Hardy orðaður við hlutverk Elton John

Tom Hardy hefur verið orðaður við hlutverk söngvarans Elton John í myndinni Rocketman sem verður byggð á skrautlegri ævi hans. Þetta verður fyrsta kvikmyndin sem Michael Gracey leikstýrir og samkvæmt Hitfix vill hann fá Hardy í aðalhlutverkið. Orðrómur hafði verið uppi um að popparinn Justin Timberlake myndi leika tónlistarmanninn knáa. Flestir hefðu ekki veðjað á […]

Rapace á flótta undan glæpaforingja

Noomi Rapace hefur tekið að sér annað aðalhlutverkanna í dramatíska tryllinum Alive Alone. Matthias Schoenaerts er talinn líklegastur til að hreppa hitt aðalhlutverkið. Þetta verður fyrsta kvikmynd leikstjórans Khurram Longi. Alive Alone fjallar um konu á flótta undan glæpaforingja. Á flóttanum kynnist hún manni sem var í haldi í Guantanamo-fangelsinu. Tökur hefjast í janúar í […]

Hardy og Rapace verða Sovétmenn

Um daginn sögðum við frá því að þau Noomi Rapace úr Karlar sem hata konur og Tom Hardy úr The Dark Knight Rises, myndu leika saman í glæpadramanu Animal Rescue í leikstjórn Michael R. Roskam, sem byggð er á smásögu Dennis Lehane. Sú mynd mun byrja í tökum nú í mars nk. Þau tvö geta […]

Mad Max bílar í eyðimörkinni – nýtt myndband

Hin sígilda Mad Max frá árinu 1979 átti sinn þátt í að koma ástralskri kvikmyndagerð á kortið, en í kjölfar fyrstu myndarinnar fylgdu tvær framhaldsmyndir; The Road Warrior og Mad Max: Beyond Thunderdome. Nú standa yfir tökur á fjórðu myndinni, Mad Max: Fury Road, en við birtum fyrstu ljósmyndina úr myndinni hér á síðunni í […]

Tom Hardy er Mad Max – Fyrsta mynd!

Fyrsta myndin hefur nú birst af breska leikaranum Tom Hardy ( Lawless, The Dark Knight Rises ) í hlutverki Mad Max Rockatansky í myndinni Mad Max: Fury Road, en það var Ain´t It Cool vefsíðan sem birti myndina fyrst, sem og staðfestingu frá Warner Bros um að þetta væri raunverulega mynd af Hardy í hlutverkinu. […]

Byltingarkennda epík Christophers Nolan

Eða svo segir leikstjórinn. Aðstandendur The Dark Knight Rises eru alls ekki að spara hátíðarhöldin fram að frumsýningu myndarinnar, en í tvo mánuði hefur varla liðið vika án þess að girnileg uppfærsla komi frá myndinni. Nú þegar vitum við að þetta verður lengsta Batman-myndin til þessa og nú vill sjálfur leikstjórinn Christopher Nolan halda því fram […]

LaBeouf og Hardy brugga landa

Lawless, nýjasta mynd Ástralska leikstjórans John Hillcoat var að fá nýja stiklu. Myndin gerist á bannárunum í Virginiafylki, og fjallar um þrjá bræður sem drýgja tekjur sýnar með því að selja landa. Í hlutverkum bræðranna eru Tom Hardy, Shia LaBeouf og Jason Clarke. Auk þeirra fer Gary Oldman með hlutverk mafíósans sem þeir skipta við, […]

Dark Knight Rises stiklan lofar góðu

Loksins loksins! Fyrsta almennilega stiklan fyrir The Dark Knight Rises hefur litið dagsins ljós fyrir okkur sem ekki höfðu aðgang að Bandarískum bíóhúsum um helgina, en stiklan er vægast sagt stórbrotin. Hægt er að sjá helstu stjörnur myndarinnar í hlutverkum sínum og má þar nefna Christian Bale og Michael Caine, Tom Hardy sem hinn ógurlegi […]

Brýtur Bane blökuna?

Nýjasta plakatið fyrir The Dark Knight Rises var birt í dag og hefur farið eins og eldur um sinu á þeim stutta tíma, enda feikilega flott plakat á alla vegu. Spennan fyrir The Dark Knight Rises er að aukast þessa daganna en fyrstu brotin úr myndinni voru heimsfrumsýnd nú á dögunum í Hollywood í völdum […]

Hardy gæti orðið Al Capone

Breski kvikmyndaleikarinn Tom Hardy er núna upptekinn við að gera Christian Bale, eða Batman, lífið leitt, sem Bane í The Dark Knight Rises, en vinna við þá mynd stendur nú yfir. Á sama tíma er hann að leggja línurnar fyrir næstu verkefni. Samkvæmt Empire kvikmyndaritinu þá er mögulegt að hann taki að sér hlutverk í […]

Fyrsta plakat fyrir The Dark Knight Rises

Nú styttist óðum í að þriðja og síðasta Batman mynd Christopher Nolan lítur dagsins ljós. Nú rétt í þessu lenti fyrsta plakatið úr myndinni á netinu, og ég ætla að gera ráð fyrir að enginn lesi þennan texta heldur sýni plakatinu óskipta athygli. Skiljanlega. The Dark Knight Rises skartar þeim Christian Bale, Gary Oldman, Michael […]

Fyrsta plakat fyrir The Dark Knight Rises

Nú styttist óðum í að þriðja og síðasta Batman mynd Christopher Nolan lítur dagsins ljós. Nú rétt í þessu lenti fyrsta plakatið úr myndinni á netinu, og ég ætla að gera ráð fyrir að enginn lesi þennan texta heldur sýni plakatinu óskipta athygli. Skiljanlega. The Dark Knight Rises skartar þeim Christian Bale, Gary Oldman, Michael […]

Fyrsta skotið af Tom Hardy sem Bane!

