan tímann og ekki skemmir heldur fyrir smá svartur húmor, ljótt ofbeldi (SPLATT!!) og stanslaus spenna. Þetta allt saman ætti að tryggja bara andskoti góð meðmæli og rúmlega það.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2023

Orðinn stórstjarna 48 ára gamall

Stranger Things stjarnan David Harbour sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kappakstursmyndinni Gran Turismo sem kom í bíó í síðustu viku, er að segja má seinþroska leikari í þeim skilningi að hinar miklu vinsældir ...

12.07.2018

RoboCop snýr aftur með District 9 leikstjóra við stýrið

MGM kvikmyndaverið er með í smíðum nýja RoboCop mynd, og hefur nú ráðið District 9 leikstjórann Neill Blomkamp, til að leikstýra myndinni, sem kallast RoboCop Returns, eða RoboCop snýr aftur. Samkvæmt Deadline kvikmy...

13.05.2018

Captain America til Grænlands

Captain America leikarinn Chris Evans lætur sér ekki nægja að sinna Marvel heiminum, heldur hefur hann nú ráðið sig í nýjustu kvikmynd District 9 leikstjórans Neill Blomkamp, Greenland, eða Grænland.  Myndin fjallar um fj...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn