Fyrsta plakat fyrir The Dark Knight Rises

Nú styttist óðum í að þriðja og síðasta Batman mynd Christopher Nolan lítur dagsins ljós. Nú rétt í þessu lenti fyrsta plakatið úr myndinni á netinu, og ég ætla að gera ráð fyrir að enginn lesi þennan texta heldur sýni plakatinu óskipta athygli.

Skiljanlega.

The Dark Knight Rises skartar þeim Christian Bale, Gary Oldman, Michael Caine, Anne Hathaway, Tom Hardy og Morgan Freeman og verður frumsýnd eftir rétt rúmt ár.