Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

RocknRolla 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. janúar 2009

A story of sex, thugs and rock 'n roll.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
Rotten tomatoes einkunn 71% Audience
The Movies database einkunn 53
/100

Rússneskur mafíósi skipuleggur margra milljóna punda fasteignasvindl. Ýmsir glæpamenn í undirheimum Lundúna ætla að fá sinn skerf af fjárhæðinni, þar á meðal bófar á borð við Mr. One-Two (Gerard Butler), bókhaldarinn Stella (Thandie Newton) og Johnny Quid (Toby Kebell). Eins og má búast við, þá verður auðvitað allt vitlaust þegar að siðlausir glæpamenn... Lesa meira

Rússneskur mafíósi skipuleggur margra milljóna punda fasteignasvindl. Ýmsir glæpamenn í undirheimum Lundúna ætla að fá sinn skerf af fjárhæðinni, þar á meðal bófar á borð við Mr. One-Two (Gerard Butler), bókhaldarinn Stella (Thandie Newton) og Johnny Quid (Toby Kebell). Eins og má búast við, þá verður auðvitað allt vitlaust þegar að siðlausir glæpamenn safnast saman og sækjast eftir því sama.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Feilspor hjá Guy Ritchie
Það er bara svona. Eftir að hafa gert miðjumoðið Lock Stock and 2 Smoking Barrels og hina stórfínu Snatch kemur Guy Ritchie með þennan viðbjóð sem eru vonbrigði út fyrir allan þjófabálk. RocknRolla er skelfilega litlaus mynd og ekki fyndin fyrir fimmaura. Söguþráðurinn er úr öllu samhengi og gjörsamlega óáhugaverður öfugt við Snatch. Og ekki er grátleg frammistaða hjá Gerard Butler sem er einn versti leikari samtímans að bæta ástandið. Guy Ritchie er bara ekkert að höndla það lengur að gera krimmamyndir, áðurnefndar tvær myndir(Snatch og Lock Stock....) heppnuðust ágætlega en nú virðist hann vera kominn í þrot með hugmyndir og fyrst að hann kann ekki að gera neitt annað ætti hann bara að hætta þessu. Mér fannst þessi mynd hræðilega leikin, hræðilega gerð og bara hræðileg í alla staði, margir örugglega ósammála mér en ég sá hörmung. Algjör falleinkunn frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Töff mynd, en hvar er skemmtanagildið?
RocknRolla er stútfull af góðum leikurum, mergjaðri tónlist, stílískum skotum, flottu kvenfólki, brjáluðum persónum og heilmiklu testósteróni. Hljómar í fyrstu eins og hin fullkomna uppskrift að eðal strákamynd, nema það sem vantar í þessa blöndu er talsvert stórt atriði: Almennilegt skemmtanagildi.

Það fer þó ekki á milli mála að myndin sé stórt stökk í gæðum frá síðustu tveimur myndum Guy Ritchie, Swept Away og Revolver. En þar sem að maðurinn er ábyrgur fyrir nokkrar skemmtilegustu bresku krimmamyndir sem undirritaður hefur séð, Lock, Stock & Two Smoking Barrels og Snatch, verður að segjast að hann haldi áfram að valda vissum vonbrigðum. Kannski hefur hann þetta bara ekki lengur í sér. Get vel trúað því að 8 ára sambúðin með Madonnu hafi alvarlega skaðað heilsuna hans.

RocknRolla er skref í réttu áttina fyrir Ritchie, en hún er voða klunnalega uppsett. Söguþráðurinn er óspennandi og handritið skortir betri húmor og minnisstæðari atburðarás. Hún er einkum alveg merkilega hæg fyrir töffaramynd, og miðað við efnisinnihaldið hefur hún bara ekki efni á því. Persónurnar eru margar skondnar, en nánast allar flatar og engin þeirra stendur uppúr.

Það sem ég fílaði mest við þessa mynd var þetta sturlaða "attitude" sem hún hafði, nokkrar bilaðslega flottar senur (sem fullkomlega smelltu saman flottri músík og stjórnlausu ofbeldi) og samspil leikaranna. Það er heill herfjöldi af skemmtilegum mönnum hérna, og ein vel kynæsandi kona. Gerard Butler, Tom Wilkinson, Mark Strong (tvífari Andy Garcia), Karel Roden, Idris Elba, Tom Hardy, Toby Kebell, Jimi Mistry (sem lék aðalhlutverkið í hörmunginni The Guru - Ef einhver man eftir þeirri mynd) og ennþá fleiri keppast um skjátímann þar sem hver og einn reynir að sanna sig sem ennþá meiri harðnagli en maðurinn á undan, þrátt fyrir að mest allir séu frekar aulalegir - Þá á góðan hátt. Thandie Newton gerir sjálf ekki mikið, en hún lítur þrusuvel út og fær flesta karlmenn til að slefa yfir sér. Það hefði annars verið fínt að sleppa alfarið þeim Jeremy Piven og Chris "Ludacris" Bridges, en þeir gerðu nákvæmlega EKKERT annað en að bæta óþarfa kílóum á myndina með óspennandi sub-plotti sem gerði ósköp lítið fyrir heildina.

Það er svo margt gott við þessa mynd að það er hér um bil niðurdrepandi fyrir mig að geta ekki sagt að hún hafi verið nógu skemmtileg. Ofannefndu gallarnir útiloka augljóslega möguleikann á hærri einkunn, en eins mikið og mig langar að hafa áfram trú á Ritchie, þá hefur hann oftar átt lakari daga heldur en góða. Bömmer.

Annars langar mig núna í lagið Rock & Roll Queen. Fæ það endalaust á heilann og notknunin á því í RocknRolla er klikkuð.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.10.2021

Ekki alltaf dans á rósum

Tom Hardy er án efa einn af þekktustu leikurum okkar tíma. Hann hefur leikið í mörgum af frægustu kvikmyndum 21. aldarinnar og er þekktur fyrir fjölbreytta frammistöðu. Leiðin að þessum gríðarlega farsæla ferli var þó...

20.05.2020

Þekkir þú Tom Hardy karakterinn? - Taktu þátt í Capone-bíómiðaleik

Glæpamyndin Capone var frumsýnd síðastliðnu helgi en þar fær breski leikarinn Tom Hardy aldeilis að sýna sínar villtari hliðar - sem flestir geta verið sammála um. Að venju sýnir hann tilþrifaríka frammistöðu sem fellur undir sama dálk og ýmsir a...

11.02.2015

Nýjasta afurð Guy Ritchie

Nýtt plakat fyrir myndina The Man From U.N.C.L.E. var gert opinbert í dag. Myndin er nýjasta afurð breska leikstjórans Guy Ritchie, sem er þekktur fyrir að hafa gert myndirnar Snatch og RocknRolla. Myndin er kvikmyndagerð af njós...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn