Hitlerskómedía vann á TIFF

Mynd Thor: Ragnarok leikstjórans Taika Waititi, Jojo Rabbit, vann í dag til hinna eftirsóttu People’s Choice verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem lauk í dag. Verðlaunin þýða að myndin er nú líklegri til frekari afreka á komandi verðlaunahátíðum, en hátíðartímabilið nær hámarki með veitingu Óskarsverðlaunanna í lok febrúar á næsta ári. Sigurinn í […]

Hvar eru Óskarsmyndirnar sýndar?

Óskarsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood í gær, og var mikið um dýrðir. Sumt kom á óvart annað ekki eins og gengur, en flestir eru á því að Green Book hafi verið vel á verðlaununum komin fyrir bestu mynd sem dæmi. Hér fyrir neðan er listi yfir tilnefndar myndir og sigurvegara ( feitletrað), […]

Hverjir vinna og hverjir ættu að vinna Óskar í kvöld?

Óskarsverðlaunin verða afhent í nótt að íslenskum tíma, og þá er ekki úr vegi að spá örlítið í spilin, með hjálp frá bandaríska vefmiðlinum USA Today, en þar á bæ tóku menn saman lista yfir þá sem munu líklegast vinna, og þá sem ættu að vinna Óskarinn í helstu verðlaunaflokkum. Engin ein kvikmynd hefur tekið […]

Óskarsverðlaunaferðalangar skoða tökustaði

Sannir kvikmyndaunnendur reyna alla jafna að vera búnir að sjá hverja einustu kvikmynd sem tilnefnd er sem besta mynd á hverri Óskarsverðlaunahátíð, og það á einnig við um hátíðina í ár, þá nítugustu í röðinni, sem fer fram á sunnudaginn kemur.  Þeir sem vilja leggja sig enn meira fram, þeir ferðast og sjá tökustaði hinna […]

Jackie Chan fær heiðursóskar

Óskarsakademían hefur ákveðið að veita hasarhetjunni Jackie Chan heiðursóskar á Governors Awards-hátíðinni 12. nóvember. Aðrir sem fá heiðuróskar verða klipparinn Anne V. Coates (Lawrence of the Arabia), Lynn Stalmaster og heimildamyndaleikstjórinn Frederick Wiseman (Titicut Follies). „Heiðursóskarinn var búinn til fyrir listamenn eins og Jackie Chan, Anne Coates, Lynn Stalmaster og Frederick Wiseman. Sannkallaðir frumkvöðlar og […]

Tilnefningar til Óskarsverðlauna 2013

Nú rétt í þessu voru tilkynntar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Seth McFarlane og Emma Stone kynntu tilnefningarnar á stuttum kynningarfundi Óskarsverðlaunanna. Djúpið mynd Baltasars Kormáks fékk ekki náð fyrir augum dómnefndar, en orðrómur var að hún hefði verið ofarlega á lista akademíunnar.     Tilnefningarnar eru: Besta mynd: Amour (2012) Argo (2012) Beasts of the Southern […]

Hver elskar ekki að sjá leikara tapa ?

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 84.sinn síðastliðinn sunnudag og í þetta skiptið voru það myndirnar The Artist og Hugo sem báru af. Þó svo að það sé skemmtilegt að sjá leikara, leikstjóra, handritshöfunda og kvikmyndageirafólk vinna verðlaun hlýtur að vera hægt að fá smá kikk út úr því að horfa á sama fólkið tapa. Bloggari tók […]

Hvaða leikari fær Óskarinn?

Í seinustu viku sagði ég ykkur frá listanum sem Empire Online gerði um þá sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaunanna og ástæður fyrir því af hverju eða af hverju ekki þeir eiga að hljóta hina eftirsóknaverðu viðurkenningu. Þá var tekin fyrir besta leikkonan og röðin komin að besta leikaranum. Demián Bichir fyrir A Better Life   […]

Hvaða leikkona fær Óskarinn?

Nú styttist í Óskarsverðlaunin, eina stærstu verðlaunahátíð kvikmyndageirans og þrátt fyrir að margir hverjir eru löngu hættir að taka mark á þeim vegna… tja, umdeildra ákvarðana í fyrri tíð, þá er ekki hægt að neita því að allir fylgjast með því hver tekur litla gullmanninn með sér heim. Empire Online er búið að setja upp […]

Óskarstilnefningarnar komnar inn!

Tilnefningar til 84. Óskarsverðlaunanna voru birtar í dag og má líta á helstu kvikmyndaflokkana hér fyrir neðan. Í ár fékk Hugo flestar tilnefningar, sem eru ellefu að talsins, og fylgir The Artist sterkt á eftir með tíu. Sumt af þessu var eitthvað sem flestir vissu nú þegar, en eins og venjulega þá er alltaf eitthvað […]

Hvaða brellumyndir komast á Óskarinn?

Af þeim tíu myndum sem koma til greina á Óskarsverðlaununum í flokki bestu tæknibrella, þá munu einungis fimm komast áfram (stundum hafa þær samt bara verið þrjár). En stóra spurningin er: Hvaða fimm? 2011 bauð upp á ansi mikið af sjónarspilum (m.a. Hogwarts-orrustan, risaeðlurnar í Tree of Life eða seinasti klukkutíminn í Dark of the […]

Örfréttir vikunnar

Stundum er svo mikið að frétta úr afþreyingarheiminum að það er gjörsamlega ómögulegt að troða heilu fréttunum fyrir. Þess vegna hjálpar það einstaka sinnum að segja frá því nýjasta í örfréttum. Kíkjum á hvað er nýtt:   Hin upprennandi Jessica Chastain, sem sást meðal annars í The Tree of Life og The Help, mun fara […]

Stikla: The Flowers of War

Áður en The Dark Knight Rises hóf tökur vann Christian Bale að allt öðruvísi mynd, The Flowers of War. Myndin er eftir Zhang Yimou, leikstjóra Hero og Raise the Red Lantern, og er sögulegt drama byggt á bókinni The Thirtenn Women of Nanjing eftir Yan Geling. Myndin gerist árið 1937 í innrás Japana inn í […]

Myndir mánaðarins: Marsblaðið komið út

Þá er marsblað Mynda mánaðarins komið út, númer 206 (hvorki meira né minna) frá upphafi og númer 14 síðan samstarf þess og vefsins Kvikmyndir.is hófst. Í nýjasta blaðinu er að venju að finna kynningar á öllu því sem von er á í bíó og á leigur í mánuðinum, en meðal stærstu mynda í bíó í […]

James Franco ekki stressaður fyrir Óskarnum

Leikarinn ungi James Franco, sem er kynnir á Óskarsverðlaununum í ár ásamt Anne Hathaway, segist ekki stressaður fyrir kvöldinu stóra. Franco, sem er einnig tilnefndur til gullnu styttunnar fyrir hlutverk sitt í 127 Hours, sagði í nýlega í viðtali við tímaritið Vanity Fair; „Ef þetta verða verstu Óskarsverðlaun í sögunni, afhverju ætti það að skipta […]

Tangled hrifsar efsta sætið á Íslandi

Teiknimyndin Tangled hrifsaði til sín efsta sætinu á Íslandi um nýliðna helgi, og það með stæl. Myndin, sem var frumsýnd um síðustu helgi, og endaði þá örlitlu fyrir neðan The Green Hornet, gerði sér lítið fyrir og jók tekjurnar um 9% á milli helga og endaði í langefsta sæti með tæpar 4,2 milljónir í tekjur […]

The Rite á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið; særingatryllirinn The Rite með Sör Anthony Hopkins í aðalhlutverkinu náði toppsætinu á bíóhúsum Bandaríkjanna um helgina. Það verður að teljast við hæfi, því aðsókn það sem af er ári er búin að vera djöfullega léleg vestra. Um 15 milljónir dollara dugðu The Rite til að hrifsa toppsætið af […]

Harry Potter hársbreidd fyrir ofan Tangled í Bandaríkjunum

Sjöunda myndin um Harry Potter, The Deathly Hallows – Part I, fékk aldeilis keppni um toppsætið á sinni annarri sýningarhelgi í Bandaríkjunum. Disney gaf þá út teiknimyndaævintýrið Tangled og var þessi 50. stóra teiknimynd þeirra næstum búin að gera dvöl Harrys á toppnum styttri en búist var við. Það fór þó svo að Harry hafði […]

Sólskinsdrengurinn í 119. sæti í Bandaríkjunum

Heimildarmyndin margverðlaunaða frá Friðrik Þór Friðrikssyni, Sólskinsdrengurinn, var frumsýnd í bíóhúsum um nýliðna helgi í Bandaríkjunum, en sló ekki beinlínis í gegn. Myndin var sýnd í tveimur kvikmyndahúsum og varð hún í 119. sæti af 132 myndum sem voru í sýningu um helgina þar í landi og fékk aðeins 822 dollara í kassann, en það […]