Hathaway og Hardy: Catwoman og Bane

Nú hefur Warner Bros. staðfesti að leikkonan Anne Hathway, sem margir þekkja úr Brokeback Mountain og leikur í hinni væntanlegu Love & Other Drugs, muni fara með hlutverk Selina Kyle í þriðju Batman myndinni, The Dark Knight Rises. Eins og flestir vita er Selina Kyle hin alræmda Catwoman, en í viðtali sagði leikstjórinn Christopher Nolan „Ég er spenntur að fá að vinna með Anne, hún verður frábær viðbót við leikarahópinn okkar.“

Sömuleiðis var staðfest hlutverkið sem Tom Hardy, úr Inception, mun fara með. Margir héldu að hann myndi leika geðlækninn klikkaða Dr. Strange, en Nolan hefur staðfest að hann muni fara með hlutverk Bane. „Við höfum mikla trú á Tom og hann mun túlka einn helsta óvin Batman á mjög spennandi hátt.“ Fyrir þá sem ekki þekkja til myndasagnanna um Batman, er Bane einn þeirra fáu sem gjörsigrað hefur Leðurblökumanninn.

The Dark Knight Rises er nú á fullri ferð og mun hún vera gefin út í sumar á næsta ári. Með önnur hlutverk fara að sjálfsögðu Christian Bale, Gary Oldman og Morgan Freeman.

– Bjarki Dagur