Náðu í appið
In My Country

In My Country (2005)

2005

Langston Whitfield er blaðamaður á Washington Post.

Rotten Tomatoes23%
Metacritic44
Deila:
In My Country - Stikla

Söguþráður

Langston Whitfield er blaðamaður á Washington Post. Ritstjórinn sendir hann til Suður-Afríku að fylgjast með yfirheyrslum Sannleiks- og sáttanefndarinnar. Þar er morðingjum og nauðgurum frá tíma aðskilnaðarstefnunnar boðið að stíga fram og biðjast afsökunar og segi þeir sannleikann undanbragðalaust og iðrist af heilum hug kann þeim að verða veitt sakaruppgjöf. Duga sáttaumleitanir til þess að sárin eftir aðskilnaðarstefnuna grói? Langston efast um það. Hann hefur uppi á De Jager ofursta, alræmdum pyntingahrotta lögreglunnar og reynir að skyggnast inn í huga skrímslisins en um leið verður hann að takast á við sín eigin sálarmein. Anna Malan er skáld sem fjallar um yfirheyrslurnar í útvarpi. Hún er hvítur Suður-Afríkubúi og frásagnir af grimmd og glæpum landa hennar fá mjög á hana.

Aðalleikarar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Chartoff ProductionsUS
Merlin FilmsIE
Phoenix PicturesUS