Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld og allar sjónvarpsstöðvarnar stóru, Stöð 2, Skjár 1 og RÚV bjóða upp á bíómyndir. Úrvalið er gott, jólamyndir, spennumyndir, ást og drama.

Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins:

Stöð 2

Jack Frost

Jack Frost er söngvari, sem eyðir mestum hluta af tíma sínum á tónleikaferðalögum, þannig að hann getur ekki eytt miklum tíma með syni sínum, Charlie, þó þeim þyki báðum afskaplega vænt um hvorn annan. Þegar Jack lætur lífið í bílslysi, þá verður Charlie mjög leiður, eða allt þar til ….. Jack snýr aftur til jarðar sem snjókarl! Nú geta þeir feðgar gert allskonar skemmtilega hluti saman, alla hlutina sem þeir gátu ekki gert meðan Jack var manneskja. En hvað mun fólk halda þegar það sér Charlie að tala við snjókarl og hvað gerist þegar það hlýnar í veðri?


Leikstjóri: Troy Miller

Helstu leikarar: Michael Keaton, Kelly Preston og Joseph Cross

Taken From Me: The Tiffany Rubin Story

Byggt á sannri sögu konu sem berst fyrir að fá son sinn aftur, eftir að barnsfaðir hennar stingur af með son þeirra til Suður Kóreu.

Leikstjóri: Gary Harvey

Helstu leikarar: Taraji P. Henson og David Haydn-Jones

The Good Night

Mynd sem fjallar um fyrrum poppstjörnur og núverandi blaðamann sem lendir í tilvistarkreppu.

Leikstjóri: Jake Paltrow

Helstu leikarar: Gwyneth Paltrow, Danny DeVito, Penelope Cruz, Martin Freeman, Keith Allen og Steffan Boje

Valkyrie

Myndin fjallar um tilræði við Hitler árið 1944 og var hugmyndin að kenna SS um morðið og virkja herinn í yfirtöku á landinu og semja um frið við bandamenn. Planið gekk undir nafninu Valkyrie og var leitt af Claus von Stauffenberg sem fylgdi sinni eigin samvisku og var á móti Þýskalandi Hitlers og áleit að Hitler væri að stefna landinu í glötum sem og hann gerði.

Leikstjóri: Bryan Singer

Helstu leikarar: Kenneth Branagh, Tom Cruise og Bill Nighy

Tron Legacy

Tæknitröllið Sam Flynn, 27 ára gamall sonur Kevin Flynn, rannsakar hvarf föður síns en dregst sjálfur inní sömu veröld ofsafenginna forrita og skylmingaleikja, sem faðir hans hefur búið í sl. 25 ár. Ásamt trúnaðarvini sínum, þá takast Kevin og faðir hans á hendur hættulegt ferðalag í gegnum ótrúlegt sjónrænt sjónarspil í sýndarheimi, sem er orðinn mun þróaðri og hættulegri en áður.

Leikstjóri: Joseph Kosinski

Helstu leikarar: Jeff Bridges og Garrett Hedlund

Rambo

Tuttugu árum eftir ferð hans til Afghanistan hefur John Rambo dregið sig í hlé til norður Taílands. Hann stýrir bát á Salween ánni við landamæri Taílands og Burma og lifir einföldu og friðsælu lífi. Hópur mannréttindasinna leitar hann uppi og biður hann að ferja sig með mat og sjúkragögn upp með ánni þar sem landleiðin sé of hættuleg. Í fyrstu neitar hann að fara yfir landamærin en gefur loks eftir og lætur þau úr í Burma. Tveim vikum síðar kemur prestur að máli við hann og segir hjálparstarfsmennina aldrei hafa skilað sér til baka. Presturinn segir Rambo að hann hafi veðsett húsið sitt til að eiga fyrir málaliðum. Rambo hefur þrátt fyrir þjálfun sína í hernum ímugust á ofbeldi en veit hvað hann verður að gera.

Leikstjóri: Sylvester Stallone

Helstu leikarar: Sylvester Stallone, Julie Benz og Matthew Marsden

Skjár 1

Touching The Void

Leikin heimildamynd sem unnið hefur til fjölda verðlauna. Árið 1985 lögðu ungir Bretar upp í einn frægasta fjallaleiðangur síðari tíma. Þeir ætluðu sér að verða fyrstir manna til að klífa þverhnípta vesturhlið hins 7000 metra háa Siula Grande í Andesfjöllunum í Perú. Þeim gekk vel að komast á tindinn en á niðurleiðinni fótbrotnaði annar þeirra illa og útlitið var mjög svart. Félagi hans brá á það ráð að slaka honum niður fjallið í 100 metra la…

 

Rocky V

Bandarísk kvikmynd frá árinu 1990. Rocky er búinn að koma sér í peningavandræði á nýjan leik eftir að hafa verið svikinn af óprúttnum aðila. Hann byrjar að þjálfa box á nýjan leik sem endar með því að hann finnur ungan liðtækan hnefaleikakappa.

RÚV

 

 

Sjáumst að ári ( One Day )

Eftir að hafa eytt einum degi saman, fimmtánda júlí 1988, deginum sem þau útskrifuðust frá University of Edinburgh, hefja þau Emma Morley og Dexter Mayhew vináttusamband sem mun endast þeim ævina. Hún er vinnusöm stúlka af alþýðuætt, með sterka siðferðiskennd og háleit markmið í lífinu, en ekkert minna en það að bæta heiminn með verkum sínum mun duga henni. Hann er hinsvegar vellríkur sjarmör sem dreymir helst um daginn þegar veröldin verður leikvöllur hans. Næstu tvo áratugina fylgjumst við með mikilvægum atburðum á ævi þeirra með því að skyggnast inn í líf þeirra fimmtánda júlí ár hvert. Hvort sem þau eru saman eða í sundur verðum við vitni að vináttu þeirra og vinslitum, vonum og brostnum draumum, hlátri og sorg og umfram allt vináttu þeirra til hvers annars, hversu áberandi sem hún er í lífi þeirra hverju sinni. Hvað eiga þau þessum eina degi að þakka í lífi sínu?

Leikstjóri: Lone Scherfig

Helstu leikarar: Anne Hathaway, Jim Sturgess og Patricia Clarkson.

Fangaeyja ( Shutter Island )

Það er árið 1954 og lögreglumanninum Teddy Daniels er falið að rannsaka hvarf sjúklings af Ashecliffe-spítala á Shutter-ey við Boston. Hann hafði sóst eftir verkefnum á eyjunni af persónulegum ástæðum en áður en langt um líður veltir hann því fyrir sér hvort ástæðan fyrir veru hans þar sé samsæri lækna á spítalanum sem beita meira en lítið vafasömum aðferðum við meðferð sjúklinga. Teddy er slyngur spæjari og finnur fljótt vænlega vísbendingu en spítalinn neitar að veita honum aðgang að gögnum sem hann grunar að myndu opna málið upp á gátt. Í óveðri rofnar svo allt samband við meginlandið, fleiri hættulegir fangar „flýja“ í ringulreiðinni sem skapast og einkennilegum vísbendingum í málinu fjölgar en Teddy efast þá orðið um allt: minni sitt, félaga sinn og jafnvel geðheilsu sína.

Leikstjóri: Martin Scorsese

Helstu leikarar: Leonardo DiCaprio, Emily Mortimer, Ben Kingsley, Mark Ruffalo, Max von Sydow, Michelle Williams og Patricia Clarkson.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Kósýkvöld í kvöld?

Runninn er upp föstudagurinn 30. nóvember 2012. Fyrir þá sem langar að fara í bíó, þá er um að gera að smella hérna og sjá hvað bíóhúsin bjóða upp á skemmtilegt í kvöld. Fyrir hina, sem ætla bara að kúra heima í sófa og hafa það kósý, þá er ekki úr vegi að kynna sér hvað íslensku sjónvarpsstöðvarnar stóru bjóða upp á.

Hér fyrir neðan eru bíómyndir kvöldsins á RÚV og Stöð 2.  Sem fyrr býður Skjár einn ekki upp á bíómyndir á föstudagskvöldum.

 

RÚV

The Twilight Saga: Eclipse

Bella er flutt aftur til Seattle eftir atburðarásina úr New Moon, en hefur ekki verið lengi þar þegar hún er enn á ný umkringd háska. Seattle-búar eru á barmi ofsahræðslu þegar röð dularfullra morða ríður yfir borgina. Á sama tíma er illskeytt vampíra í blóðugri hefndarför sem setur Bellu í stórhættu. Á meðan allt þetta á sér stað færist Bella enn nær þeim tímapunkti þar sem hún þarf að gera endanlega upp á milli ástar sinnar á Edward og vináttu sinnar við hinn hverflynda Jacob. Það sem gerir þessa ákvörðun enn erfiðari er vitneskja hennar um að það sem hún ákveður getur haft afdrífaríkar afleiðingar og mikil áhrif á hina stöðugu og aldagömlu baráttu milli vampíra og varúlfa.

Leikstjóri:  David Slade

Helstu leikarar: Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner.

Arabíu Lawrence – Lawrence of Arabia

Sígild bresk bíómynd frá 1962.
Thomas Edward Lawrence var njósnari Breta í Kaíró árið 1916 og fékk leyfi til að fylgjast með uppreisn araba gegn Tyrkjum í fyrra stríði. Í eyðimörkinni skipulagði hann skæruliðaher og barðist með aröbum gegn Tyrkjum um tveggja ára skeið. Lawrence lést 47 ára í vélhjólaslysi í London.

