Hardy hylur andlit sitt, en afhverju? Nolan útskýrir

Afhverju ætli breski leikarinn Tom Hardy sé hulinn bakvið grímu í mörgum af frægustu hlutverkum sínum í kvikmyndum?  Christopher Nolan, sem leikstýrði Hardy í nýjustu mynd hans, Seinni heimsstyrjaldar-stríðsmyndinni Dunkirk, sem nú er í bíó hér á landi, á skýringu á því. Ástæðan er sú að sögn Nolan, að Hardy getur leikið betur með augunum […]

Vill að Bane stöðvi Súperman og Batman

Tom Hardy, sem hefur verið upptekinn við að leika í Legend og The Revenant undanfarið, hefur áhuga á að leika Bane á nýjan leik.  Hardy lék illmennið ófrýnilega í Batman-myndinni The Dark Knight Rises. „Auðvitað myndi ég vilja það. Ég er Bane,“ sagði Hardy við MTV. „Einhver spurði mig hvor ég vildi að myndi sigra í […]

Levitt orðaður við Guardians of the Galaxy

Joseph Gordon-Levitt hefur verið orðaður við aðalhlutverkið í Guardians of the Galaxy sem er byggð á samnefndum myndasögum frá Marvel. Samkvæmt Deadline er hann líklegur til að taka að sér hlutverk Peter Quill. Þrír aðrir leikarar hafa verið orðaðir við hlutverk í myndinni, eða Garrett Hedlund, James Marsden og Sullivan Stapleton. Guardians of the Galaxy […]

Bond fær að koma til Kína á undan Hobbita

Risamyndin Skyfall, nýjasta James Bond myndin, verður frumsýnd þann 21. janúar í Kína, en myndin var frumsýnd í Bretlandi og hér á Íslandi í október sl. Þetta segir heimildarmaður vefmiðilsins The Wrap í Kína. Ef Skyfall á að ná því að þéna 1 milljarð Bandaríkjadala í alþjóðlegri miðasölu, fyrst Bond mynda, þá er sýning myndarinnar […]

Hobbitafrumsýning gæti orðið meðal fimm stærstu

The Hobbit var frumsýndur í gær í Bandaríkjunum og þénaði samkvæmt tilkynningu frá Warner Bros kvikmyndafyrirtækinu 13 milljónir Bandaríkjadala í miðnætursýningum sem fóru fram á 3.100 bíótjöldum í gærkvöldi. Til samanburðar þá þénuðu síðustu tvær myndir sem fengu jafnmikla dreifingu, Playing for Keeps og Killing Them Softly, minna en 13 milljónir yfir alla frumsýningarhelgi sína. […]

Vinsæl íslensk spenna

Aðra vikuna í röð er íslenski spennutryllirinn Svartur á leik á toppi  íslenska DVD topplistans. Nýr í öðru sæti er harðhausatryllirinn Expendables 2 og í þriðja sæti Batman myndin The Dark Night Rises, niður um eitt sæti á milli vikna. Sjáðu stikluna úr Svartur á leik hér fyrir neðan: Í fjórða sæti, ný á lista […]

Nolan: Superman er allt öðruvísi en Batman

Kvikmyndaleikstjórinn Christopher Nolan segir að Supermanmyndin Man of Steel, verði ekki í sama stíl og The Dark Knight myndirnar, sem hann leikstýrði sjálfur. „Ég vil ekki að fólk haldi að við séum að gera það sama fyrir Superman og við gerðum fyrir Batman,“ sagði Christopher Nolan í samtali við The Playlist. Viðtalið veitti Nolan í […]

Svartur sigraði Batman

Íslenski spennutryllirinn Svartur á leik fór rakleiðis á topp íslenska DVD listans, ný á lista, og hafði þar með betur en sjálfur Batman, en nýjasta Batman myndin The Dark Knight Rises, fór ný beint í annað sætið. Í þriðja sæti situr dónalegi bangsinn Ted, og fer niður um tvö sæti, en Ted var toppmynd listans […]

Svona gerðu þeir Batman bílinn í TDKR

Nýjasti Batman bíllinn, sá sem lítur út eins og sambland af skriðdreka, eðlu, kappakstursbíl og torfærujeppa, er byggður samkvæmt hugmynd frá Christopher Nolan, leikstjóra síðustu þriggja Batman mynda. Í þessu myndbandi hér að neðan fjallar Chris Corbould, sem er yfirmaður í tæknibrelludeild Batman myndanna, um það hvernig þeir fóru að því að smíða bílinn eftir […]

