Mills á flótta undan lögreglunni

1 - 4f4IGAALeikarinn Liam Neeson endurtekur hlutverk sitt sem fyrrum leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills í þriðja sinn í framhaldsmyndinni Tak3n, en færni hans í að elta uppi og misþyrma þorpurum kemur að góðum notum þegar hann og fjölskyldumeðlimir komast í hann krappann.

Fyrsta stiklan úr myndinni var sett á vefinn í dag og í þetta skipti er Mills grunaður um að hafa myrt konuna sína og fer á flótta undan lögreglunni. Dóttir hans er einnig hundelt og þarf því Mills að ná upp á henni áður en hún endar hjá yfirvaldinu.

Með önnur hlutverk í myndinni fara Maggie Grace og Famke Janssen. Leikarinn Forest Whitaker fer einnig með veigamikið hlutverk í myndinni sem lögreglustjórinn Franck Dotzler. Olivier Megaton, leikstjóri Taken 2, leikstýrir á nýjan leik.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.