Nýtt í bíó – The Equalizer 2

The Equilizer 2 verður frumsýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri á miðvikudaginn næsta, þann 18. júlí. Í tilkynningu frá Senu segir að í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert (Denzel Washington) takast á við barnaræningja á sinn hátt áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt […]

Washington berst gegn glæpum í Equalizer 2 stiklu

Fyrsta stikla og plakat hefur verið gefið út fyrir nýju Equalizer myndina, Equilizer 2, með Denzel Washington í aðalhlutverkinu, hlutverki Robert McCall, sem berst fyrir réttlætinu. Fyrri myndin frá 2014 var góð skemmtun og því er ánægjulegt að það styttist í þá næstu. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 17. ágúst nk. Eins og Empire […]

The Equalizer 2 á leiðinni

Sony kvikmyndafyrirtækið tilkynnti opinberlega nú í vikunni að gert yrði framhald á hinum stórfína spennutrylli The Equalizer, með Denzel Washington í aðalhlutverkinu. Orðrómur hefur verið í gangi um mögulegt framhald í marga mánuði, eða allt síðan fyrsta myndin var frumsýnd í september sl., en gott gengi myndarinnar í miðasölunni, og á DVD/VOD, réð að lokum úrslitum […]

Denzel í dúndurformi

Nýjasta mynd Denzel Washington, The Equilizer, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum nú um helgina, og hér á Íslandi einnig, gerði sér lítið fyrir og sigldi beint í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans eftir fyrsta dag í sýningum í Bandaríkjunum. Á hæla hennar koma tvær myndir nokkurn veginn jafnar;  toppmynd síðustu helgar, The Maze Runner, og síðan The Boxtrolls. […]

Berst við rússneska glæpamenn

Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd Antoine Fuqua, The Equalizer, var frumsýnd í dag. Það eru þau Denzel Washington og Chloe Moretz sem fara með aðalhlutverkin. The Equalizer er gerð eftir þáttum sem voru sýndir á níunda áratugnum og fjölluðu um fyrrverandi lögreglumann sem tók það að sér að hjálpa fórnarlömbum sem lentu í hótunum. Washington leikur fyrrum sérsveitarmann sem […]

Nýjar myndir úr The Equalizer

Nýjasta kvikmynd Antoine Fuqua, The Equalizer, skartar þeim Denzel Washington og Chloe Moretz í aðalhlutverkum. Kvikmyndin er gerð eftir þáttum sem voru sýndir á níunda áratugnum og fjölluðu um fyrrverandi lögreglumann sem tók það að sér að hjálpa fórnarlömbum sem lentu í hótunum. Fyrstu myndirnar voru opinberaðar fyrir stuttu og má þar sjá Washington og Moretz í hlutverkum sínum. Myndirnar segja ekki […]

Denzel Washington sem Green Lantern?

Óskarsverðlaunalhafinn Denzel Washington er sagður eiga í viðræðum um að leika ofurhetjuna Green Lantern í Man of Steel 2. Framhaldsmyndin, í leikstjórn Zack Snyder, er væntanleg í bíó vestanhafs 17. júlí 2015. Henry Cavill mun áfram leika Ofurmennið og Amy Adams leikur Lois Lane. Ben Affleck bætist í leikaraliðið sem Batman og Gal Gadot mun […]

Óþægilegt áhættuatriði í 2 Guns

Denzel Washington þurfti að leika í nokkrum áhættuatriðum við tökur á hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. Þar á meðal réðst naut á hann og Mark Wahlberg á meðan þeir héngu öfugir með fæturna upp í loft. „Við gerðum margt heimskulegt, eins og að hanga uppi öfugir á meðan naut reyndi að stanga okkur,“ sagði Washington […]

Leikur illmennið í The Equalizer

Marton Csokas hefur verið ráðinn sem illmennið í The Equalizer sem fer í tökur í Boston í sumar. Denzel Washington leikur aðalhlutverkið í myndinni sem er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum. Washington leikur Robert McCall, fyrrverandi leyniþjónustumann, sem hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda. Edward Woodward lék McCall í sjónvarpsþáttunum. Leikstjóri […]

Chloe Moretz leikur vændiskonu

Nýjasta kvikmynd Antoine Fuqua, The Equalizer mun skarta Denzel Washington og Chloe Moretz í aðalhlutverkum. Kvikmyndin er gerð eftir þáttum sem voru sýndir á níunda áratugnum og fjölluðu um fyrrverandi lögreglumann sem tók það að sér að hjálpa fórnarlömbum sem lentu í hótunum. Söguþráður The Equalizer er óljós, það er þó búið að gefa út að Washington muni leika lögreglumanninn í […]