Leikstjóri:  David Lean

Helstu leikarar: Peter O’Toole, Alec Guinness, Anthony Quinn og Omar Sharif.

Myndin hlaut sjö Óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta myndin.

Stöð 2

Lethal Weapon 3

Lögreglumaðurinn Martin Riggs mætir loks jafnoka sínum, sem er hin fallega en grjótharða lögga Lorna Cole. Þau tvö, ásamt félaga Riggs, Roger Murtaugh, reyna að afhjúpa spilltan fyrrum lögreglumann sem stendur í vopnabraski. Löggan spillta snýr á þríeykið trekk í trekk, einkum með því að drepa alla sem geta tjáð sig um braskið. Murtaugh á á sama tíma í persónulegum vandamálum, þegar fjölskylda hans dregst inn í átökin.

Leikstjóri: Richard Donner

Helstu leikarar: Danny Glover, Joe Pesci og Mel Gibson

W Delta Z

Lík finnast víðs vegar á götum New York, og er eitthvað virkilega skuggalegt við þau öll. Sum eru afskræmd og aflimuð á meðan stærðfræðijafna hefur verið skorin í önnur. Rannsóknarlögreglumaðurinn Eddie Argo (Skarsgård) og nýr félagi hans (Melissa George) reyna að ráða fram úr þessari skuggalegu morðgátu og komast brátt að því að hverju fórnarlambi hefur verið gefin hrottafenginn valkostur: að drepa ástvin sinn eða vera drepið sjálft. Fyrr en varir er það ljóst að glæpamaðurinn, hver sem hann er, býr yfir sjúklegu leyndarmáli og virðist vera að fá útrás fyrir það með hrikalegum glæpum sínum.

Leikstjóri: Tom Shankland

Helstu leikarar: Stellan Skarsgård, Barbara Adair og Peter Ballance

Lions for Lambs

Tveir hermenn slasast á vígvellinum í Afganistan og í rannsókn málsins flækjast þingmaður, blaðamaður og prófessor í atburðarásina.

Leikstjóri: Robert Redford

Helstu leikarar: Meryl Streep, Robert Redford, Tom Cruise og Michael Pena

 

Tin Cup

Saga um misheppnaðan atvinnumann í golfi, sem vinnur á golf – höggsvæði, sem reynir að komast inn á US Open golfmótið, til að reyna að vinna ástir kærustu helsta keppinautar síns.

Leikstjóri: Ron Shelton

Helstu leikarar: Kevin Costner, Don Johnson og Rene Russo

 

 

 

Kósýkvöld í kvöld?

Það eru bíómyndir á öllum þremur stóru sjónvarpsstöðvunum íslensku í kvöld, þannig að það er grundvöllur fyrir góðu kósýkvöldi fyrir framan skjáinn, fyrir þá sem ekki hafa annað á prjónunum.

Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndirnar sem eru í sjónvarpinu í kvöld:

Skjár 1

Flawless

Glæpamynd sem gerist árið 1960 í London. Húsvörður sannfærir bandarískan forstjóra til að hjálpa honum að stela demöntum frá vinnuveitanda þeirra beggja.

Rocky IV

Bandarísk kvikmynd frá árinu 1985. Apollo Creed stígur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa skorað á sovéskan boxara að nafni Ivan Drago. Eftir mikinn ósigur sem endar á óhugnanlegan hátt, ákveður Rocky að slást við Drago á hans eigin heimavelli í Moskvu sósíalismans.

RÚV

Mama´s Boy

Gamanmyndin Mama‘s Boy segir frá hinum afar sérstaka, ósjálfstæða og 29 ára gamla Jeffrey Mannus (Jon Heder), en hann býr ennþá inni á móður sinni, Jan (Diane Keaton). Hann sér ekki nokkra ástæðu fyrir því að breyta þessu fyrirkomulagi, en hinu „ljúfa“ lífi Jeffreys er einn daginn ógnað þegar Jan hittir námskeiðshaldarann Mert (Jeff Daniels). Mert heillar Jan upp úr skónum og flytur heim til hennar, en það á Jeffrey erfitt með að sætta sig við. Jeffrey fær Noru (Anna Faris), efnilega söngkonu, til liðs við sig í baráttunni um að eiga áfram einn aðgang að móður sinni, en Nora ber hins vegar tilfinningar til Jeffrey sem hann veit ekki af. Eftir því sem stríðið á milli Mert og Jeffrey tekur svo á sig sífellt drastískari mynd, gerist nokkuð óvænt; sér til undrunar og skelfingar fer Jeffrey smám saman að kynnast því að vera fullorðinn…

Leikstjóri er Tim Hamilton og meðal leikenda eru Diane Keaton, Jon Heder, Jeff Daniels og Anna Faris.

W.

George W. Bush fyrrum forseti Bandaríkjanna er einn af umdeildustu stjórnmálamönnum síðari ára. Myndin segir frá lífi hans áður en hann varð forseti, og hefst á uppvaxtarárum hans í háskóla, þar sem hann hugsaði meira um félagslíf, kvenfólk og partístand fremur en námið sjálft, hvað þá einhvern pólitískan frama. Margt breytist þó í lífi hans þegar hann kynnist Lauru Bush. Þegar háskólanum slítur reynir hann við ýmsar vinnur, en tekst misvel upp, og virðist hann alltaf í öðru sæti í augum föður síns, George H.W. Bush, sem heldur meira upp á Jeb, bróður hans, enda þar á ferð reglusamur maður á uppleið í stjórnmálaheiminum. Fylgjumst við einnig með ótrúlegum uppákomum sem hann á að hafa lent í á lífsleiðinni, og er endanlegri vegferð hans í valdamesta sæti veraldarinnar blandað inn í söguna. Er reynt að svara því hvernig þetta partíljón varð að lokum að sjálfum forseta Bandaríkjanna.

Leikstjóri er Oliver Stone og meðal leikenda eru Josh Brolin, Toby Jones, Elizabeth Banks, Jeffrey Wright, Thandie Newton, Scott Glenn og Richard Dreyfuss.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

Stöð 2

Repo Men

Repo Men gerist í framtíðinni og gerist í heimi þar sem er búið að þróa mannkynið svo langt að hátæknifyrirtækið The Union selur og leigir gervilíffæri til að bæta heilsu fólks. Það er hins vegar dökk hlið á þessari þróun, þar sem fyrirtækið hikar ekki við að senda menn út af örkinni til að „endurheimta“ líffærin missi leigjandinn af afborgun á því. Einn af þessum mönnum er Remy (Jude Law), en hann er einn sá besti í bransanum. Einn daginn fær Remy hjartaáfall í vinnunni og vaknar eftir það með gervihjarta af nýjustu tegund, sem og himinháa skuld vegna þess. Þetta hefur þau áhrif að hann verður afhuga starfinu og fer brátt að hætta að sinna verkefnum sínum, en það þýðir að hann hættir fljótt að eiga fyrir afborgunum af hjartanu. Þá sendir fyrirtækið Jake (Forest Whitaker), harðskeyttasta útsendara sinn og fyrrum félaga Remy, á eftir honum til að endurheimta hjartað...

Leikstjóri er Miguel Sapochnik

Helstu leikarar eru Forest Whitaker og Jude Law.

Any Given Sunday

Raunsönn kvikmynd um lífið í ameríska fótboltanum, utan vallar sem innan. Tony D’Amato er gamalreyndur jaxl í þessum bransa. Hann þjálfar nú lið í Miami og leggur allt í sölurnar til að ná árangri. Sigurlíkurnar eru ekki miklar enda besti leikmaðurinn frá vegna meiðsla. En þrátt fyrir dökkt útlit er þjálfarinn ekki tilbúinn að leggja árar í bát.

Leikstjóri er Oliver Stone

Helstu leikarar eru Al Pacino, Cameron Diaz og James Woods

 Terminator Salvation

Eftir að Skynet hefur eytt öllu mannkyni lifa þó enn lítill hópur manna sem John Connor (Christian Bale) leiðir til að berjast gegn vélmennunum.

Helstu leikarar eru Christian Bale, Helena Bonham Carter og Sam Worthington

The Russell Girl

Áhrifamikil mynd um unga konu sem vitjar heimahaganna til að deila nýjum fréttum með fjölskyldunni en endar í staðinn á að þurfa að gera upp fortíðina.

Leikstjóri er Jeff Bleckner

Helstu leikarar eru Amber Tamblyn og Jennifer Ehle

 

 

Kósýkvöld í kvöld?

Það er komin föstudagur aftur. Þeir sem fara ekki út á lífið í kvöld, kúra væntanlega bara uppi í sófa og kveikja á sjónvarpinu, í þeirri von að þar sé boðið upp á góðar bíómyndir.

Hér að neðan er samantekt á þeim bíómyndum sem eru í boði á RÚV og Stöð 2, og stiklur úr öllum myndunum. Að vanda býður Skjár einn ekki upp á bíómyndir á föstudagskvöldum.

RÚV

The Rolling Stones – Crossfire Hurricane

Heimildamynd um rokkhljómsveitina The Rolling Stones og ævintýralegan feril hennar. Rætt er við núverandi hljómsveitarmeðlimi, þá Mick Jagger, Keith Richards, Charlie Watts og Ronnie Wood, fyrrverandi meðlimina Bill Wyman og Mick Taylor og sýnd fáséð viðtöl við Brian sáluga Jones. Auk þess eru sýndar upptökur frá tónleikum og gamlar fréttamyndir sem tengjast sögu hljómsveitarinnar. Höfundur myndarinnar er Brett Morgen en ensk heiti hennar, Crossfire Hurricane er sótt í texta lagsins Jumping Jack Flash.

