Það er laugardagskvöld í kvöld og allar sjónvarpsstöðvarnar stóru, Stöð 2, Skjár 1 og RÚV bjóða upp á bíómyndir. Úrvalið er gott, jólamyndir, spennumyndir, ást og drama.
Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins:
Stöð 2
Jack Frost er söngvari, sem eyðir mestum hluta af tíma sínum á tónleikaferðalögum, þannig að hann getur ekki eytt miklum tíma með syni sínum, Charlie, þó þeim þyki báðum afskaplega vænt um hvorn annan. Þegar Jack lætur lífið í bílslysi, þá verður Charlie mjög leiður, eða allt þar til ….. Jack snýr aftur til jarðar sem snjókarl! Nú geta þeir feðgar gert allskonar skemmtilega hluti saman, alla hlutina sem þeir gátu ekki gert meðan Jack var manneskja. En hvað mun fólk halda þegar það sér Charlie að tala við snjókarl og hvað gerist þegar það hlýnar í veðri?
Leikstjóri: Troy Miller
Helstu leikarar: Michael Keaton, Kelly Preston og Joseph Cross
Taken From Me: The Tiffany Rubin Story
Byggt á sannri sögu konu sem berst fyrir að fá son sinn aftur, eftir að barnsfaðir hennar stingur af með son þeirra til Suður Kóreu.
Leikstjóri: Gary Harvey
Helstu leikarar: Taraji P. Henson og David Haydn-Jones
The Good Night
Mynd sem fjallar um fyrrum poppstjörnur og núverandi blaðamann sem lendir í tilvistarkreppu.
Leikstjóri: Jake Paltrow
Helstu leikarar: Gwyneth Paltrow, Danny DeVito, Penelope Cruz, Martin Freeman, Keith Allen og Steffan Boje
Valkyrie
Myndin fjallar um tilræði við Hitler árið 1944 og var hugmyndin að kenna SS um morðið og virkja herinn í yfirtöku á landinu og semja um frið við bandamenn. Planið gekk undir nafninu Valkyrie og var leitt af Claus von Stauffenberg sem fylgdi sinni eigin samvisku og var á móti Þýskalandi Hitlers og áleit að Hitler væri að stefna landinu í glötum sem og hann gerði.
Leikstjóri: Bryan Singer
Helstu leikarar: Kenneth Branagh, Tom Cruise og Bill Nighy
Tron Legacy
Tæknitröllið Sam Flynn, 27 ára gamall sonur Kevin Flynn, rannsakar hvarf föður síns en dregst sjálfur inní sömu veröld ofsafenginna forrita og skylmingaleikja, sem faðir hans hefur búið í sl. 25 ár. Ásamt trúnaðarvini sínum, þá takast Kevin og faðir hans á hendur hættulegt ferðalag í gegnum ótrúlegt sjónrænt sjónarspil í sýndarheimi, sem er orðinn mun þróaðri og hættulegri en áður.
Leikstjóri: Joseph Kosinski
Helstu leikarar: Jeff Bridges og Garrett Hedlund
Tuttugu árum eftir ferð hans til Afghanistan hefur John Rambo dregið sig í hlé til norður Taílands. Hann stýrir bát á Salween ánni við landamæri Taílands og Burma og lifir einföldu og friðsælu lífi. Hópur mannréttindasinna leitar hann uppi og biður hann að ferja sig með mat og sjúkragögn upp með ánni þar sem landleiðin sé of hættuleg. Í fyrstu neitar hann að fara yfir landamærin en gefur loks eftir og lætur þau úr í Burma. Tveim vikum síðar kemur prestur að máli við hann og segir hjálparstarfsmennina aldrei hafa skilað sér til baka. Presturinn segir Rambo að hann hafi veðsett húsið sitt til að eiga fyrir málaliðum. Rambo hefur þrátt fyrir þjálfun sína í hernum ímugust á ofbeldi en veit hvað hann verður að gera.
Leikstjóri: Sylvester Stallone
Helstu leikarar: Sylvester Stallone, Julie Benz og Matthew Marsden
Touching The Void
Leikin heimildamynd sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Árið 1985 lögðu ungir Bretar upp í einn frægasta fjallaleiðangur síðari tíma. Þeir ætluðu sér að verða fyrstir manna til að klífa þverhnípta vesturhlið hins 7000 metra háa Siula Grande í Andesfjöllunum í Perú. Þeim gekk vel að komast á tindinn en á niðurleiðinni fótbrotnaði annar þeirra illa og útlitið var mjög svart. Félagi hans brá á það ráð að slaka honum niður fjallið í 100 metra la…
Rocky V
Bandarísk kvikmynd frá árinu 1990. Rocky er búinn að koma sér í peningavandræði á nýjan leik eftir að hafa verið svikinn af óprúttnum aðila. Hann byrjar að þjálfa box á nýjan leik sem endar með því að hann finnur ungan liðtækan hnefaleikakappa.
RÚV
Eftir að hafa eytt einum degi saman, fimmtánda júlí 1988, deginum sem þau útskrifuðust frá University of Edinburgh, hefja þau Emma Morley og Dexter Mayhew vináttusamband sem mun endast þeim ævina. Hún er vinnusöm stúlka af alþýðuætt, með sterka siðferðiskennd og háleit markmið í lífinu, en ekkert minna en það að bæta heiminn með verkum sínum mun duga henni. Hann er hinsvegar vellríkur sjarmör sem dreymir helst um daginn þegar veröldin verður leikvöllur hans. Næstu tvo áratugina fylgjumst við með mikilvægum atburðum á ævi þeirra með því að skyggnast inn í líf þeirra fimmtánda júlí ár hvert. Hvort sem þau eru saman eða í sundur verðum við vitni að vináttu þeirra og vinslitum, vonum og brostnum draumum, hlátri og sorg og umfram allt vináttu þeirra til hvers annars, hversu áberandi sem hún er í lífi þeirra hverju sinni. Hvað eiga þau þessum eina degi að þakka í lífi sínu?
Leikstjóri: Lone Scherfig
Helstu leikarar: Anne Hathaway, Jim Sturgess og Patricia Clarkson.
Það er árið 1954 og lögreglumanninum Teddy Daniels er falið að rannsaka hvarf sjúklings af Ashecliffe-spítala á Shutter-ey við Boston. Hann hafði sóst eftir verkefnum á eyjunni af persónulegum ástæðum en áður en langt um líður veltir hann því fyrir sér hvort ástæðan fyrir veru hans þar sé samsæri lækna á spítalanum sem beita meira en lítið vafasömum aðferðum við meðferð sjúklinga. Teddy er slyngur spæjari og finnur fljótt vænlega vísbendingu en spítalinn neitar að veita honum aðgang að gögnum sem hann grunar að myndu opna málið upp á gátt. Í óveðri rofnar svo allt samband við meginlandið, fleiri hættulegir fangar „flýja“ í ringulreiðinni sem skapast og einkennilegum vísbendingum í málinu fjölgar en Teddy efast þá orðið um allt: minni sitt, félaga sinn og jafnvel geðheilsu sína.
Leikstjóri: Martin Scorsese
Helstu leikarar: Leonardo DiCaprio, Emily Mortimer, Ben Kingsley, Mark Ruffalo, Max von Sydow, Michelle Williams og Patricia Clarkson.
Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.