Frumsýning: Flight

Sambíóin frumsýna myndina Flight á föstudaginn næsta, þann 22. febrúar. Myndin er frá leikstjóra Forrest Gump og Cast Away, Robert Zemeckis, og er með Denzel Washington í aðalhlutverki. Flight er tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: Flight segir frá því þegar flugstjóri sýnir bæði getu og snarræði þegar farþegavélin sem […]

Washington gæti náð þrennunni

Hollywood leikarinn Denzel Washington, 58 ára gamall, segir að tilnefning hans til Óskarsverðlauna í ár fyrir hlutverk sitt í myndinni Flight, sé afar spennandi. Leikarinn hefur unnið til verðlaunanna tvisvar áður, og gæti fullkomnað þrennuna núna í febrúar þegar verðlaunin verða veitt. Washington vann fyrst fyrir leik í Glory árið 1989 og síðan fyrir leik […]

Denzel orðaður við The Equalizer

Denzel Washington hefur verið orðaður við aðalhlutverkið í nýrri mynd sem verður byggð á sjónvarpsþáttunum The Equalizer. Sony Pictures og Escape Artists ætla að færa sjónvarpsþættina frá níunda áratugnum yfir á hvíta tjaldið. Samkvæmt Flickering Myth hefur Refn, sem leikstýrði Drive og Pusher, verið boðið að leikstýra myndinni. Edward Woodward lék hinn grjótharða Robert McCall, […]

Kósýkvöld í kvöld?

Stóru íslensku sjónvarpsstöðvarnar þrjár bjóða upp á fínt úrval af bíómyndum í kvöld, laugardagskvöldið 17. nóvember 2013. Allir sem ákveða á annað borð að taka því rólega heima í kvöld, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir myndir kvöldsins – athugið að hægt er að smella á heiti […]

Budweiser vill bjórinn burt

Drykkjarvörurisinn Anheuser-Busch InBev, sem býr til Budweiser bjórinn, hefur beðið Paramount kvikmyndafyrirtækið um að fjarlægja Budwaiser bjórinn úr myndinni Flight, sem frumsýnd var um helgina í Bandaríkjunum. Myndin, sem leikstýrt er af Robert Zemeckis, fjallar um flugmann sem er alkóhólisti, og drekkur og tekur eiturlyf áður og eftir að honum tekst að koma í veg […]

Denzel og Zemeckis snúa bökum saman

Hinn virti leikstjóri Robert Zemeckis, maðurinn á bakvið Back to the Future, Forrest Gump og Cast Away (svo eitthvað sé nefnt), ætlar loksins að slíta sig frá „Motion capture“ æðinu sínu og snúa sér að einhverju öðru en tölvugerðum teiknimyndum. Síðustu þrjár myndirnar hans eru The Polar Express, Beowulf og A Christmas Carol. Næsta mynd […]

Howard leikstýrir sérkennilegri ofurhetju

Leikstjórinn Ron Howard hefur tekið að sér leikstjórn á myndinni 364, en mynd sú mun kynna til sögunnar heldur sérkennilega ofurhetju. Sagan fjallar um mann sem eyðir hverju ári í að ákveða hvað hann mun gera þann staka dag ársins sem hann fær ofurkrafta. Já, ofurhetja sem er aðeins gædd kröftum einn dag á ári […]

Þrívíddarbjánar vinsælastir

Asnakjálkarnir Johnny Knoxville, Steve-O og félagar gerðu sér lítið fyrir og þeyttu sér á topp íslenska aðsóknarlistans um nýliðna helgi, og höfðu þar betur en hvorki meira né minna en fjórar aðrar nýjar myndir sem gerðu hosur sínar grænar fyrir áhorfendum. Uppátæki Jackass-liðanna, í þrívídd að sjálfsögðu, drógu tæplega 4.800 manns í bíó um helgina […]

Denzel segir teiknimyndasögur komnar á stera

Bandaríski Hollywoodleikarinn Denzel Washington segir að kvikmyndir sem gerðar eru eftir teiknimyndasögum, séu á sterum, eins og hann orðar það. Leikarinn segir að myndum eins og Spider-Man og Iron Man hafi tekist að fanga anda þess tíma þegar teiknimyndasögurnar voru upp á sitt besta þökk sé nýrri tækni. „Ég held að teiknimyndasögumyndirnar eins og þær […]