Hvaða leikari fær Óskarinn?

Í seinustu viku sagði ég ykkur frá listanum sem Empire Online gerði um þá sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaunanna og ástæður fyrir því af hverju eða af hverju ekki þeir eiga að hljóta hina eftirsóknaverðu viðurkenningu. Þá var tekin fyrir besta leikkonan og röðin komin að besta leikaranum.

Demián Bichir fyrir A Better Life

 

Af hverju hann ætti að taka verðlaunin heim:

  • Hann hefur fengið mikið lof fyrir hlutverk sitt sem fátækur faðir sem með miklum baráttuvilja nær að vera syni sínum góð fyrirmynd í hlutverki sem er ekki of væmið.
  • Seinast þegar Mexíkani vann Óskarsverðlaunin var árið 1956 þegar Anthony Quinn tók kallinn með sér heim (sem hann gerði tvisvar á sínum ferli), sem þýðir að kannski er kominn tími til þess að akademían veiti nágrönnum sínum í suðri viðurkenningu.

Af hverju hann ætti að fara tómhentur heim:

  • Óþekkti leikarinn vinnur aldrei. Tilnefningin ætti þó að geta gert honum auðveldara fyrir að fá fleiri bitastæð hlutverk í framtíðinni og betri möguleika seinna meir.
  • Kvikmyndinni gekk ekki vel í kvikmyndahúsum sem minnkar ávallt sigurlíkurnar.

George Clooney fyrir The Descendants

 

Af hverju hann ætti að fá litla gullkallinn:

  • George Clooney virðist bræða hjörtu allra með brosinu sínu og persónutöfrum – ekki bara kvenna. Svo lítur hann bilað vel út í smóking svo það er erfitt að kjósa hann ekki.
  • Honum tekst vel í þessari mynd þar sem hann tónar niður bæði útlit sitt og persónutöfra til þess að leika mann sem reynir að takast á við erfiðar aðstæður.
  • Hann á fyrir eina styttu fyrir besta leik í aukahlutverki en það virðist ekki vera rétt að svo stórt nafn í kvikmyndaheiminum sé ekki enn búinn að landa gullinu fyrir besta leikarann í aðalhlutverki.

Af hverju hann ætti að fara tómhentur heim:

  • Hann tapaði fyrir Jean Dujardin á SAG verðlaununum og það væri svolítið augljóst að gefa honum gullkallinn…
  • Hann á ein Óskarsverðlaun fyrir og er líka tilnefndur fyrir handritið af Ides Of March svo það liggur ekkert á. Hann á örugglega eftir að gera meira af góðum hlutum í nánustu framtíð.

Jean Dujardin fyrir The Artist

 

Af hverju hann ætti að vinna:

  • Hann stendur sig frábærlega vel í The Artist og bókstaflega á myndina, sem er einstakt afrek að gera… sérstaklega án orða.
  • Hann vann SAG verðlaunin sem er góðs viti – og gæti hugsanlega verið eini maðurinn á listanum sem gæti litið betur út en George Clooney í smóking.

Af hverju hann ætti ekki að vinna:

  • Hann er að keppa í erfiðum flokki á útivelli og vinningstölur erlendra leikara í flokki sem þessum eru ekkert sérstaklega háar.
  • Hann er franskur. Það þolir enginn frakkana.
  • Stiklan úr nýjustu mynd hans, Les Infidels er afar gróf. Ef eldri Óskarsnefndarmeðlimir sjá hana gætu þeir orðið of hneykslaðir til þess að kjósa hann.

Gary Oldman fyrir Tinker Tailer Soldier Spy

 

Af hverju hann ætti að fara heim með gullið:

  • Hann hefur aldrei unnið, sem er til skammar!
  • Hann spilar á ukulele – sem er nett.
  • Hann er besti vinur Batmans svo ef hann vinnur ekki gæti nefndin átt von á smá ass-kicking.

Af hverju hann ætti að fara tómhentur heim:

  • Þetta er hans fyrsta tilnefning en líkurnar eru honum þá ekki endilega í hag.
  • Engin Harry Potter stjarna hefur unnið Óskarinn eftir að hafa birst í seríunni, sem þarf ekki endilega að þýða neitt, en hvað veit maður?

Brad Pitt fyrir Moneyball

 

Af hverju hann ætti að vinna:

  • Á síðustu 10 árum hefur Brad Pitt farið úr því að vera sæti strákurinn í Hollywood yfir í það að vera alvarlegur leikari og framleiðandi. Og sem helmingurinn af frægustu barnasöfnurum heims þá er hann þokkalega sýnilegur.
  • Hann stendur sig vel í að leika alvöru persónu í mynd sem er um hafnabolta sem Ameríkanar elska og þetta er hans þriðja tilnefning – gott merki.

Af hverju hann ætti að fara tómhentur heim:

  • Þetta er “bara” hans þriðja tilnefning og líklegast ekki sú síðasta og þar sem stjarna Brads rís hærra með hverju árinu er nægur tími til stefnu fyrir hann.
  • Hann hefur ekki fengið jafn mikla athygli fyrir hlutverk sitt eins og Clooney eða Dujardin og gagnrýnt hefur verið hversu lauslega farið er með ýmsar staðreyndir í myndinni sem gæti kostað hann sigurinn.

Hér má sjá fullan lista og fleira tengt Óskarsverðlaununum.

En hver haldið þið að taki Óskarinn með sér heim? Eru skiptar skoðanir á því?