Hardy fullur eftirsjár í nýrri stiklu

Locke_1387439509Fyrsta stikla úr kvikmyndinni, Locke, með Tom Hardy í aðalhlutverki hefur verið afhjúpuð.

Kvikmyndin gerist eingöngu í bifreið þar sem persóna Hardy er að reyna að átta sig á hlutunum og koma lífi sínu í lag. Hugmyndin minnir á kvikmyndina Phone Booth, sem gerðist nær eingöngu í símaklefa og lék þar Colin Farrell aðalhlutverkið.

Olivia Coleman, Andrew Scott og Ruth Wilson eru meðal þeirra sem leika vini og vandamenn sem hringja í hann á meðan hann ferðast í bílnum.

Stiklan fer inn í hugarheim persónunnar sem virðist ekki geta gleymt mistökum sem hann gerði í fortíðinni. Persónan er full eftirsjár og nú er tíminn til að koma hlutunum í lag.