Daufur Neeson í slöppum hefndartrylli

Nels Coxman (Liam Neeson) sér um snjómokstur í smábæ nálægt Denver og gæti ekki verið kátari með starfið sitt og tilveruna. Það breytist þó fljótt þegar sonur hans Kyle (Micheál Richardson) lætur lífið að því er virðist vegna of stórs skammts af eiturlyfjum. Nels og eiginkona hans Grace (Laura Dern) trúa því vart að sonur […]

Hefnir sín á snjóplógnum

Írski hasarleikarinn Liam Neeson fetar nýjar slóðir í næstu kvikmynd sinni, Hard Powder. Þar mun hann fara með hlutverk snjóplógsstjóra, sem ákveður að hefna fyrir morðið á syni sínum. Neeson leikur hlutverk Nels Coxman í myndinni sem Lionsgate og Summit Entertainment framleiða. Stefnt er að frumsýningu erlendis 8. febrúar á næsta ári. Nýbúið er að […]

Neeson í Men in Black hliðarmynd

Þegar Chris Hemsworth og Tessa Thomson gíra sig upp í að takast á við geimverur og önnur undur alheimsins í nýju Men in Black hliðarmyndinni sem væntanleg er á næsta ári, þá gætu þau þurft að fylgja fyrirmælum frá engum öðrum en Taken stjörnunni Liam Neeson. Samkvæmt fregnum í Variety kvikmyndaritinu, þá á írski leikarinn […]

Trúboðum misþyrmt – Fyrsta stikla úr Silence

Paramount Pictures, framleiðandi nýju Martin Scorsese myndarinnar Silence, ætlaði að senda frá sér fyrstu stiklu úr myndinni á laugardaginn næsta, en eftir að stiklunni var lekið á YouTube í gær, og fyrirtækið varð að taka stikluna úr umferð, þá hefur stiklan nú verið birt opinberlega. Í gær birtum við fyrstu ljósmyndir og plaköt fyrir myndina, […]

Trúboðar leita að Neeson í Japan – Fyrstu myndir

Fyrstu ljósmyndirnar og plakötin fyrir nýjustu mynd Martin Scorsese, Silence, eða Þögn, í lauslegri íslenskri þýðingu, voru birtar í dag. Lítið hefur hingað til sést úr þessari mynd, en Paramount framleiðslufyrirtækið er þó nú þegar byrjað að sýna völdum aðilum myndina í tengslum við komandi verðlaunatímabil ( Óskarsverðlaun, Golden Globe osfrv. ) Auk þess er von […]

Silence frá Scorsese undir þremur tímum

Framleiðandinn Irwin Winkler segir að Silence, nýjasta mynd Martin Scorsese, sú núna 2 klukkustundir og 39 mínútur. Winkler heldur því einnig fram að myndin sé sú besta frá Scorsese, hvorki meira né minna, samkvæmt frétt Playlist.net. Ekki er langt síðan Silence var yfir þriggja tíma löng en Scorsese hefur verið duglegur að stytta hana að undanförnu. Með […]

Conjuring hjón með Neeson í The Commuter

The Conjuring hjónin Patrick Wilson og Vera Farmiga hafa gengið til liðs við Liam Neeson í myndinni The Commuter, en í myndinni vinna þeir saman enn á ný þeir Neeson, og leikstjórinn Jaume Collet-Serrais ( Unknown, Non-Stop, Run All Night ). Myndin fjallar um tryggingasölumann, sem Neeson leikur, sem á leið sinni til vinnu, er neyddur til […]

Neeson er risi – Fyrsta stikla!

Steven Spielberg verður ekki eini leikstjórinn sem býður upp á stóran og vinalegan risa á árinu, heldur er von á einum slíkum í mynd eftir Juan Antonio Bayona, leikstjóra The Impossible og The Orphanage; A Monster Calls . Liam Neeson talar fyrir þennan risa, en hann vaknar til lífsins í kollinum á 12 ára gömlum dreng, sem […]

Neeson úr framtíðinni í Super Bowl-auglýsingu

Liam Neeson leikur mann sem kemur úr framtíðinni í nýrri auglýsingu fyrir LG sem hefur vakið töluverða athygli. Hún sem verður sýnd á sunnudaginn þegar úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum fer fram, Super Bowl. Írinn Neeson lék einnig í auglýsingu sem var sýnd á Ofurskálinni í fyrra og virðist þetta því vera orðinn árlegur viðburður hjá kappanum.

