Tom Hardy talar um Inception 2

Leikarinn Tom Hardy, sem fer með hlutverk Bane í hinni væntanlegur The Dark Knight Rises, var nýlega spurður hvort stefnt væri að því að gera framhald að hinni geysivinsælu Inception. Hardy svaraði að leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, hefði ekkert minnst á það en að allir leikararnir væru með ákvæði um að birtast í framhaldsmynd að Inception, yrði hún gerð.

Inception halaði inn rúmlega 830 milljón dölum, en kostnaðurinn hljóðaði upp á 160 milljónir. Því hafa Warner Bros. sýnt framhaldi mikinn áhuga en leggja ekki í það án samþykkis og samvinnu Nolan.

– Bjarki Dagur