Morðkort Liam Neeson

NeesonLiam Neeson er líklegur til að bæta við 115 ( þykjustu ) dráp sín til þessa í nýjustu mynd sinni A Walk Among the Tombstones, sem er komin í bíó hér á Íslandi, en Ólafur okkar Darri gæti einmitt orðið þar fyrir barðinu á honum.

Neeson er ekkert lamb að leika sér við – ef hann ætlar sér að drepa þig, þá ertu hvergi óhult eða óhultur. Honum munar ekki um að ferðast til annarra pláneta til að elta uppi fórnarlömb sín, og ekki láta þig dreyma um að geta falið þig í einhverjum ævintýraveröldum – Neeson MUN finna þig!

Kortið hér fyrir neðan var búið til sem hluti af markaðsherferðinni fyrir A Walk Among the Tombstone. Smelltu til að sjá kortið stærra:

liam-neeson-kill-map