Skemmtikraftur ársins er slyngur

Skemmtikraftur ársins 2012 samkvæmt tímaritinu Entertainment Weekly er leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck. Á meðal annarra sem komust á listann eru Lena Dunham úr     sjónvarpsþáttunum Girls, Jennifer Lawrence úr Silver Linings Playbook og Hunger Games, Anne Hathaway úr The Dark Knight Rises og Les Miserables og Joseph Gordon-Levitt úr The Dark Knight Rises og […]

Joseph Gordon-Levitt leikur Batman

Joseph Gordon-Levitt mun leika Batman í nýrri ofurhetjumynd Warner Bros., Justice League, sem er í undirbúningi. Samkvæmt vefsíðunni HitFix er leikarinn sagður hafa undirritað samning við Warner Bros. um að taka að sér hlutverk Leðublökumannsins í þessari nýju mynd þar sem Superman og Wonder Woman verða einnig meðal ofurhetja. Gefið var í skyn að persóna […]

Svona sprakk fótboltavöllurinn í TDKR

Eitt af eftirminnilegustu atriðunum í stórmyndinni frá því síðasta sumar, The Dark Knight Rises, var þegar Bane sprengdi upp fótboltavöllinn.                 Í myndbandinu hér fyrir neðan er skoðað hvernig atriðið var búið til, en um er að ræða blöndu af undirbúningi á fótboltavellinum, holur, sprengingar og læti, og […]

Steypubílstjóri leikur með Cage

Kvikmyndaleikarinn Ronnie Gene Blevins, sem lék steypubílstjórann í The Dark Knight Rises, er búinn að fá stóra tækifærið sem leikari. Hlutverk hans í The Dark Knight Rises var ekki stórt, og sömuleiðis var hlutverk hans í Seven Psychopaths frekar lítið, en nú hefur leikstjórinn David Gordon Green valið hann í hlutverk aðal þorparans í myndinni […]

Intouchables sigrar Batman

Rúmlega 64 þúsund manns hafa nú séð frönsku myndina Intouchables, en myndin er þar með orðin mest sótta mynd ársins, komin fram úr The Dark Knight Rises.  Í tilkynningu frá Græna ljósinu segir að fyrir nokkru hafi myndin verið búin að slá met yfir myndir sem eru ekki á ensku eða íslensku, og er orðin […]

Risa Batmanpakki á leiðinni – Stikla

Eftir að hafa mokað inn bílförmum af peningum í bíó í sumar, þá er stórmyndin The Dark Knight Rises, þriðja og síðasta Batman myndin úr smiðju Christopher Nolan, á leið á Blu-ray, DVD og stafrænt niðurhal, allt í einum stórum pakka, þann 4. desember næstkomandi í Bandaríkjunum. Að auki verður gefin út sérútgáfa með sérstakri […]

Warner Bros. fagna 90 ára afmælinu

Reyndar ekki fyrr en þann 4. apríl á næsta ári, en fyrirtækið er þó að gíra sig upp fyrir hátíðarhöldin með því að gefa út áætlun þeirra yfir útgáfu mynda sinna á DVD og Blu-ray út árið 2013. Hún er stútfull af myndum sem hafa aldrei áður verið séðar á Blu-ray, gríðarstórum samansöfnum og afmælisútgáfum. […]

Góðverkið: Batman heimsækir 5 ára aðdáanda

Ég held að best sé að gera fréttir um góðverk kvikmyndamanna að föstum lið, því þá skrifum við vonandi meira um þau. Margt hefur verið um virðingafull góðverk leikara nýlega, eins og þegar Christian Bale heimsótti eftirlifendur og grafir þeirra sem urðu fyrir skotárásinni ógurlegu í júlí, eða þegar Ron Perlman heimsótti ungan langveikan aðdáanda […]

Kanar forðast bíóin eftir skotárás

Fyrirtækið NRG framkvæmir tíðar viðhorfsrannsóknir fyrir kvikmyndageirann, en fyrirtækið er nokkurs konar Gallup Hollywood borgar. Nýjasta könnun NRG sýnir að um 20-25% aðspurðra treystu sér ekki til að heimsækja kvikmyndahús næstu vikur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað fyrir stuttu í Colorado á sýningu The Dark Knight Rises. Þetta skapar áhyggjur fyrir helstu stórfyrirtækin í […]

Áhugamannastikla kitlar Batman-taugarnar

Í tilefni af frumsýningu The Dark Knight Rises vestanhafs á morgun hefur vefsíðan Geektyrant búið til stiklu þar sem atriði eru notuð úr öllum þremur Batman myndunum, þ.e. Batman Begins, The Dark Knight og The Dark Knight Rises. Útkoman er vægast sagt stórkostleg. Það eru eflaust margir gríðarlega spenntir fyrir myndinni og þessi stikla á […]

Converse býr til Batman skó

Converse hafa búið til skó í tilefni af útgáfu nýjustu Batman myndarinnar, The Dark Knight Rises, en myndin verður forsýnd á Íslandi á vegum Kvikmyndir.is á föstudaginn. Skórnir skarta sjálfum Leðurblökumanninum á hliðinni og innihalda meira að segja kóða sem hægt er að skanna til að fá ókeypis myndasögur á netinu. Leðurblökuskórnir kosta 59 dollara […]

Batman filman er 270 kíló!