Nú geta aðdáendur Leðurblökumannsins virkilega farið að verða spenntir fyrir The Dark Knight Rises, en rétt í þessu var gefin út fyrsta myndin af Bane. Eins og flestir vita er Bane, skúrkurinn í þessari þriðju Batman mynd Christopher Nolans, leikinn af Tom Hardy, og er ansi vígalegur á meðfylgjandi myndinni. Með önnur hlutverk fara að […]

Gary Oldman talar um Batman-handritið

Stórleikarinn Gary Oldman býr sig nú undir að leika lögreglustjórann James Gordon í þriðja sinn í The Dark Knight Rises. Nýlega lauk vinnu við handritið, eftir Jonathan Nolan, og í viðtali við útvarpsstöðina AbsoluteRadio lýsti Oldman örygginu sem umkringir handritið. „Ef þú vilt komast inn á skrifstofuna er tekið á móti þér í anddyrinu, þar […]

Tom Hardy talar um Inception 2

Leikarinn Tom Hardy, sem fer með hlutverk Bane í hinni væntanlegur The Dark Knight Rises, var nýlega spurður hvort stefnt væri að því að gera framhald að hinni geysivinsælu Inception. Hardy svaraði að leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, hefði ekkert minnst á það en að allir leikararnir væru með ákvæði um að birtast í framhaldsmynd að […]

Batman orðrómur dagsins! Marion Cotillard

Ef eitthvað er að marka franska fréttablaðið Le Figaro er leikkonan Marion Cotillard í þann mund að hreppa hlutverk í The Dark Knight Rises. Blaðið er talið mjög traustur fjölmiðill en ekki er visst hvaða heimildir Le Figaro hefur fyrir þessum fréttum. Ef satt reynist mun Cotillard bætast í hóp Inception-leikara sem munu birtast í […]

Batman orðrómur dagsins! Robin!

Það er vægast sagt nóg af orðrómum sem maður heyrir á hverjum degi þegar kemur að næstu Batman myndinni. Nýlega var leikarinn Joseph Gordon-Levitt ráðinn í The Dark Knight Rises, en aðdáendur víða um heim reyna nú að komast að því hvaða hlutverk hann hreppti. Meðal þeirra nafna sem hafa verið kastað fram er Robin, […]

Gordon-Levitt í Dark Knight Rises?

Orðrómar um leikaraval í The Dark Knight Rises eru að skjóta upp höfðinu hvert sem maður lítur þessa dagana, en nú er það Joseph Gordon-Levitt sem er sagður líklegur til að hreppa hlutverk. Gordon-Levitt, sem lék í Inception, hefur lengi verið í uppáhaldi hjá aðdáendum Batman myndanna og hafa margir vonað að hann fái hlutverk […]

Robin Williams í Dark Knight Rises?

Gamanleikarinn Robin Williams lék í kvikmyndinni Insomnia í leikstjórn Christopher Nolan árið 2002, en nýlega var hann spurður hvort hann hefði áhuga á að vinna með leikstjóranum aftur. Það kemur ekki á óvart að talið barst að Batman-seríunni, nánar tiltekið hinni væntanlegu þriðju mynd, The Dark Knight Rises. „Ég myndi leika í Batman án þess […]

Hathaway og Hardy: Catwoman og Bane

Nú hefur Warner Bros. staðfesti að leikkonan Anne Hathway, sem margir þekkja úr Brokeback Mountain og leikur í hinni væntanlegu Love & Other Drugs, muni fara með hlutverk Selina Kyle í þriðju Batman myndinni, The Dark Knight Rises. Eins og flestir vita er Selina Kyle hin alræmda Catwoman, en í viðtali sagði leikstjórinn Christopher Nolan […]

Christian Bale: TDKR síðasta Batman myndin

Nú hefur leikarinn Christian Bale staðfest það sem Christopher Nolan hefur lengi gefið í skyn, en þriðja mynd Nolans í Batman seríunni geysivinsælu, The Dark Knight Rises, verður þeirra síðasta. Í viðtali við MTV sagði Bale, sem fer með hlutverk Leðurblökumannsins, „Ég er mjög spenntur, því ef Chris [Nolan] heldur sér á sínu striki verður […]

The Dark Knight Rises hefur tökur í maí

Það eru ófáir spenntir fyrir þriðju og síðustu mynd Christopher Nolan í Batman seríunni sem hefur tryllt aðdáendur frá því Batman Begins kom í bíóhús árið 2005. Í nýlegu viðtali við tímaritið Empire sagði Michael Caine, sem hefur leikið hjálparhellu Leðurblökumannsins, Alfred, í síðustu myndum, að tökur myndu hefjast í maí. „Emma [Thomas], framleiðandi myndarinnar, […]

Tom Hardy verður líklega Dr. Hugo Strange í Batman

Tom Hardy, sem lék stórt hlutverk í Inception sl. sumar, er nú talinn líklegur til að leika Dr. Hugo Strange í næstu Batman mynd, The Dark Knight Rises. Búið er að fastráða Hardy í myndina, en fram kom á aðdáendasíðunni Batman News, að líklega myndi hann leika lögreglugeðlækninn, sem er heltekinn af Batman. Batman News […]