In My Country

Langston Whitfield er blaðamaður á Washington Post. Ritstjórinn sendir hann til Suður-Afríku að fylgjast með yfirheyrslum Sannleiks- og sáttanefndarinnar. Þar er morðingjum og nauðgurum frá tíma aðskilnaðarstefnunnar boðið að stíga fram og biðjast afsökunar og segi þeir sannleikann undanbragðalaust og iðrist af heilum hug kann þeim að verða veitt sakaruppgjöf. Duga sáttaumleitanir til þess að sárin eftir aðskilnaðarstefnuna grói? Langston efast um það. Hann hefur uppi á De Jager ofursta, alræmdum pyntingahrotta lögreglunnar og reynir að skyggnast inn í huga skrímslisins en um leið verður hann að takast á við sín eigin sálarmein. Anna Malan er skáld sem fjallar um yfirheyrslurnar í útvarpi. Hún er hvítur Suður-Afríkubúi og frásagnir af grimmd og glæpum landa hennar fá mjög á hana.

Leikstjóri er John Boorman og meðal leikenda eru Juliette Binoche, Samuel L. Jackson og Brendan Gleeson.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

 

Stöð 2

Dodgeball: A True Underdog Story

Í myndinni er gert  stólpagrín að íþróttamyndum, allt frá Rocky til Karate Kid. Nýja æðið er skotbolti – íþrótt fyrir þá sem ekkert kunna í íþróttum. Vaughn og Stiller leika erkifjendur og samkeppnisaðila. Vaughn er hálfgerður tapari sem setur saman skotboltalið og mætir í æsilegri keppni íþróttafríkinni og kaupsýslumanninum sjálfumglaða White Goodman, með kostulegri útkomu

Leikstjóri: Rawson Marshall Thurber

Leikarar: Ben Stiller; Rip Torn; Vince Vaughn; Christine Taylor

Crank: High Voltage

Crank: High Voltage tekur upp þráðinn nákvæmlega þar sem atburðum fyrstu Crank-myndarinnar sleppti, eða þar sem Chev Chelios (Jason Statham) fellur í jörðina eftir himinhátt fall úr flugvél. Hann lifir af, en er rænt af kínversku glæpagengi. Þeir koma honum fyrir á skurðarborði til að ræna úr honum líffærunum, sérstaklega hinu gífurlega sterka hjarta hans. Skipta þeir því út fyrir rafmagnsknúið hjarta, en þegar hann kemur til meðvitundar þarf hann að hafa uppi á genginu (og hjartanu), en vegna hjartans þarf hann stöðugt að fá rafmagn í líkamann til halda sjálfum sér á lífi, og það er meira en að segja það, þegar maður er í hættulegum eltingaleik á sama tíma.

Leikstjóri: Mark Neveldine; Brian Taylor

Leikarar: Dwight Yoakam; Amy Smart; Jason Statham

Bönnuð innan 16.

Magnolia

Hér segir frá 8 mismunandi einstaklingum sem eiga mismikið sameiginlegt en vegir þeirra stangast á áður en langt um líður. Kvikmyndin Magnolia lýsir einum sólarhring í lífi nokkurra ólíkra einstaklinga í Los Angeles. Þeir eru allir að kljást við líf sitt og aðstæður í sundurlausum veruleika firringarinnar í hinu svonefnda postmodern-samfélagi. Hér raðast saman níu svipmyndir eða sögur af þessu fólki sem gengur misvel – eða illa að fóta sig í óreiðunni og smám saman sést hvernig það tengist innbyrðis í öllu sambandsleysinu. Myndin hefst á eins konar formála sem hefur að geyma þrjár stuttar sögur af furðulegum atvikum. Þær varpa fram spurningunni um hvort ótrúlegir atburðir hafi í raun gerst og þá hvort um tilviljun hafi verið að ræða eða ekki. Þeirri hugsun er síðan fylgt eftir í Magnoliu.

Einstaklingarnir sem Magnolia greinir frá tengjast í raun beint eða óbeint í gegnum sjónvarpsþátt sem kallast „What Do Kids Know?„. Þar er um að ræða spurningaleik milli barna og fullorðinna. Framleiðandi þáttanna er Earl Partridge en hann liggur fyrir dauðanum af völdum krabbameins. Hann þjáist einnig vegna framkomu sinnar gagnvart fyrri konu sinni og syni. Seinni kona Earls, Linda, er töluvert yngri en hann og hafði upphaflega gifst honum til fjár. Hún hafði haldið framhjá honum en á nú erfitt með að horfast í augu við dauða hans vegna þess að hún er farin að elska hann. Sá sem annast Earl á banalegunni er hjúkrunarfræðingur að nafni Phil Parma. Earl biður hann að koma sér í samband við son sinn, Frank T.J. Mackey, sem hann hafði hvorki séð né heyrt í mörg ár. Frank heldur námskeið og framleiðir myndbönd handa karlmönnum um það hvernig þeir geti komist yfir konur og gert þær sér undirgefnar. Stjórnandi spurningaleiksins „What Do Kids Know?“ til margra ára er Jimmy Gator. Hann er einnig að deyja úr krabbameini en er ekki eins langt leiddur og Earl. Samband hans við dóttur hans, Claudiu, er í molum og hún vill ekkert af honum vita vegna þess að hann hafði misnotað hana kynferðislega þegar hún var yngri. Claudia er eiturlyfjasjúklingur með ónýta sjálfsmynd og ræður engan veginn við líf sitt. Lögreglumaður að nafni Jim Kurring kemur í íbúð hennar vegna kvörtunar um hávaða frá nágrönnum og endar með því að bjóða henni út að borða. Hann er einlæglega trúaður og leitast við að framganga samkvæmt því. Tveir þátttakenda í „What Do Kids Know?“ koma einnig við sögu. Annars vegar Stanley Spector, ungur drengur sem er afburða gáfaður, en er fyrst og fremst notaður af föður sínum til að græða peninga með þátttökunni í spurningaleiknum. Hins vegar er það Donnie Smith sem hafði unnið í spurningaleiknum þrjátíu árum fyrr en foreldrar hans höfðu notað hann á svipaðan hátt og stolið af honum allri vinningsupphæðinni. Honum gengur illa að fóta sig í tilverunni og missir m.a. vinnuna. Allt er þetta fólk á einhvern hátt þjakað af aðstæðum sínum og fortíð og því gengur illa að fást við líf sitt og tilgang þess og samskipti við samferðafólk. Afleiðingarnar eru ýmist flótti frá raunveruleikanum eða örvænting og vonleysi.

Leikstjóri: Paul Thomas Anderson

Leikarar: Tom Cruise; William H. Macy; Julianne Moore; John C. Reilly

Bönnuð innan 12.

Rambo

First Blood, fyrsta myndin um John J. Rambo, segir frá því þegar hann kemur aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa barist og unnið miklar hetjudáðir í Víetnam. Er hann sæmdur heiðursorðu en fortíðin ásækir hann bæði í svefni og vöku. Hann ferðast til Hope í Washington-fylki til að heilsa upp á gamlan vin, en honum er vísað burt úr bænum af lögreglustjóranum William Teasel, sem tekst að móðga Rambo svo mikið að hann missir algerlega stjórn á sjálfum sér og er handtekinn. Hann flýr úr fangelsinu og leggur í framhaldinu á flótta undan laganna vörðum, með blóðugum afleiðingum…

Leikstjóri: Sylvester Stallone

Leikarar: Sylvester Stallone; Julie Benz; Matthew Marsden

Bönnuð innan 16.

Kósýkvöld í kvöld?

Stóru íslensku sjónvarpsstöðvarnar þrjár bjóða upp á fínt úrval af bíómyndum í kvöld, laugardagskvöldið 17. nóvember 2013. Allir sem ákveða á annað borð að taka því rólega heima í kvöld, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir myndir kvöldsins – athugið að hægt er að smella á heiti mynda til að fá meiri upplýsingar um þær, skoða stiklur ofl.

Skjár einn

Boyz n’ the Hood

Það er ekki tekið út með sældinni að alast upp í Compton í Los Angeles. Myndin fjallar um strákana í hverfinu sem flestir eiga eftir að komast í kast við lögin.

Aðalhlutverk eru í höndum Ice Cube og Cuba Gooding Jr.

Rocky III

Bandarísk kvikmynd frá árinu 1982. Rocky þarf nú að berjast við ungan mann sem hefur getið sér gott orð í hringnum. Ítalski folinn hefur notið mikillar velgengni en er sakaður af hinum unga hnefaleikakappa um að berjast eingöngu við auðvelda andstæðinga.


Aðalhlutverk eru í höndum Sylvester Stallone og Mr. T.

 

RÚV

Baráttan um brúðgumann ( The Romantics )

The Romantics segir frá sjö vinum sem tengdust sterkum böndum í háskóla en hafa síðan haldið hver í sína áttina. Nú sex árum síðar eru tveir vinanna, Lila og Tom að fara að gifta sig og ákveða að kalla vinahópinn saman að nýju í tilefni af því. Laura, Minnow, Jake, Tripler og Chip mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, en Laura á að vera brúðarmær Lilu. Það sem flækir málin þó töluvert er að Laura og Tom voru kærustupar í háskóla, og skildu að skiptum á nokkuð sársaukafullan hátt. Laura hefur aldrei komist almennilega yfir Tom og Tom virðist sjálfur nokkuð ringlaður þegar hann sér Lauru á ný. Þetta setur brúðkaupið að sjálfsögðu í algert uppnám og ljóst að einhver mun ganga særður frá borði.

Leikstjóri er Galt Niederhoffer og meðal leikenda eru Katie Holmes, Anna Paquin, Josh Duhamel, Candice Bergen og Elijah Wood.

Bandarískur bófaforingi ( American Gangster )

Bandarísk bíómynd frá 2007. Þegar einn af stærstu dópkóngum Manhattan geispar golunni grípur einkabílstjórinn hans, Frank Lucas (Denzel Washington), tækifærið og kemur sér í valdastöðu. Frank er harður í horn að taka og er farinn að stjórna eiturlyfjabransa borgarinnar áður en langt um líður. Þökk sé viðskiptaviti hans flæðir hreinna efni um göturnar á mun betra verði en áður. Richie Roberts (Russell Crowe) er lögreglumaðurinn sem tekur eftir því að göturnar hafa breyst og hann grunar að einhver nýr sé við stjórnvölinn í glæpabransanum. Hann er álíka harður í horn að taka og Frank, enda hafa þeir báðir einstaklega öguð vinnubrögð. Þeir standa hins vegar sitt hvorum megin við lögin sem þýðir að átök milli þeirra verða ekki flúin.

Leikstjóri er Ridley Scott og í helstu hlutverkum eru Denzel Washington, Russell Crowe, Chiwetel Ejiofor og Josh Brolin.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Stöð 2

Main Street

Main Street gerist í lítilli borg í Suðurríkjum Bandaríkjanna, Durham í Norður-Karólínu. Hefur samfélagið þar ávallt verið afar náið, þrátt fyrir að margt megi betur fara í bænum, en nú er svo komið að hnignun hefur tekið við og framtíðin er ekki alltof björt. Einn daginn mætir ókunnugur maður á svæðið og þegar hann sér hvernig ástandið í bænum er kynnir hann umdeilda áætlun til að koma bænum aftur til fyrri dýrðar, en ekki eru allir jafn hrifnir af áformum hans. Hann fær þó sínu fram og verða brátt allir íbúar bæjarins, allt frá tóbaksveldiserfingja sem má muna fífil sinn fegurri til lögreglumanns nokkurs, að finna sig að nýju og endurskilgreina öll sambönd sín. En munu þessi áform verða bænum til góðs?

Leikstjóri er John Doyle og helstu hlutverk leika Ellen Burstyn, Colin Firth og Orlando Bloom.

Unstoppable

Stjórnlaus flutningalest full af eituefnum þeytist eftir járnbrautarsporunum. Vélstjórinn Pits og yfirmaður hans eru í kapphlaupi við tímann. Þeir þurfa að elta lestina í annarri lest til að ná stjórn á henni áður en hún fer út af sporinu og veldur umhverfisspjöllum sem geta gereytt heilu bæjarfélagi.

Leikstjóri er Tony Scott og helstu leikarar eru Denzel Washington og Chris Pine.

Bönnuð innan 12.

Seven

Myndin fjallar um tvo lögreglumenn í morðdeild sem eru að elta raðmorðingja sem réttlætir morð sín þannig að þau séu aflausn fyrir heiminn sem hefur ekki gefið hinum sjö dauðasyndum nægan gaum, og leyft þeim að grassera í samfélaginu. Rannsóknin leiðir þá félaga frá einu misþyrmda líkinu til þess næsta, þar sem morðinginn skipuleggur hvert morð sem tákn fyrir hverja af dauðasyndunum sjö.

Leikstjóri er David Fincher og helstu leikarar eru Brad Pitt, Morgan Freeman, Kevin Spacey og Gwyneth Paltrow.

Bönnuð innan 16.

The Jackal

Rússneski mafíósinn Terek Murad hefur lýst yfir stríði við rússneska þjóðvarðliðið og alríkislögreglu Bandaríkjamanna, vegna morðsins á bróður hans í næturklúbbi í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Hann ræður „The Jackall“,eða Sjakalann, launmorðingja sem er háll sem átt, og óþverri í alla staði, til að taka af lífi forstjóra FBI alríkislögreglunnar, Donald Brown. Þegar bróðir Murad var drepinn í næturklúbbnum voru á staðnum, alríkislögreglufulltrúinn Carter Preston, og Valentina Koslova, yfirmaður í rússneska þjóðvarðliðinu. Nánast enginn hefur nokkru sinni séð Sjakalann, fyrir utan Declan Mulqueen, leyniskytta IRA sem nú situr í fangelsi. Þegar þau Preston og Koslova uppgötva að Brown sé orðinn skotmark, ráða þau Mulqueen, sem þó er tregur til, til að elta uppi Sjakalann, áður en honum tekst að ráða Brown af dögum.

Leikstjóri er Michael Canton-Jones og helstu leikarar eru Bruce Willis, Richard Gere og Sidney Poitier

Bönnuð innan 16.

The Contract

Spennutryllir með Óskarsverðlaunaleikaranum Morgan Freeman og John Cusack frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Bruce Beresford. Myndin fjallar um feðga sem fara í útivistarferð og verða vitni að árekstri þar sem verið er að flytja hættulegan fanga. Án þess að gefast tími til að hugsa málið til enda tekur faðirinn málið í sínar hendur þegar ljóst er að fangaverðirnir eru fallnir frá og ákveður að leiða fangann í hendur lögreglunnar.

Leikstjóri er Bruce Beresford og helstu leikarar eru John Cusack, Morgan Freeman og Jamie Anderson.

Bönnuð innan 16.

 

 

 

 

Kósýkvöld í kvöld?

Helgin er að koma og þá bjóða sjónvarpsstöðvarnar íslensku jafnan upp á skemmtilegar bíómyndir, fyrir þá sem vilja kúra heima uppi í sófa með popp og gos.

Hér að neðan er yfirlit yfir þær myndir sem verða í boði í kvöld hjá stóru sjónvarpsstöðvunum íslensku ( ath. engin bíómynd er á Skjá einum í kvöld ):

RÚV

Ást í ökuskóla ( Learners )

Bev er kúguð húsmóðir sem hefur fallið átta sinnum á bílprófi. Í ökunáminu hefur hún aðeins fengið tilsögn mannsins síns, Ians, sem er afskaplega óþolinmóður. Bev fær nóg af þessu og skráir sig í ökuskóla og þar verður hún skotin í kennaranum sínum.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Bresk gamanmynd frá 2007.

Leikstjóri er Francesca Joseph og meðal leikenda eru Jessica Hynes, Shaun Dingwall og David Tennant.

Hjartaknúsarinn ( The Heartbreak Kid )

Bandarísk gamanmynd frá 2007. Nýgiftur maður sem telur sig hafa náð í hina fullkomnu konu hittir aðra dís í brúðkaupsferðinni sinni.
Leikstjórar eru Bobby og Peter Farrelly og meðal leikenda eru Ben Stiller, Michelle Monaghan og Malin Akerman.

 

 

Stöð 2

Angel and the Bad Man

Endurgerð á samnefndum vestra frá 1947 og fjallar um Quirt Evand, sannkallað illmenni, sem særist í byssubardaga og er hjúkrað aftur til heilsu af kvekara konu. Þegar á líður lendir hann í vandræðum með að velja á milli gamla lífsins og hins nýja.

Leikstjóri: Terry Ingram

Helstu leikarar: Lou Diamond Phillips og Luke Perry

Bönnuð innan 12.

Pretty Persuasion

Ung stúlka sakar leiklistarkennara sinn um kynferðislega áreitni og þá fer af stað atburðarás sem enginn sá fyrir.

Leikstjóri: Marcos Siega

Helstu leikarar: Evan Rachel Wood, David Wagner og Brent Goldberg

Bönnuð innan 12.

Schindler´s List

Oskar Schindler er montinn og gráðugur þýskur viðskiptajöfur, sem gerist mannvinur mitt í ríki Nasista í Þýskalandi og ákveður að breyta verksmiðju sinni í flóttamannabúðir fyrir Gyðinga. Myndin er byggð á sannri sögu, en Oskar Schindler náði að bjarga 1.100 gyðingum frá því að verða sendir í Auschwithz fangabúðirnar þar sem gasklefinn beið þeirra.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Leikstjóri: Steven Spielberg

Helstu leikarar: Ben Kingsley; Liam Neeson; Ralph Fiennes

Bönnuð innan 12.

Kósýkvöld í kvöld?

Hvað á að gera í kvöld? Bíó, tónleikar, gönguferð? Eða á bara að hafa það kósý heima í stofu, eða uppi í rúmi, og horfa á gamla góða sjónvarpið?

Hér eru bíómyndirnar sem verða í boði í sjónvarpsstöðvunum íslensku í kvöld, laugardagskvöldið 10. nóvember 2012:

Skjár 1

Return to Me

Bandarísk kvikmynd frá árinu 2000 með Minnie Driver og David Duchovny í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um mann sem missir konu sína í hræðilegu bílslysi og hvernig hann kemur skipulagi á líf sitt á nýjan leik.

 

 

 

 

Rocky 2

Rocky Balboa telur sig loks vera kominn á beinu brautina þegar hann finnur skyndilega fyrir verulegum fjárskorti. Á sama tíma byrjar Apollo Creed að áreita hann í gegnum fjölmiðla og Rocky ákveður að taka slaginn við hann á nýjan leik.

 

Stöð 2

Nanny McPhee Returns

Nanny McPhee mætir nú á svæðið til að hjálpa ungri móður sem er að reyna að reka bóndabæ fjölskyldunnar á meðan eiginmaður hennar er í burtu úti á vígvellinum. Nanny McPhee grípur til töfrabragða sinna til að kenna börnum konunnar og tveimur öðrum óþekktarormum fimm nýjar reglur.

 

 

Righteous Kill

Tveir rannsóknarlögreglumenn vinna saman til að finna tengsl á milli morðs sem var nýlega framið og morðs sem þeir töldu sig hafa leyst fyrir löngu. Er fjöldamorðingi á sveimi, settu þeir rangan mann á bakvið lás og slá ?

 

 

 

Enid

Sjónvarpsmynd um barnabókahöfundinn rómaða Enid Blyton með Helenu Bonham Carter í hlutverki höfundarins.

 

 

 

 

The Game

Nicholas Van Orton er auðugur San Francisco bankamaður, en er algjör einfari, og eyðir meira að segja afmælisdeginum einn með sjálfum sér. Þegar hann á 48 ára afmæli, sem er sami aldur og faðir hans var á þegar hann framdi sjálfsmorð, snýr bróðir hans Conrad aftur, en hann hafði horfið af sjónarsviðinu fyrir löngu síðan, og farið í allskonar rugl. Hann gefur Nicholas afmæliskort sem veitir honum aðgang að óvenjulegri skemmtun sem svokölluð „Consumer Recreation Services (CRS)“, sér um. Nicholas er forvitinn og fer til CRS og allskonar skrýtnir og slæmir hlutir fara að gerast.

Bourne Ultimatum

The Bourne Ultimatum er þriðja myndin í seríunni sem hófst með The Bourne Identity. Að þessu sinni þarf Jason Bourne að halda áfram að flýja undan CIA og berst eltingarleikurinn víðsvegar um heiminn á meðan Bourne reynir að komast að fortíð sinni.

 

 

 

RÚV

E.T. the Extra-Terrestrial

Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni. Fljótlega verður ljóst að E.T. er ekki bara greind vera heldur góð líka. Hana langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa henni. Þeir lenda svo í ógöngum þegar yfirvöld komast á snoðir um veru geimverunnar hjá Elliot.

New York I Love You

New York, I Love You er annar kaflinn í Cities of Love seríu Emmanuels Benbihy. Myndin er samansafn af stuttmyndum sem eru allar um 10 mínútur að lengd. Myndin er svipuð fyrirrennara sínum “Paris, je t’aime” að því leiti að myndbrotin eiga það sameiginlegt að gerast í New York og fjalla um leitina að ástinni. Myndbrotin eru öll sjálfstæð þótt þau fléttist lauslega saman: vasaþjófur mætir jafnoka sínum, ung hasidísk kona á sviptir hulunni af sjálfri sér rétt fyrir brúðkaupsdaginn sinn, rithöfundur prufar pikköp línur, listamaður leitar að fyrirsætu, tónskáld neyðist til að lesa, tvær konur mynda tengsl, maður fer með barn í Central Park, elskendur hittast, par fer í göngutúr á afmæli sínu, gaur fer á skólaárshátíðina með stelpu í hjólastól og söngvari sem er sestur í helgan stein íhugar sjálfsvíg.

 

 

 

 

 

Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld. Ef stefnt er á bíóferð þá er fullt af góðum myndum í bíó. Gamanmyndir, spennumyndir, teiknimyndir og kínverskar myndir, svo eitthvað sé nefnt. En þeir sem vilja frekar kúra undir sæng og horfa á sjónvarpið, þá er hægt að kynna sér hér að neðan hvaða bíómyndir sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á í kvöld.

 

RÚV

Ghost Town

Aðalsöguhetjan er Bertram Pincus (Gervais), tannlæknir sem getur gert margt vel, en eitt af því sem hann kann alls ekki eru mannleg samskipti. Þegar hann er í ristilskoðun deyr hann skyndilega og er dáinn í alls sjö mínútur áður en það tekst að endurlífga hann, nánast fyrir kraftaverk. Eftir að Betram vaknar aftur til lífsins breytist margt á stuttum tíma hjá honum. Hann fer nefnilega að sjá drauga. Þessir draugar byrja brátt að fara verulega í taugarnar á Bertram og þá sér í lagi draugurinn Frank (Kinnear). Frank er stöðugt að angra Bertram vegna þess að hann er ósáttur við hvaða mann ekkja hans, Gwen (Leoni) er byrjuð að slá sér upp með. Frank nær á endanum að fá Bertram til að hjálpa sér að stía Gwen og kærastanum hennar í sundur, en eftir því sem Bertram á meiri samskipti við Gwen verður hann sífellt hrifnari af henni, sem boðar ekki gott í samskiptum hans við Frank…

Leikstjóri er David Koepp og meðal leikenda eru Ricky Gervais, Greg Kinnear og Téa Leoni.

The Black Dahlia

The Black Dahlia er að einhverjum hluta byggt á raunverulegum atburðum, en árið 1947 fannst lík B-mynda leikkonunnar Betty Ann Short, en henni hafði verið hrottalega misþyrmt og hún svo myrt. Málið var aldrei leyst, en í þessari mynd hefur verið fléttuð mögnuð atburðarás í kringum morðið þar sem kemur við sögu völd, ást og spilling í Hollywood á fimmta áratug síðustu aldar.

 

 

 

 

Stöð 2

Alvin og íkornarnir 2

Alvin og hinir íkornarnir eru mættir aftur í afar krúttlegri fjölskyldumynd. Í þetta sinn þurfa nýstirnin í íkornahljómsveitinni að berjast um sviðsljósið við tríó skipað þremur íkornastelpum.

 

 

 

Extraordinary Measures

Myndin er byggð á sönnum atburðum. Fraser leikur John Crowley, háttsettan mann hjá líftæknifyrirtæki og virðist eiga ekkert nema gott í vændum. Hann eignast tvö börn með stuttu millibili með eiginkonunni Aileen (Keri Russell). Hins vegar kemur fljótt í ljós að þau þjást bæði af afar sjaldgæfum sjúkdómi sem eyðileggur smám saman taugakerfi líkamans. Engin lyf eða meðferð er til við þessum sjúkdómi og eru Aileen og John miður sín, þangað til John ákveður að gera eitthvað í málunum. Hann hittir vísindamanninn Robert Stonehill (Harrison Ford), sem segist geta fundið lækningu ef hann fær til þess fjármagn, sem honum hefur ekki tekist til þessa. John ákveður að fjármagna Robert upp í topp, en leiðin til að bjarga dætrunum verður langt í frá fljótleg eða auðveld…

Leikstjóri er Tom Vauchan og helstu leikrar eru Brendan Fraser og Harrison Ford.

 Volcano

Stórslysamynd sem gerist í stórborginni Los Angeles. Yfirmaður Almannavarna þar á bæ kemst að því sér til mikillar skelfingar að undir borginni kraumar mikill hraunmassi sem er við það að brjótast fram og eldgos er yfirvofandi. Borgin fer öll á annan endann og íbúarnir reyna að bjarga sér með öllum tiltækum ráðum.

Leikstjóri er Mick Jackson og helstu leikarar eru Tommy Lee Jones, Anne Heche og Gaby Hoffman.

Bönnuð innan 12

Cold Heart

Kona uppgötvar að það að laðast að röngum manni getur haft banvænar afleiðingar. Linda lifir lífi sem virðist á yfirborðinu vera gott; hún rekur sitt eigið fyrirtæki með sóma og er hamingjusamlega gift Phil, sem er geðlæknir.
En einhver óánægja fer að læðast inn í líf Lindu og samband hennar við eiginmannin, og þegar Phil lætur Lindu ráða einn af sjúklingum hans sem aðstoðarmann þá fellur Linda í freistni í fyrsta sinn og sefur hjá aðstoðarmanninum, Sean. Daginn eftir gerir hún þau mistök að reyna að binda enda á sambandið, en Sean er ekki tilbúinn að láta hana frá sér, og brátt snýst aðdáun Sean á Lindu upp í sjúklega áráttu.

Bönnuð innan 16.

 

Death Becomes Her

Helen er rithöfundur og Madeline er leikkona. Þær hafa hatað hvora aðra í mörg ár. Madeline er gift Ernest, sem var eitt sinn kærasti Helen. Eftir að hún jafnar sig á taugaáfalli, þá heitir Helen því að hefna sín, með því að stela Ernest og drepa Madeline. Báðar hafa þær á leyni drukkið yngingarmeðal og komast að því fyrir tilviljun, þegar þær eru að reyna að drepa hvora aðra, að þær eru ódrepandi og lífið muni aldrei verða samt aftur.

Leikstjóri er Robert Zemeckis og helstu leikarar eru Goldie Hawn og Meryl Streep.

Skjár 1

Bandidas

Árið er 1848 og banki í New York vill leggja járnbraut í gegnum Mexíkó, þannig að hann kaupir upp litla banka í kringum Santa Rita, Durango, og ber út skulduga bændur sem búa á landinu þar sem járnbrautin á að liggja.
Skósveinn bankans er hinn morðóði Jackson. Hann lendir í veseni með tvær konur, María, hin harða en ómenntaða bóndadóttir, og Sara, dóttir eiganda eins bankans, menntuð í Evrópu.
Til að hjálpa fólkinu sem nú er landlaust, og til að leita hefnda, þá gerast María og Sara bankaræningar, í stíl við Hróa hött. En Jackson og byssumenn hans eru á hælunum á þeim.

