Rapace á flótta undan glæpaforingja

Noomi Rapace hefur tekið að sér annað aðalhlutverkanna í dramatíska tryllinum Alive Alone.

Matthias Schoenaerts er talinn líklegastur til að hreppa hitt aðalhlutverkið. Þetta verður fyrsta kvikmynd leikstjórans Khurram Longi.

Alive Alone fjallar um konu á flótta undan glæpaforingja. Á flóttanum kynnist hún manni sem var í haldi í Guantanamo-fangelsinu.

Tökur hefjast í janúar í New York. Búist er við að framleiðendur myndarinnar ætli að kynna hana dreifingaraðilum á Cannes-hátíðinni sem hefst von bráðar.

Rapace sést næst á hvíta tjaldinu ásamt Tom Hardy í Animal Rescue. Hún leikur einnig á móti Hardy í spennumyndinni Child 44.