Oldman forsætisráðherra

Breski Batman leikarinn Gary Oldman er líklegur til að túlka innan skamms einn af þekktustu stjórnmálamönnum Breta á 20. öldinni, en hann á nú í viðræðum um að leika Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, í mynd Joe Wright, Darkest Hour. Handrit skrifar The Theory of Everything höfundurinn Anthony McCarten, og mun myndin gerast í Bretlandi árið 1940, einu […]

'Child 44' heimsfrumsýnd á Íslandi

Föstudaginn 17.apríl. verður kvikmyndin Child 44 heimsfrumsýnd á Íslandi. Myndin byggir á samnefndri metsölubók en hún byggir lauslega á raunverulegum fjöldamorðingja sem gekk laus í Rússlandi seint á síðustu öld. Child 44 fjallar um ungan lögreglumann sem byrjar að gruna að það sé fjöldamorðingi sem gangi laus nema hvað að rússnesk yfirvöld halda því fram að […]

Oldman fullur efasemda um Batman v Superman

Breski leikarinn Gary Oldman er fullur efasemda um nýjustu myndina um ofurhetjuna Batman, sem ber nafnið Batman v Superman: Dawn of Justice. Oldman lék eins og flestum er kunnugt lögreglustjórann James Gordon í þrílek Christopher Nolan um svarta riddarann. „Okkar þríleikur var með ákveðinn realisma, fólk gat tengt við það sem var að gerast. Nú erum við […]

Efron fundaði með framleiðendum Star Wars

Drjúgur hópur leikara í Hollywood hefur átt spjall við leikstjórann J.J. Abrams og framleiðendur fyrir sjöundu Star Wars-myndina. Sá nýjasti sem hefur afhjúpað að hafa átt fund útaf myndinni er hjartaknúsarinn og leikarinn Zac Efron. „Ég fundaði með framleiðendunum. Ég elska Star Wars-myndirnar, svo það væri svalt að vera með, en hver veit?“ sagði Efron […]

Nýir Gotham City sjónvarpsþættir á Fox

Warner Bros. kvikmyndafyrirtækið heldur áfram ða sækja sér efnivið í ofurhetjuheim DC Comics teiknimyndafyrirtækisins. Kvikmyndirnar um Batman eru vel þekktar, en næst á dagskrá hjá fyrirtækinu eru sjónvarpsþættirnir Gotham, en eins og flestir ættu að vita er það borgin þar sem Batman býr og starfar. Þættirnir eiga að fjalla um sögu lögreglumannsins James Gordon sem […]

Robocop snýr aftur – fyrsta plakatið

Fyrsta plakatið úr Robocop er komið í loftið. Myndin er endurgerð samnefndrar spennumyndar sem kom út 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven. Leikstjóri nýju myndarinnar er José Padilha. Hún gerist árið 2028 þegar fyrirtækið OmniCorp er ráðandi afl í gerð vélmenna. Vélmenni fyrirtækisins eru að sigra í styrjöldum víðs vegar um heiminn. Núna vill fyrirtækið nota […]

Dark Knight félagar hittast í Rússlandi

Tveir góðir félagar úr Batman myndinni The Dark Knight Rises munu sameinast á ný næsta sumar, en Gary Oldman hefur skrifað undir samning um að leika í myndinni Child 44 ásamt Tom Hardy.  Í The Dark Knight Rises lék Oldman Jim Gordon lögregluforingja, en Tom Hardy lék þorparann, Bane. Child 44 er eftir leikstjórann Daniel Espinosa […]

Bond-stúlka vill leika illmenni

Berenice Marlohe, sem leikur Bond-stúlkuna Severine í Skyfall, segir að draumur sinn sé að leika illmenni, til dæmis höfuðpaur mafíunnar. „‘Ég væri til í að vera Jókerinn í næstu Batman-mynd. En það eru oftast karlar sem fá hlutverkin sem ég hef mestan áhuga á,“ sagði hin fransk-kínverska Marlohe við tímaritið FHM. Hún hreifst mikið af […]

Oldman vill að NBA hetjur hætti að leika

Að mínu mati er fátt meira pirrandi en að horfa á íþróttamenn reyna fyrir sér í kvikmyndum. Þeir standa sig oftar en ekki illa, eru mjög asnalegir og geta hreint út sagt eyðilagt heilu kvikmyndirnar. Ég er ennþá að fá martraðir eftir að hafa séð Kazaam þegar ég var krakki. Ég reikna nú ekki með […]

Gary Oldman smíðar Robocop

Gary Oldman hefur tekið að sér hlutverk vísindamannsins Nortons í Robocop endurgerðinni sem José Padilha (Tropa de Elité) er nú að undirbúa. Mun það vera sá sem skapar sjálfa titilpersónuna – persóna sem ekki var til staðar í upprunalegu myndinni. Joel Kinnaman mun sem áður segir fara með aðalhluterk lögreglumannsins Alex Murphy sem deyr en er […]

LaBeouf og Hardy brugga landa

Lawless, nýjasta mynd Ástralska leikstjórans John Hillcoat var að fá nýja stiklu. Myndin gerist á bannárunum í Virginiafylki, og fjallar um þrjá bræður sem drýgja tekjur sýnar með því að selja landa. Í hlutverkum bræðranna eru Tom Hardy, Shia LaBeouf og Jason Clarke. Auk þeirra fer Gary Oldman með hlutverk mafíósans sem þeir skipta við, […]

Hvaða leikari fær Óskarinn?

Í seinustu viku sagði ég ykkur frá listanum sem Empire Online gerði um þá sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaunanna og ástæður fyrir því af hverju eða af hverju ekki þeir eiga að hljóta hina eftirsóknaverðu viðurkenningu. Þá var tekin fyrir besta leikkonan og röðin komin að besta leikaranum. Demián Bichir fyrir A Better Life   […]

Fyrsta plakat fyrir The Dark Knight Rises

Nú styttist óðum í að þriðja og síðasta Batman mynd Christopher Nolan lítur dagsins ljós. Nú rétt í þessu lenti fyrsta plakatið úr myndinni á netinu, og ég ætla að gera ráð fyrir að enginn lesi þennan texta heldur sýni plakatinu óskipta athygli. Skiljanlega. The Dark Knight Rises skartar þeim Christian Bale, Gary Oldman, Michael […]

Fyrsta plakat fyrir The Dark Knight Rises

Nú styttist óðum í að þriðja og síðasta Batman mynd Christopher Nolan lítur dagsins ljós. Nú rétt í þessu lenti fyrsta plakatið úr myndinni á netinu, og ég ætla að gera ráð fyrir að enginn lesi þennan texta heldur sýni plakatinu óskipta athygli. Skiljanlega. The Dark Knight Rises skartar þeim Christian Bale, Gary Oldman, Michael […]

Fyrsta skotið af Tom Hardy sem Bane!

Nú geta aðdáendur Leðurblökumannsins virkilega farið að verða spenntir fyrir The Dark Knight Rises, en rétt í þessu var gefin út fyrsta myndin af Bane. Eins og flestir vita er Bane, skúrkurinn í þessari þriðju Batman mynd Christopher Nolans, leikinn af Tom Hardy, og er ansi vígalegur á meðfylgjandi myndinni. Með önnur hlutverk fara að […]

Gary Oldman talar um Batman-handritið

Stórleikarinn Gary Oldman býr sig nú undir að leika lögreglustjórann James Gordon í þriðja sinn í The Dark Knight Rises. Nýlega lauk vinnu við handritið, eftir Jonathan Nolan, og í viðtali við útvarpsstöðina AbsoluteRadio lýsti Oldman örygginu sem umkringir handritið. „Ef þú vilt komast inn á skrifstofuna er tekið á móti þér í anddyrinu, þar […]

Sjáið nýjar persónur í Kung Fu Panda 2

Framhaldið að hinni geysvinsælu Kung Fu Panda er nú á leið í kvikmyndahús, en Dreamworks birtu nú fyrir fáeinum augnablikum myndir af nýjum persónum sem birtast munu í myndinni. Í Kung Fu Panda 2 þarf hinn seinheppni bardagasnillingur Po að nota sína sérstöku hæfileika til að bjarga deginum enn á ný. Leikaraliðið úr fyrri myndinni, […]

Gary Oldman talar um The Dark Knight Rises

Leikarinn Gary Oldman ræddi nýverið við MTV um væntanlega ævintýramynd sína, Red Riding Hood, en að sjálfsögðu notuðu þeir tækifærið og spurðu hann um The Dark Knight Rises. Oldman mun snúa aftur sem lögreglustjórinn James Gordon, en leikarinn sagðist ekki enn hafa lesið handritið. Þrátt fyrir það viti hann hvernig sagan verði. „Maður lítur á […]

Hathaway og Hardy: Catwoman og Bane

Nú hefur Warner Bros. staðfesti að leikkonan Anne Hathway, sem margir þekkja úr Brokeback Mountain og leikur í hinni væntanlegu Love & Other Drugs, muni fara með hlutverk Selina Kyle í þriðju Batman myndinni, The Dark Knight Rises. Eins og flestir vita er Selina Kyle hin alræmda Catwoman, en í viðtali sagði leikstjórinn Christopher Nolan […]