Oldman fullur efasemda um Batman v Superman

gary_oldman_purple_shirt_blueBreski leikarinn Gary Oldman er fullur efasemda um nýjustu myndina um ofurhetjuna Batman, sem ber nafnið Batman v Superman: Dawn of Justice. Oldman lék eins og flestum er kunnugt lögreglustjórann James Gordon í þrílek Christopher Nolan um svarta riddarann.

„Okkar þríleikur var með ákveðinn realisma, fólk gat tengt við það sem var að gerast. Nú erum við með Batman og manninn sem getur flogið og er líka geimvera? Við skulum bíða og sjá. Þetta eru stórir skór sem þau þurfa að fylla í.“ sagði Oldman við vefsíðuna Yahoo.

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Ben Affleck, Henry Cavill og Gal Gadot, en Zack Snyder leikstýrir. 

Batman v Superman: Dawn of Justice verður frumsýnd þann 6. maí, 2016.