Intouchables sigrar Batman

Rúmlega 64 þúsund manns hafa nú séð frönsku myndina Intouchables, en myndin er þar með orðin mest sótta mynd ársins, komin fram úr The Dark Knight Rises. 

Í tilkynningu frá Græna ljósinu segir að fyrir nokkru hafi myndin verið búin að slá met yfir myndir sem eru ekki á ensku eða íslensku, og er orðin langaðsóknarmesta myndin í þeim flokki.

Svona lítur þetta út í tölum:

Intouchables: 64.002 manns (66.452.768 kr)

The Dark Knight Rises: 63.537 manns (70.161.282 kr)

Það skal tekið fram að ef myndunum er raðað eftir tekjum (tölurnar í svigunum) þá er röðin önnur og vinsældarlistar kvikmyndahúsa eru byggðir upp á tekjutölum.

Intouchables er nú eingönu sýnd í Háskólabíói og er næsta sýningarhelgi sú allra síðasta.

Allra síðasti sýningardagur á Intouchables er á fimmtudag í næstu viku.