Neeson er risi – Fyrsta stikla!

Steven Spielberg verður ekki eini leikstjórinn sem býður upp á stóran og vinalegan risa á árinu, heldur er von á einum slíkum í mynd eftir Juan Antonio Bayona, leikstjóra The Impossible og The Orphanage; A Monster Calls .

A-Monster-Calls-620x267

Liam Neeson talar fyrir þennan risa, en hann vaknar til lífsins í kollinum á 12 ára gömlum dreng, sem flýr geðsýki móður sinnar og einelti skólafélaganna, inn í ævintýraveröld fulla af skrímslum og öðrum furðum.

Fyrsta stiklan kom út í dag, kíktu á:

Með helstu hlutverk fara Lewis MacDougall, Felicity Jones, Toby Kebbell, Liam Neeson  og Sigourney Weaver.

Von er á myndinni í bíó 14. október nk.