Rocky

Rocky Balboa er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, en vinnur einnig sem handrukkari fyrir lúsarlaun. Þegar þungavigtarkappinn Apollo Creed heimsækir Fíladelfíu, þá vilja hans menn setja upp sýningarleik á milli Creed og einhvers boxara sem er að reyna að skapa sér nafn sem boxari, og kynna bardagann sem möguleika fyrir einhvern sem er algjörlega óþekktur, að verða þekktur á einni nóttu. Á pappírunum er Creed öruggur sigurvegari, en einhvern gleymdi að segja Rocky það, sem sjálfur lítur á þetta sem sitt stóra tækifæri í lífinu.

Kósýkvöld í kvöld?

Á að kúra uppi í sófa í kvöld, með popp og kók. Ef svo er, er ekki verra að vita hvaða bíómyndir stóru sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp í kvöld:

RÚV

Dansóður ( Footloose )

Bandarísk bíómynd frá 2011

Eftir að hafa komist í kast við lögin einum of oft er vandræðagemsinn Ren McCormack sendur til frændfólks síns í smábænum Bomont. Ren er borgarbarn í hjarta sér og lýst alls ekki á blikuna þegar hann mætir á svæðið en hlutirnir eru mun verri en hann bjóst við. Fimm árum áður höfðu nokkur ungmenni látist í bílslysi á leið frá dansleik sem haldinn var í bænum. Dauði þeirra skók íbúa Bomont sem tóku sig til, fyrir tilstilli prestsins Shaw, og bönnuðu bæði rokktónlist og dans á öllum samkomum innan bæjarins. Ren er dansari mikill og það kemur ekki til greina í hans huga að lifa án þess frelsis sem fylgir dansinum. Hann ákveður því ásamt nokkrum unglingum í bænum að freista þess að aflétta banninu, en í leiðinni myndast mikil togstreita á milli hans og margra fullorðinna í bænum. Ekki skánar það þegar Ren verður ástfanginn af hinni gullfallegu Ariel, dóttur prestsins sem stóð fyrir banninu á sínum tíma.

Leikstjóri er Craig Brewer og meðal leikenda eru Kenny Wormald, Julianne Hough og Dennis Quaid.

Banks yfirfulltrúi – Eftirleikur ( DCI Banks: Aftermath )

Bresk sakamálamynd.


Alan Banks lögreglufulltrúi rannsakar dularfullt mannshvarf og morð.
Meðal leikenda eru Stephen Tompkinson, Lorraine Burroughs, Samuel Roukin og Colin Tierney.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

 

Stöð 2

How to Loose Friends and Alienate People

Rómantísk gamanmynd um breskan rithöfund sem reynir sitt besta til að passa inn á ritstjórnarskrifstofu hjá afar vinsælu tímariti. Það gengur ekki sem skyldi.

Leikarar eru m.a. Simon Pegg, Kirsten Dunst og Megan Fox.

Bönnuð innan 12.

Ghost Town

Hrollvekja sem spannar tímabilið frá Villta vestrinu og fram til nútímans og fjallar um ótíndan glæpahóp sem gerir samning við djöfulinn um að verða ódauðlegir.

Leikstjóri er Todor Chapkanov og helstu leikarar eru Jessica Rose og Randy Wayne.

Bönnuð innan 16.

Candy

Áhrifamikil mynd með Heith Ledger í hlutverki ungs ljóðskálds sem á í ástarsambandi við unga konu, en samband þeirra litast af mikilli heróínneyslu þeirra beggja.

Leikstjóri er Neil Armfield og helstu leikarar eru Geoffrey Rush, Heath Ledger og Abbie Cornish.

Bönnuð innan 16

Valkyrie

Myndin fjallar um tilræði við Hitler árið 1944 og var hugmyndin að kenna SS um morðið og virkja herinn í yfirtöku á landinu og semja um frið við bandamenn. Planið gekk undir nafninu Valkyrie og var leitt af Claus von Stauffenberg sem fylgdi sinni eigin samvisku og var á móti Þýskalandi Hitlers og áleit að Hitler væri að stefna landinu í glötum sem og hann gerði.

Leikstjóri er Brian Singer og helstu leikarar eru Kenneth Branagh, Tom Cruise og Bill Nighy

Bönnuð innan 12.

Kósýkvöld í kvöld!

Laugardagskvöld framundan. Margir fara í bíó, aðrir taka vídeó en svo eru alltaf einhverjir sem hafa bara kósý heima.

Hér eru myndir kvöldsins í sjónvarpinu:

RÚV

Djöflaeyjan

Bíómynd eftir Friðrik Þór Friðriksson frá 1996 byggð á sögu Einars Kárasonar um skrautlegar persónur í braggahverfi í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.

Meðal leikenda eru Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sveinn Geirsson, Sigurveig Jónsdóttir og Pálína Jónsdóttir.

Djöflaeyjan er byggð á metsölubókum Einars Kárasonar ( Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan) og segir frá sorgum og sigrum stórfjölskyldu Karólínu spákonu. Amerísk áhrif tröllríða öllu; bílar, áfengi og rock’n roll er það eina sem kemst að hjá Badda, augasteini Karólínu spákonu og elsta barnabarni, og félögum hans, meðan Danni bróðir hans fylgist með herlegheitunum úr fjarlægð. Djöflaeyjan, sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi á árunum eftir seinna stríð, er saga um fjölskylduátök, vináttu, lífsbaráttuna, ástina og sorgina. Myndin er fyndin og jafnframt hádramatísk saga fjölskyldu sem reynir að halda velli í hörðum heimi.

All Good Things – Endurskoðun málsins

Leikstjóri er Andrew Jarecki og meðal leikenda eru Ryan Gosling og Kristen Dunst.

Myndin gerist á níunda áratugnum og hefst í New York-borg þar sem David Marks (Gosling) fellur fyrir hinni fögru Katie McCarthy (Dunst), háskólanema í borginni. David er sonur áhrifamikils fasteignarisa, Sanford Marks (Langella), en hann og Katie ákveða að flýja pressuna sem fylgir lífi Davids í borginni og flytja í sveitasæluna í Vermont-fylki, þar sem þau ætla að njóta lífsins. Sú sæla endist þó ekki lengi, því Sanford nær að draga þau aftur til borgarinnar, þar sem Katie hefur læknanám á meðan hún reynir að komast til botns í því af hverju David sé skyndilega orðinn svona skapstyggur og afhuga því að eignast börn. Þessar skapsveiflur Davids aukast svo mikið að Katie fer að óttast um öryggi sitt, en eftir því sem hún grefur dýpra í fortíð fjölskyldunnar setur hún sig í meiri hættu.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

 

Spanglish – Spenska

Spenska (Spanglish) er bandarísk gamanmynd frá 2004.
Leikstjóri er James L. Brooks og meðal leikenda eru Adam Sandler, Téa Leoni og Paz Vega.
John Clasky er þekktur matreiðslumeistari og dyggur fjölskyldufaðir. Hann hefur efnast vel og getur veitt fjölskyldu sinni ýmsan munað, meðal annars sumarhús á Malibu-strönd og ráðið þangað glæsilega húshjálp frá Mexíkó sem heitir Flor. Þær Cristina dóttir hennar eru nýfluttar til Los Angeles í leit að betra lífi en þegar þær flytjast inn til Clasky-fjölskyldunnar kemst Flor að því að lífið í nýja landinu getur verið stórhættulegt.

Stöð 2

Monte Carlo

Rómantísk gamanmynd um ferðalag þriggja vinkvenna til Parísar tekur heldur betur óvænta stefnu þegar ein þeirra er óvart talin vera af tignum ættum.

Ung kona, stíf stjúpsystir hennar, og besta vinkona hennar, eyða sparifé sínu í draumaferð til Parísar. Sú ferð reynist hin mestu vonbrigði. Þegar þau ákveða að taka sér frí frá skipulagðri dagskrá í París, og skella sér inn í lobbí á lúxushóteli í borginni, þá er ein þeirra tekin í misgripum fyrir ríkan og ofdekraðan erfingja. Áður en þær geta leiðrétt misskilninginn þá eru þær komnar af stað í nýtt ævintýri í Monte Carlo.

 

Appalosa

Myndin segir frá lögreglumanninum Virgil Cole (Harris) og aðstoðarmanni hans, Everett Hitch (Mortensen), sem flakka milli bæja í vesturríkjum Bandaríkjanna á tímum villta vestursins upp úr 1880 til að koma á lögum og reglu. Þeir eru auk þess góðir vinir og ná vel saman. Þeir fá það verkefni að koma á reglu í bænum Appaloosa og losa hann undan ógnarstjórn morðóðs búgarðeiganda, Randall Bragg (Jeremy Irons), sem heldur bænum og íbúum hans í heljargreipum. Verkefni þeirra er þó truflað úr óvæntri átt þegar fögur ekkja, Allie French, (Zellweger) mætir í bæinn og kynnist þeim Virgil og Everett. Fer hún brátt að fá meiri athygli frá tvíeykinu en verkefnið sem fyrir þeim liggur í bænum. Bragg er heldur ekkert lamb að leika sér við og er hann ekki lengi að nýta sér þennan nýfundna veikleika þeirra Everetts og Virgil. Auk þess reynir koma hennar og hörð andspyrna Bragg allverulega á vináttu fóstbræðranna, sem boðar ekki gott fyrir framtíð hins óreiðukennda bæjar.

