Mad Max í maí

tom hardyÞrjú ár eru nú liðin síðan tökur á fjórðu Mad Max myndinni hófust, Mad Max: Fury Road, og nú hefur Warner Bros kvikmyndaverið ákveðið frumsýningardag fyrir myndina, sem verður þann 15. maí, 2015.

Aðalhlutverk í myndinni leika þau Tom Hardy, sem leikur titilhlutverkið, Nichoalas Hoult og Charlize Theron. George Miller, sem leikstýrði fyrri þremur myndunum, er aftur mættur á svæðið til að stýra þessari.

Myndin verður sýnd í þrívídd.

Þetta verður önnur Mad Max myndin til að verða frumsýnd í maímánuði. Önnur myndin, The Road Warrior, var frumsýnd 21. maí árið 1982 og þénaði 23,7 milljónir Bandaríkjadala. Þriðja myndin, Mad Max Beyond Thunderdome, er tekjuhæsta myndin frá upphafi, en hún þénaði 36,2 milljónir dala árið 1985.