Leikstjóri World War Z 2 hættur

Leikstjórinn Juan Antonio Bayona hefur dregið sig út úr framhaldi World War Z. Ástæðan er sú að hann þarf að ljúka við gerð myndarinnar A Monster Calls  með Felicity Jones og Liam Neeson í aðalhlutverkum. Kvikmyndaverið Paramount vill ljúka við gerð uppvakningatryllisins í sumar og því varð Bayona frá að hverfa. Brad Pitt leikur sem fyrr aðalhlutverkið. […]

Grannur Neeson í Scorsese-mynd

Fyrsta ljósmyndin af Liam Neeson í hlutverki föður Cristóvao Ferreira í kvikmyndinni Silence, er komin út. Neeson grennti sig um tæp tíu kíló fyrir hlutverkið, eins og sjá má á myndinni. Tökum á þessari nýjustu kvikmynd Martin Scorsese lauk í maí síðastliðnum. Martin vill að menn leggi sig mikið fram og ég held að það hafi […]

Taken sjónvarpsþættir í bígerð

Eftir að hafa gert þrjár vinsælar Taken myndir með Liam Neeson í aðalhlutverkinu, hlutverki fyrrum leyniþjónustumannsins Bryan Mills, og föður, sem þurfti að bjarga fjölskyldu sinni úr háska, þá ætlar leikstjórinn og framleiðandinn franski Luc Besson nú að gera Taken sjónvarpsþætti. Deadline kvikmyndavefurinn segir frá því að NBC sjónvarpsstöðin bandaríska hafi ákveðið að láta framleiða Taken […]

Neeson með rómantískan hryðjuverkatrylli

Írska Hollywood stjarnan Liam Neeson, sem í seinni tíð er einkum þekktur fyrir spennutrylla eins og Taken myndirnar, ætlar að vera á meðal framleiðanda myndarinnar A Mad and Wonderful Thing, sem byggð er á samnefndri bók, sem sögð er leita innblásturs í raunverulegan hryðjuverkamann. The Guardian segir frá þessu. Bókin, sem er eftir Mark Mulholland, […]

Bryan Mills á toppnum

Spennumyndin Taken 3 trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Alls sáu rúmlega 6.000 manns myndina yfir helgina, en myndin var frumsýnd þann 9. janúar. Liam Neeson er mættur á nýjan leik í hlutverki leyniþjónustumannsins fyrrverandi Bryans Mills sem eins og allir vita sem sáu fyrri Taken-myndirnar er ekkert lamb að […]

Syninum bjargað – Neeson í nýjum hasar

Hasartryllarnir koma nú á færibandi frá írsku Hollywoodstjörnunni Liam Neeson, en í gær var nýjasta Taken myndin með Neeson í aðalhlutverkinu, frumsýnd hér á landi. Í vikunni var frumsýnd stikla fyrir næstu hasarmynd leikarans; Run All Night, eða Hlaupið alla nóttina. Myndin er eftir leikstjórann Jaume Collet-Serra og fjallar um leigumorðingja sem er kominn yfir miðjan […]

Útiloka Evrópuferð vegna Taken

Liam Neeson er greinilega ekki besta auglýsingin fyrir Evrópuferðir þessi misserin. Leikarinn írski hefur uppljóstrað að hann hafi fengið bréf frá Bandaríkjamönnum sem geta ekki hugsað sér að ferðast til Evrópu eftir að hafa horft á Taken myndir hans, en gíslataka er gegnumgangandi þema í myndunum. Neeson lét þessi orð falla í spjallþættinum The Graham Norton […]

Mills á flótta undan lögreglunni

Leikarinn Liam Neeson endurtekur hlutverk sitt sem fyrrum leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills í þriðja sinn í framhaldsmyndinni Tak3n, en færni hans í að elta uppi og misþyrma þorpurum kemur að góðum notum þegar hann og fjölskyldumeðlimir komast í hann krappann. Fyrsta stiklan úr myndinni var sett á vefinn í dag og í þetta skipti er Mills grunaður um að […]

Fyrstu myndirnar úr Taken 3

Leikarinn Liam Neeson endurtekur hlutverk sitt sem fyrrum leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills í þriðja sinn í framhaldsmyndinni Taken 3, en færni hans í að elta uppi og misþyrma þorpurum kemur að góðum notum þegar hann og fjölskyldumeðlimir komast í hann krappann. Fyrsta myndin kostaði 25 milljónir Bandaríkjadala, en þénaði næstum tíu sinnum það í miðasölunni, eða rúma […]

Morðkort Liam Neeson

Liam Neeson er líklegur til að bæta við 115 ( þykjustu ) dráp sín til þessa í nýjustu mynd sinni A Walk Among the Tombstones, sem er komin í bíó hér á Íslandi, en Ólafur okkar Darri gæti einmitt orðið þar fyrir barðinu á honum. Neeson er ekkert lamb að leika sér við – ef […]

Ólafur Darri og Neeson saman í mynd

Spennumyndin A Walk Among the Tombstones verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn næsta, þann 19. september, en þar leiða saman hesta sína þeir Ólafur Darri Ólafsson og Liam Neeson, sem leikur aðalhlutverkið. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu kitlu hér fyrir neðan þar sem Ólafur, í hlutverki Loogan, hótar Neeson: […]

