Bond-stúlka vill leika illmenni

Berenice Marlohe, sem leikur Bond-stúlkuna Severine í Skyfall, segir að draumur sinn sé að leika illmenni, til dæmis höfuðpaur mafíunnar.

„‘Ég væri til í að vera Jókerinn í næstu Batman-mynd. En það eru oftast karlar sem fá hlutverkin sem ég hef mestan áhuga á,“ sagði hin fransk-kínverska Marlohe við tímaritið FHM. Hún hreifst mikið af frammistöðu Gary Oldman í The Firm. „Hann var frábær í þeirri mynd.“

Marlohe á þar við bresku sjónvarpsmyndina The Firm frá árinu 1989 sem fjallar um fótboltabullur.