Hardy orðaður við hlutverk Elton John

Tom Hardy hefur verið orðaður við hlutverk söngvarans Elton John í myndinni Rocketman sem verður byggð á skrautlegri ævi hans.

tom hardy

Þetta verður fyrsta kvikmyndin sem Michael Gracey leikstýrir og samkvæmt Hitfix vill hann fá Hardy í aðalhlutverkið. Orðrómur hafði verið uppi um að popparinn Justin Timberlake myndi leika tónlistarmanninn knáa.

Flestir hefðu ekki veðjað á Hardy í hlutverkið enda lék hann síðast vöðvastælta illmennið Bane í The Dark Knight Rises.

Rocketman verður ekki þessi týpíska ævisögumynd því hún verður ekki sögð í réttri tímaröð og sum atriði verða hönnuð sérstaklega í kringum lög Elton John.