Myndin hér fyrir neðan sýnir IMAX filmuna fyrir The Dark Knight Rises. Aðeins örfáar filmur af þessari tegund eru til, en þær eru notaðar í sérstökum IMAX kvikmyndahúsum sem bjóða upp á mun betri upplausn og gæði heldur en venjuleg kvikmyndahús. Filman er í raun einstök þar sem langflest IMAX kvikmyndahús í Bandaríkjunum munu sýna […]

Skikkja Leðurblökumannsins er slysagildra

Eðlisfræðingar við Háskólann í Leicester hafa fundið út að skikkja Leðurblökumannsins er í raun slysagildra ef eðlisfræðilögmál eiga einnig að gilda í kvikmyndum. Fjögurra ára rannsókn mastersnema í skólanum komst að þeirri niðurstöðu að að lending Leðurblökumannsins eftir meðallangt svif úr háhýsum Gotham borgar jafngildir því að verða fyrir bíl á 80,47 kílómetra hraða á […]

Sjáðu bakvið tjöldin hjá Batman

13 mínútna myndband sem greinir frá gerð stórmyndarinnar The Dark Knight Rises var sett á netið fyrr í dag, svona ef einhver skyldi hafa gleymt því í fimm mínútur að myndin er væntanleg núna í mánuðinum. Mér skilst að engu sé spillt í myndbandinu sem ekki hefur þegar verið spillt í stiklunum, svo að þannig […]

Besti Batman-leikurinn skoðaður

Það er búið að læsa alla glæpamenn í einum hluta Gotham, sem ber nafnið Arkham City. Fangarnir ráfa frjálsir um og geta gert hvað sem þeir vilja. En það er ekki alveg svo einfalt þegar stærstu og öflugustu glæpamennirnir eru við völd. Jokerinn, Mörgæsin og Two-face eiga allir sinn eigin hluta í borginni og meðfylgjandi […]

Sálfræði Batman ítarlega skoðuð

History Channel leggur geimverugeðveikina til hliðar til að færa okkur almennilegt efni og svörin við mörgum brennandi batman-tengdum spurningum. Gæti skiptur persónuleiki þeirra Bruce Wayne og Batman virkað raunsær í okkar heimi? Hefur Batman sögulegar rætur að rekja og er til fólk sem var eins og hann? Þessi stutta heimildarmynd, Batman Unmasked: The Psychology of […]

Batman er ekki hræddur, heldur reiður!

Með þessu áframhaldi verður örugglega hægt að púsla saman atburðum myndarinnar út frá öllum þessum sýnishornum sem við höfum verið að fá, en hér er komin fjórða stiklan fyrir gígantíska lokakaflann. Undirrituðum finnst þetta ekki vera flottasta sýnishornið en það breytir því ekki að það fer að verða óskiljanlega þreytt hversu oft er hægt að […]

DC og Warner svara The Avengers

Já, ég er að tala um Justice League-mynd. Það kemur nú samt ekki svo mikið á óvart að fyrirtækin taki þessa ákvörðun, enda situr The Avengers í þriðja sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma. Til að hafa það á hreinu þó, þá er það ekki í plönunum hjá Warner Bros. að skapa þessa myndasögu-tengingu á […]

Byltingarkennda epík Christophers Nolan

Eða svo segir leikstjórinn. Aðstandendur The Dark Knight Rises eru alls ekki að spara hátíðarhöldin fram að frumsýningu myndarinnar, en í tvo mánuði hefur varla liðið vika án þess að girnileg uppfærsla komi frá myndinni. Nú þegar vitum við að þetta verður lengsta Batman-myndin til þessa og nú vill sjálfur leikstjórinn Christopher Nolan halda því fram […]

Lengsta Batman-myndin til þessa!

Við erum öll forvitin eða jafnvel spennt að sjá Spider-Man, en flest ykkar sem sækja í þessa síðu eruð bara með eina júlí-mynd á heilanum, og það er sú mynd sem hefur mest látið í sér heyra ef við ræðum aðeins auglýsingarnar. Þar erum við að tala um herflota af gómsætum plakötum, helling af grípandi […]

Glænýtt kattarkonuplakat

Nýr dagur. Nýtt Batman plakat. Er hægt að kvarta? Það held ég ekki. Núna er fókusinn kominn á Catwoman, svona í svipuðum dúr og fyrsta Bane-plakatið með brotnu Batman-grímunni.