 

Bönnuð innnan 12.

Field of Dreams

Bóndi í Iowa telur sig hafa fengið skilaboð um að breyta kornakrinum sínum í hafnaboltavöll. Fjölskylda hans og vinir halda að hann sé genginn af göflunum en brátt kemur í ljós að allt í lífinu hefur sinn tilgang, sama hversu ótrúlegt það virðist í fyrstu.

Öllum leyfð

 

Austin Powers the Spy who Shagged Me

Ofurnjósnarinn Austin Powers er mættur aftur á svæðið. Dr. Evil ferðast með tímavél til ársins 1969 og hyggst stöðva Austin Powers í eitt skipti fyrir öll með því að stela kynorku hans. Austin þarf að fara aftur í tímann til að endurheimta kynorkuna og nýtur dyggrar aðstoðar kynbombunnar Felicity Shagwell. Það má heldur ekki gleyma að minnast á smávaxna eftirgerð Dr. Evils, Mini-Me, og hinn magnaða Skota, Fat Bastard, sem setja svip sinn á myndina.

Murder By Numbers

Hörkuspennandi sálfræðitryllir sem maður gleymir ekki í bráð. Lögreglukonan Cassie Mayweather og félagi hennar, Sam Kennedy, eru kölluð til þegar ung stúlka er myrt. Cassie er ýmsu vön en atburðir úr fortíðinni gera henni erfitt fyrir við rannsókn málsins. Grunur beinist að tveimur námsmönnum sem koma frá góðum heimilum. Hér er ekki allt sem sýnist en sannleikurinn getur verið lyginni líkastur.

Skjár 1

Undercover Blues

Mnd um alríkislögreglumenn sem leysa dularfullt glæpamál. Aðalhlutverk eru í höndum Dennis Quaid og Kathleen Turner.

Teen Wolf

Mynd um strák sem eitt kvöld er bitinn af úlfi og breytist í kjölfarið í varúlf.

Aðalhlutverk Michael J. Fox.

 

 

 

 

 

Kósýkvöld í kvöld

Loksins er kominn föstudagur, sem þýðir bara eitt: Það er kósýkvöld í kvöld.

Tvær af þremur stóru sjónvarpsstöðvanna eru með bíómyndir á dagskrá kvöldsins; RÚV og Stöð 2.

Hér eru myndir kvöldsins:

RÚV

District 9

Bíómyndin Hverfi níu (District 9) er frá 2009.

Risastórt geimskip á leið sinni um himingeiminn staldrar við yfir Suður-Afríku. Leiðangur nokkur fer og kannar málið og finnur þar fullt af veikum, vannærðum skepnum sem virðast hafa lent óvart á jörðinni. Þessar geimverur eru fluttar yfir í sérstakt aflokað hverfi sem hlýtur viðurnefnið District 9. Menn reynast hins vegar ekki vera gestrisnari en svo að að nýja heimilið breytist skjótt í útrýmingarbúðir. Hlutirnir fara síðan á verri veg þegar ákveðið er að færa verurnar á annan, mun afmarkaðri stað. Um leið og sú aðgerð fer í gang, hefst martröðin fyrir alvöru.

Bönnuð innan 16.

Leikstjórar eru Neill Blomkamp og Peter Robert Gerber og meðal leikenda eru Sharlto Copley og Jason Cope.

 

Lewis: The gift of Promis – Fögur fyrirheit

Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál.

Andrea de Ritter, stofnandi samtaka sem styrkja hæfileikarík börn, er myrt á heimili sínu og hafði skömmu áður afhent Zoe Suskin, 15 ára nemanda við Oxford-háskóla styrk. Lewis og Hathaway fara á stúfana og rannsaka málið en fleiri eiga eftir að deyja áður en þeir komast að því hvernig í pottinn er búið.

Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front.
Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

 

Stöð 2

Halloween

Íbúar í rólega smábænum Haddonfield vita það ekki ennþá …. en dauðinn er á leiðinni í bæinn. Fyrir sextán árum myrti tíu ára drengur, Michael Myers, stjúpföður sinn með hryllilegum hætti, eldri systur sína og kærasta hennar.
Nú eru liðin 16 ár frá þessum atburðum og Myers sleppur úr geðsjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið, og stefnir rakleiðis til heimabæjar síns, ákveðinn í að halda uppteknum hætti og myrða bæjarbúa, en einkum er honum uppsigað við lækninn Dr. Sam Loomis sem er læknir Myers, og sá eini sem veit hve illur Myers raunverulega er.
Á einum stað í bænum er feimin unglingsstúlka að nafni Laurie Strode að passa börn sama kvöld og Michael kemur í bæinn…er það hrein tilviljun Myers er á eftir henni og vinum hennar?

Leikstjóri: Rob Zombie

Leikarar: Malcolm McDowell; Scout Taylor-Compton; Tyler Mane

Bönnuð innan 16.

 

Species – The Awakening

Vísindamaðurinn Dr. fer með frænku sína Miröndu til Mexíkó til að reyna að snúa við áhrifum geimveru DNA litningsins sem hann notaði til að búa hana til.
Meðferðin fer öll úrskeiðis með hryllilegum afleiðingum, og Miranda gerist morðóð og drepur mann og annan, í leit sinni að maka.

Leikstjóri: Nick Lyon

Leikarar: Edy Arellano; Marco Bacuzzi; Jan Bouda

Bönnuð innnan 12.

Swordfish

Spennumynd um Gabriel Shear sem er einn slyngasti njósnari í heimi. Hann var á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni en er nú eigin herra. Gabriel situr ekki auðum höndum en næsta verkefni hans er ólíkt öllum öðrum. Aldrei fyrr hafa jafnmiklir fjármunir komið við sögu og því má ekkert fara úrskeiðis.

Leikstjóri: Dominic Sena

Leikarar: John Travolta; Hugh Jackman; Halle Berry

Bönnuð innan 16.

 

The Mask

Stanley Ipkiss er bankastarfsmaður, og er alveg sérstakt góðmenni sem vill engum illt. Hann er eiginlega of góður, og góðmennska hans veldur því að hann verður oft undir í samskiptum við aðra. Eftir einn versta dags lífs síns, þá finnur hann grímu sem svipar til andlits hins svikula Loka sonar Óðins úr norrænu goðsögunum. Hann prófar að setja á sig grímuna og samstundis breytist hann í þá persónu sem hann hefur að geyma innra með sér; teiknimyndalegan, rómantískan og ofurhressan mann. Smákrimmaforinginn Dorian Tyrel kemst að því í gegnum fjölmiðla að þessi fígúra, The Mask, er komin á kreik. Þegar „Gríman“, þ.e. alter – ego Ipkiss, verður óbeint valdur að dauða vinar Tyrels, þá vill Tyrel finna Ipkiss í fjöru.

Leikstjórn: Chuck Russel.

Aðalleikarar: Jim Carrey og Cameron Diaz.

Kósýkvöld í kvöld

Það er laugardagskvöld. Sumir fara bíó aðrir taka vídeó eða VOD  en hinir láta sér nægja að horfa á bíómyndirnar sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á.

Hér eru bíómyndir kvöldsins:

Stöð 2

You Again

Bróðir Marni er búinn að kynnast konu sem hann er yfir sig ástfanginn af og ætlar að giftast sem allra fyrst. Gleði Marni yfir gæfu bróður síns snýst fljótt upp í andstæðu sína þegar hún sér konuna; fyrrum erkióvin sinn úr menntaskóla, Joönnu sem gerði henni lífið leitt á hverjum degi. Hún einsetur sér því að koma bróður sínum í skilning um raunverulegt eðli unnustunnar, og hikar ekki við að beita öllum mögulegum ráðum. Svo flækjast málin enn frekar þegar móðir systkinanna, Gail kemst að því að Ramona, eldri frænka Joönnu, er erkióvinur hennar frá þeim tíma þegar hún sjálf var í menntaskóla…

Death Becomes Her

Gamanmynd með Meryl Streep, Bruce Willis og Goldie Hawn.
Helen er rithöfundur og Madeline er leikkona. Þær hafa hatað hvora aðra í mörg ár. Madeline er gift Ernest, sem var eitt sinn kærasti Helen. Eftir að hún jafnar sig á taugaáfalli, þá heitir Helen því að hefna sín, með því að stela Ernest og drepa Madeline. Báðar hafa þær á leyni drukkið yngingarmeðal og komast að því fyrir tilviljun, þegar þær eru að reyna að drepa hvora aðra, að þær eru ódrepandi og lífið muni aldrei verða samt aftur.

The Girl and the Gambler

Vestri með Dean Cain og James Tupper.

Shea McCall er tungulipur og vel klæddur bragðarefur upp úr 1860. Hann eignast hálfan búgarð fyrir utan smábæ. En heppni hans er á sama tíma ólán byssumannsins B.J. Stoker, sem á hinn helming búgarðsins, en hann er hálfpartinn farinn á eftirlaun.
Stoker hugsar ekki hlýtt til nýja mannsins, og enn síður þegar hann fer að heilla starfsmenn búgarðsins upp úr skónum. Stoker fer síðan að klæja enn meira í gikkfingurinn þegar McCall gerir sig líklegan til að heilla fallegu ekkjuna á næsta bæ, Liz Calhoun.
En svo gerist það að mexíkóskir ribbaldar gera árás á þá í þeim tilgangi að leggja undir sig landið þeirra, og þá sameinast þeir í baráttunni við þessa nýju óvini.

