Þekkir þú Tom Hardy karakterinn? – Taktu þátt í Capone-bíómiðaleik

Glæpamyndin Capone var frumsýnd síðastliðnu helgi en þar fær breski leikarinn Tom Hardy aldeilis að sýna sínar villtari hliðar – sem flestir geta verið sammála um. Að venju sýnir hann tilþrifaríka frammistöðu sem fellur undir sama dálk og ýmsir aðrir stórbrotnir taktar þar sem Hardy leikur sér að geggjuninni.

Capone gekk prýðilega í kvikmyndahúsum á Íslandi, þrátt fyrir hertar samkomureglur, og lenti í öðru sæti helgarlistans. Myndinni er leikstýrt af hinum góðkunna Josh Trank (sem skrifar einnig handritið) og segir frá glæpaforingjanum Al Capone á lokametrum lífsins. Þá var hann 47 ára og byrjaður að þjást af vitglöpum. Eftir að hafa losnað úr tíu ára fangelsisvist fer ofbeldisfulla fortíð hans að herja á daglega lífið.

Þekkir þú þennan Tom?

Ef þig langar að vinna þér inn boðsmiða fyrir tvo á Capone höfum við stillt upp smá leik. Þar fær að spreyta sig á þekkingu sinni á eftirminnilegum eða í það minnsta umtöluðum Tom Hardy-karakterum.

Lesandi getur tekið þátt með að skrifa svörin í athugasemdakerfinu að neðan eða senda tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is.

Þá er ekki eftir neinu að bíða en að giska á nöfn þessara fimm „Hardy’a“.

a) Bob the Blade
b) Gunner Bob
c) Handsome Bob


a) Jack Bondurant
b) Forrest Bondurant
c) Howard Bondurant


a) Max Rockford
b) Max Madden
c) Max Rockatansky


a) Cane
b) McClane
c) Bane


a) Brock Landers
b) Eddie Brock
c) Eddie Griffin

Á hverjum degi og út helgina næstu (24. maí) verður haft samband við vinningshafa, sem settur verður þá á nafnalista í Smárabíói.