Seagal gagnrýnir Liam Neeson

Steven Seagal hefur gagnrýnt Írann Liam Neeson og segir hann ekki vera alvöru hasarmyndaleikara.  Seagal, sem er frægur fyrir slagsmálahæfileika sína, telur að það þurfi ekki lengur alvöru „stríðsmenn“ í nútíma hasarmyndir vegna þess að tæknibrellurnar eru orðnar svo háþróaðar. „Það er hægt að búa til kvikmyndir á ýmsa vegu nú til dags. Menn nota […]

Neeson hafnaði James Bond

Liam Neeson segist hafa hafnað því að taka að sér hlutverk James Bond vegna eiginkonunnar sinnar sálugu. Framleiðendur Bond höfðu samband við Neeson vegna hlutverksins en hann hafnaði því eftir að Natasha Richardson hótaði því að giftast honum ekki. Þau voru gift í fimmtán ár þangað til hún fórst í skíðaslysi í mars 2009. Það […]

Liam Neeson í 40 þúsund feta hæð

Hálfgert Liam Neeson-æði hefur gripið landann allt frá því að spennumyndin Taken kom út árið 2008. Það eru fáir sem hafa slæmt álit á leikaranum og fyllist fólk oft af spenningi þegar Neeson er væntanlegur í kvikmyndahús á ný. Spennumyndin Non-Stop verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn næstkomandi og munu eflaust margir gera sér ferð […]

Non-Stop hjá Neeson – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýju Liam Neeson myndina, Non-Stop. Neeson hefur á síðustu árum sannað sig sem grjóthörð hasarmyndahetja í myndum eins og Taken, Taken 2 og Unknown, og þessi lítur ekki út fyrir að gefa þeim neitt eftir. Myndin gerist í háloftunum um borð í þotu, en Neeson leikur fluglögreglu sem blandast óvart […]

Affleck leikstýri Batman vs. Superman

Kvikmyndaleikarinn James Franco hefur skoðanir á ráðningu Ben Affleck í hlutverk Batman, í myndinni Batman vs. Superman, eða Man of Steel 2. Honum finnst að Affleck henti vel í hlutverkið og eigi sjálfur að leikstýra myndinni, í stað Zack Snyder:  „Mér finnst hann hafa sannað sig núna bæði sem leikari og leikstjóri, en mig langar að […]

Neeson snýr aftur í Taken 3

Írski leikarinn Liam Neeson mun að öllum líkindum snúa aftur sem fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills í þriðju Taken-myndinni. Neeson útilokaði á síðasta ári að taka þátt í fleiri myndum vegna þess að honum þótti ekki trúverðugt að fjölskyldumeðlimum hans sé rænt svo oft. Honum hefur eflaust snúist hugur eftir að framleiðslufyrirtækið BrianCorp bauð honum 20 […]

Neeson harður á eftirlaunum í franskri endurgerð

Liam Neeson er fyrir þónokkru síðan orðinn einn grjótharðasti leikarinn í Hollywood, og er rétt að byrja. Síðar á þessu ári munum við sjá hann í myndinni Non-Stop, og nú hefur hann ákveðið að leika í einum spennutryllinum til viðbótar. Samkvæmt Deadline.com kvikmyndavefnum þá hefur Thunder Road fyrirtækið samið við Italia Films og hið kínverska […]

Hart barist í Anchorman 2 – Myndasafn

Aðdáendur Will Ferrell bíða í ofvæni eftir framhaldi hinnar sprenghlægilegu Anchorman, eða Anchorman: The Legend of Ron Burgundy eins og fyrri myndin heitir fullu nafni. Nú hafa birst nýjar myndir af setti úr framhaldsmyndinni og má með sanni segja að það sé hart barist. Margir muna eftir stórbardaganum milli fréttastöðva í fyrri myndinni og sýnist á öllu að […]

Neeson verður þvottabjörn

Eins og allir vita hefur Liam Neeson blómstrað núna síðustu ár sem grjóthörð hasarmyndahetja en í nýrri glæpa-gaman -teiknimynd, The Nut Job, mun hann snúa við blaðinu og leika illmenni. Í myndinni mun Neeson verða í hlutverki ills þvottabjarnar. Myndin er byggð á stuttmyndinni Surly Squirrel, sem hægt er að horfa á neðst í þessari […]

Neeson tekur toppsætið aftur

Liam Neeson heldur áfram sigurgöngu sinni á toppi DVD -Blu-ray listans íslenska, en myndin er nú sína aðra viku í röð í efsta sæti listans. End of Watch , sem fjallar um þá vinina og félagana í löggunni Brian og Mike, kemur sterk inn í annað sætið, ný á lista. Í þriðja sæti, niður um eitt sæti […]