Fyrsta skotið af Tom Hardy sem Bane!

Nú geta aðdáendur Leðurblökumannsins virkilega farið að verða spenntir fyrir The Dark Knight Rises, en rétt í þessu var gefin út fyrsta myndin af Bane.

Eins og flestir vita er Bane, skúrkurinn í þessari þriðju Batman mynd Christopher Nolans, leikinn af Tom Hardy, og er ansi vígalegur á meðfylgjandi myndinni. Með önnur hlutverk fara að sjálfsögðu Christian Bale, Morgan Freeman og Gary Oldman, ásamt Joseph Gordon-Levitt og Marion Cotillard.