Tom Hardy er Mad Max – Fyrsta mynd!

Fyrsta myndin hefur nú birst af breska leikaranum Tom Hardy ( Lawless, The Dark Knight Rises ) í hlutverki Mad Max Rockatansky í myndinni Mad Max: Fury Road, en það var Ain´t It Cool vefsíðan sem birti myndina fyrst, sem og staðfestingu frá Warner Bros um að þetta væri raunverulega mynd af Hardy í hlutverkinu.

Mel Gibson sló í gegn upphaflega sem Mad Max í upprunalegu Mad Max myndunum.

Eins og gömlu myndirnar þá gerist Fury Road í Ástralíu, þó að myndin hafi reyndar verið tekin upp að mestu í Afríku.

Helstu hlutverk önnur í myndinni leika Charlize Theron, sem rakaði sig sköllótta fyrir hlutverkið, sjá hér, Nichoulas Hoult, Rosie Huntington-Whiteley, Zoë KravitzAbby Lee og Riley Keough

Sjá mynd frá því í sumar, af tökustað myndarinnar, hér að neðan sem birtist á Twitter síðu Rosie Huntington-Whitelay. Myndin er af þeim Rosie Huntington-WhiteleyZoe KravitzRiley Keough og Adelaide Clemens.

 

Ekki liggur enn fyrir hvenær myndin verður frumsýnd, en líklega verður það á næsta ári, 2013.