The Goonies sýnd um helgina

Bandaríska ævintýramyndin The Goonies hefur lengi verið í miklu uppáhaldi marga ‘80s-barna en um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum Álfabakka.

Myndin er frá árinu 1985 og sameina þeir Richard Donner og Steven Spielberg krafta sína í myndinni. Hér segir frá hópi krakka sem finna fjarsjóðskort á háalofti hjá einum meðlimi hópsins. Hópur þessi er kallaður The Goonies og leggur liðið í viðburðaríka og stórfurðulega fjarsjóðsleit á meðan hættulegir hrottar svífast einskis til að komast í gullið og losa sig við krakkaormana.

Ekki er vitað hversu lengi The Goonies verður í opnum bíósýningum, en þarna gefst íslenskum aðdáendum tækifæri til að hlaða í eitt gott nostalgíubíó. Hægt er að nálgast alla sýningartíma kvikmyndahúsa hér.

Á meðal fleiri eldri kvikmynda í sýningum núna eru The Shining og Yogi Bear.

Merkilegir tímar.

Stikk: