The Dark Knight Rises hefur tökur í maí

Það eru ófáir spenntir fyrir þriðju og síðustu mynd Christopher Nolan í Batman seríunni sem hefur tryllt aðdáendur frá því Batman Begins kom í bíóhús árið 2005. Í nýlegu viðtali við tímaritið Empire sagði Michael Caine, sem hefur leikið hjálparhellu Leðurblökumannsins, Alfred, í síðustu myndum, að tökur myndu hefjast í maí.

„Emma [Thomas], framleiðandi myndarinnar, sagði að við fengjum handritið í janúar. Handritið í janúar, tökur hefjast í maí, við klárum í nóvember.“

Nú er bara að bíða og láta sér hlakka til, en meðal leikara í myndinni eru Michael Caine, Tom Hardy og, að sjálfsögðu, Christian Bale í hlutverki Bruce Wayne.

– Bjarki Dagur