Get him to the Greek

Aaron Green er metnaðarfullur dugnaðarforkur sem kemst í starfsþjálfun hjá útgáfufyrirtæki. Hann fær tækifæri til að sanna sig þegar hann er sendur til London til að fylgja rokkgoðinu Aldous Snow til LA þar sem hann á að spila í The Greek Theatre og hefja þar með milljóna dollara tónleikaferð sem plötuútgáfan reiðir sig á. Verkefnið reynist ekki eins auðvelt og Jonah hélt í fyrstu, það varaði hann enginn við því að snúa aldrei bakinu í Aldous Snow…og hann hefur einungis tvo daga til stefnu.

Skjár einn

History of the world part 1

Saga mannkyns, allt frá upphafi tíma til fjarlægrar framtíðar, er hér kortlögð, oft á fáránlegan hátt. Myndin sýnir okkur hvað raunverulega gerðist í síðustu kvöldmáltíðinni, hver er sannleikurinn á bakvið rómversku keisarana, hverjar voru hinar raunverulega kringumstæður þegar franska byltingin átti sér stað og í hvernig skóm rannsakendur við spænska rannsóknarréttinn voru.

 

Creation

Mynd um merkismanninn Charles Darwin og vinnu hans við eitt merkasta rit mannkynssögunnar, Uppruna tegundanna. Þegar Darwin kemur fram með hugmyndir sínar um tengsl manna og apa falla þær illa í kramið hjá kirkjunnar mönnum og ekki síður hjá hinni strangtrúuðu eiginkonu hans, sem kann illa við að Darwin skuli vera að grafa undan kennisetningu kirkjunnar.

RÚV.

Baby Mama

Framakonan Kate Holbrook hefur lengi tekið starfið fram yfir einkalífið og er einhleyp. En nú er hún orðin 37 ára og vill eignast barn. Þá fær hún að vita að næstum engar líkur eru á því að hún geti orðið ófrísk en hún deyr ekki ráðalaus og ræður verkakonu til að ganga með barnið fyrir sig. Svo fer hún að búa sig undir móðurhlutverkið en dag einn dúkkar staðgöngumóðirin upp og flyst inn til hennar og þá mætast stálin stinn.

Man About Town – Andstreymi úr öllum áttum.

Umboðsmaður í Hollywood lendir í hremmingum. Hann kemst að því að konan hans heldur fram hjá honum og svo stelur blaðamaður dagbókinni hans og hótar að fletta ofan af honum. Bandarísk bíómynd frá 2006. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

Borowski og fjórði maðurinn – Tatort: Borowski und der 4. Mann

Í þessari þýsku sakamálamynd fæst Klaus Borowski, lögreglufulltrúi í Kiel, við snúið mál eftir að mannsfótur finnst í dýragildru í nágrenni borgarinnar. Í fyrstu grunar Borowski að herskáir dýraverndarsinnar beri ábyrgð á ódæðinu vegna þess að á svæðinu höfðu verið skipulagðar ólöglegar bjarnaveiðar. En svo finnast fleiri líkamshlutar…

 

 

 

Kósýkvöld í kvöld

Það hugsa sér eflaust margir gott til glóðarinnar í kvöld, föstudagskvöld, að hreiðra um sig fyrir framan skjáinn með poppskálina í annarri hönd og fjarstýringuna í hinni, og njóta bíómyndanna sem í boði verða í sjónvarpinu.

Hér er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins:

Stöð 2

The Goonies

Mikey Walsh og Brandon Walsh eru bræður. Fjölskylda þeirra er að undirbúa flutning af því að verktakar vilja byggja golfvöll í nágrenninu, nema nægu fé sé safnað til að stöðva byggingu golfvallarins, og það eru ekki miklar líkur á að það gerist.
En þegar Mikey rekst á fjársjóðskort af tilviljun af hinum fræga fjársjóði Eineygða Villa, þá fara þeir Mikey, Brandon, og vinir þeirra Lawrence „Chunk“ Cohen, Clark „Mouth“ Devereaux, Andrea „Andy“ Carmichael, Stefanie „Stef“ Steinbrenner, og Richard „Data“ Wang, í fjársjóðsleit og kalla sig The Goonies, allt í þeim tilgangi að bjarga hverfinu.
Fjársjóðurinn er í helli, en inngangurinn að hellinum er undir húsi hins illa þjófs Mama Fratelli og sona hennar Jake Fratelli, Francis Fratelli og hins vanskapaða Lotney „Sloth“ Fratelli. Sloth vingast hins vegar við the Goonies og ákveður að hjálpa þeim.

Surfer dude

Surfer, Dude er gamanmynd með Matthew McConaughey í aðalhlutverki og segir frá Steve Addington, sem er allt það sem brimbrettagaurar standa fyrir. Hann er svalur, afslappaður, ber að ofan, berfættur og skakkur megnið af tímanum. Hann lifir á tekjum fyrir að auglýsa brimbretti og brimbrettaklæðnað. Honum gengur reyndar svo vel í því starfi að viðskiptajöfurinn og fyrrum brimbrettagaurinn Eddie Zarno hefur keypt samninginn hans og vill að Steve láti taka upp brettahreyfingar sínar til að nota í tölvuleik. Steve vill hins vegar bara njóta brimsins í friði frá hasarnum, en svo vill til að á sama tíma og Eddie byrjar að þrábiðja Steve um þennan greiða hverfur brimið vegna of rólegs veðurs. Margir dagar líða, en aldrei kemur brimið sem Steve þráir mest af öllu. Auk þess magnast krísa Steves þegar hann kynnist hinni fögru Danni, fyrrum aðstoðarmanni Eddies, og verður umsvifalaust ástfanginn.

 The Walker

Carter Page III á sér sérstakan sess í Washington: hann er samkynhneygður sonur og barnabarn áhrifaríkra manna þar í borg, hann er með sambönd, hann er kurteis, og ógnar engum, þannig að hann er æskulegur fylgdarfélagi þegar eiginkona einhvers vill ekki fara með eiginmanni sínum á einhverja opinbera samkomu.
Þegar leynilegur elskhugi einnar af vinkonum hans er myrtur, þá biður hún Carter að vera staðgengill sinn, sem kemur honum strax í mikinn vanda gagnvart lögreglunni og metnaðarfullum saksóknara.
Með hjálp elskhuga síns Emek, þá byrjar Carter sjálfur að rannsaka málið.

 Year One

Gamanmynd um forfeður okkar með Jack Black og Michael Cera í aðalhlutverkum. Þegar tveir húðlatir steinaldarveiðimenn, Zed (Jack Black) og Oh (Michael Cera), eru bannfærðir úr þorpinu sínu enda þeir á ferðalagi um ævaforna heima.

Couples retreat

Myndin segir frá fjórum pörum sem hafa þekkst í dágóðan tíma. Þau ákveða að fara saman í frí til eyjunnar Bora Bora. Gististaðurinn á eyjunni býður upp á sérstaka parameðferð sem gengur út á að betrumbæta hjónabönd. Þrjú af pörunum eru þó aðallega að fara til eyjunnar til að skemmta sér og njóta lífsins, en eitt parið er komið þangað til að bjarga hjónabandi sínu. Fljótlega sjá áttmenningarnir að parameðferðin er engin paradís og ferðin breytist í eitthvað allt annað en áætlað var.

RÚV

Af annarri stjörnu -Nicht von diesem Stern

Arnold smíðar sér flugvél og ætlar út í geiminn til pabba síns sem hvarf 20 árum áður en er lagður inn á geðdeild.

Endurómur úr fortíðinni – 4 garçons dans la nuit

Frönsk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á sögu eftir metsöluhöfundinn Val McDermid. Fimmtán árum eftir morðið á unglingsstúlkunni Rose er einn fjögurra vina sem fundu líkið myrtur. Var sami morðingi að verki eða var það ótengt hefndarmorð? Hina þrjá grunar að sami morðingi hafi myrt þau bæði en ef svo er, af hverju beið hann þá svona lengi? Við dauða Sébastiens rifjast þessi voðalega nótt upp fyrir prentaranum Alex, prestinum Thomasi og háskólakennaranum David. Við yfirheyrslur lögreglunnar kvikna ýmsar efasemdir og þá grunar jafnvel að morðinginn sé einn af þeim.

Leikstjóri er Edwin Baily og meðal leikenda eru Julien Baumgartner, Dimitri Storoge, Pascal Cervo, Antoine Hamel, Jean-Pierre Malo, Jean-Pierre Lorit og Sara Mortensen.

Vacancy – vegahótelið

Vegahótelið (Vacancy) er bandarísk hryllingsmynd frá 2007. Ung hjón, David og Amy Fox, leita skjóls á gistihúsi á afskekktum stað eftir að bíll þeirra bilar. Þau ætla að stytta sér stundir við að horfa á sjónvarp en eitt er einkennilegt við soramyndirnar sem þar eru í boði; þær virðast allar vera teknar upp í herberginu þeirra. Þau finna svo faldar myndavélar í herberginu og átta sig á því að takist þeim ekki að flýja verða þau næstu fórnarlömb hryllingsmyndahöfundarins.