Nýjar frestanir í ljósi aukinna smita


Hefur bíósumrinu verið endanlega aflýst?

Frumsýning nýjustu kvikmyndarinnar frá Christopher Nolan, TENET, hefur verið færð aftar um nokkrar vikur og útlit er fyrir því að hið sama muni gerast með Mulan. Áætlað var að frumsýna báðar stórmyndirnar undir lok næstkomandi júlímánaðar en í ljósi aukninga á COVID-smitum vestanhafs er ólíklegt að grænt ljós verði gefið… Lesa meira

Bond frumsýningardagur staðfestur


Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að „eftir mikla umhugsun og ítarlegt…

Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Gamla plakatið. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að "eftir mikla umhugsun… Lesa meira

Nándarbann vegna COVID-19


Ekki koma of nálægt!

Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI )… Lesa meira

Sambíóin á Akureyri og í Keflavík opna


Það er byrja að létta til í íslenskum bíóheimi.

Sambíóin hafa ákveðið að opna bíóhús sín á Akureyri og í Keflavík að nýju, en bíóin hafa verið lokuð vegna kórónuveirunnar. Þetta segir í tilkynningu frá bíóinu. Boðið verður upp á nýja mynd í bíóunum um helgina, hasarmyndina Lucky Day. Myndin verður einnig sýnd í Sambíóunum Álfabakka. Lucky Day fjallar… Lesa meira

Líklegast engin Óskarsverðlaun á næsta ári


Jæja. Nú á Bloodshot engan séns.

Öruggt er að fullyrða að kvikmyndaiðnaðurinn eins og hann leggur sig, líkt og flestar starfsgreinar, hafi orðið fyrir talsverðu áfalli vegna kórónuveirunnar. Bæði hefur gífurlegum fjölda kvikmynda verið frestað og er ekki hægt að standa í fjöl­mennum tökum um þessar mundir. Einnig er víða deilt um hvort flest kvikmyndahús megi… Lesa meira

Skorað á Christopher Nolan að fresta Tenet


„Mig dauðlangar að sjá myndina þína, en ekki nógu mikið til að leggja líf mitt í hættu.“

Margir bíða óþreyjufullir eftir nýjum fregnum af komandi stórmynd leikstjórans Christopher Nolan. Þessi nýi hasartryllir leikstjórans ber heitið Tenet og ríkir mikil leynd yfir söguþræði hans en sumir í leikhópnum hafa jafnvel viðurkennt í fjölmiðlum að þeir hafi ekki hugmynd um hvað kvikmyndin fjallar um. Eins og staðan er þegar… Lesa meira

Nýjustu mynd Edgar Wright slegið á frest


Hleðst þá meira á kvikmyndaárið 2021.

Edgar Wright, leikstjóri og handritshöfundur Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri mynda, neyðist til að fresta nýjasta verki sínu, Last Night in Soho. Greint var fyrst frá þessu í Variety en þar segir að kórónaveiran hafi ollið því að eftirvinnsla myndarinnar nái ekki upprunalega frumsýningardeginum sökum… Lesa meira

Venom 2 færð til næsta árs – Nýi titillinn afhjúpaður


Sníkjudýrið úr geimnum flýr veiruna miklu og frestast um 8 mánuði.

Framhaldið af hinni stórvinsælu Venom frá 2018 mun ekki lenda í kvikmyndahúsum þann næstkomandi október eins og upphaflega stóð til. Kvikmyndaver Sony hefur tekið þá ákvörðun að fresta myndinni um átta mánuði, til júnímánaðar ársins 2021, og er kórónuveiran að sjálfsögðu sökudólgurinn í þeim málum. Í ljósi ástands er útlit… Lesa meira

Tökumaður E.T. látinn af völdum COVID-19


„Hann var einstakur hæfileikamaður og ofar öllu falleg manneskja,“ segir Spielberg.

Bandaríski kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau er látinn. Hann lést á miðvikudaginn á MPTF spítalanum í Los Angeles, 77 ára að aldri og er dánarorsök sögð vera af völdum COVID-19. Daviau var gífurlega virtur í sínu fagi og var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir kvikmyndirnar E.T. the Extra… Lesa meira

Lætur ekki kórónuveiruna stöðva Guardians 3 eða Suicide Squad


Það borgar sig stundum að vera á undan áætlun. James Gunn er sultuslakur.

Mandatory Credit: Photo by Brian To/Variety/REX/Shutterstock (8553584df) James Gunn WGFestival, Los Angeles, USA - 25 Mar 2017 Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn fullyrðir að veirufaraldurinn muni ekki hafa áhrif á komandi verkefni sín, en það eru ofurhetjumyndirnar The Suicide Squad og Guardians of the Galaxy vol. 3.  The Suicide Squad… Lesa meira

Rómantískar gamanmyndir með veiruþema


Snúum okkar raunveruleika aðeins á hvolf.

Hvernig verður kvikmyndasagan skrifuð í kjölfar fordæmalausrar farsóttar á okkar tækniöld? Verður fólk þreytt á því að sjá bíómyndir um faraldur, aukinn náungakærleika og veirur eða siglir þetta allt í furðulegri áttir? Það má ímynda sér margs konar gerðir af stórslysa- eða veirumyndum; yfirleitt fáum við þetta í formi drama,… Lesa meira

Josh Brolin kennir fólki að skeina sér: „Mér er alvara“


Leikarinn ákvað að prófa ýmislegt á þessum erfiðu tímum. Eitt leiddi af öðru...

Bandaríski stórleikarinn Josh Brolin, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk Þanosar í Avengers-myndunum, hefur mikilvæg skilaboð fram að færa. Líkt og flestir aðrir um allan heim er leikarinn í sjálfskipaðri einangrun og biðlar til fólks um að fara varlega með salernispappírinn á tímum farsóttar. Brolin hlóð upp á Instagram-síðu… Lesa meira

Hvaða bíógrímur eru gagnslausar á tímum COVID?


Hér eru bestu og verstu bíógrímur kvikmyndasögunnar á tímum kórónuveirunnar.

Árið 2020 hefur, ásamt fjölda öðru, aukið vitundarvakningu fólks gagnvart áþreifanlegum grímum af ýmsu tagi. COVID-19 hefur sett veröldina á hliðina og skráð sig með ógnarhraða í sögubækurnar. Fólk víða um heim hefur gripið til hugmyndaríkra ráða með alls konar grímur, á almennum vettvangi eða í hlutverkaleik í einangrun. Á… Lesa meira

Vanmetinn veirutryllir; Warning Sign


Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í skáldskap á óvissutímum jafnvel þó umfjöllunarefnið komist óþægilega nálægt raunveruleikanum. Ein slík sem alla…

Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í skáldskap á óvissutímum jafnvel þó umfjöllunarefnið komist óþægilega nálægt raunveruleikanum. Ein slík sem alla… Lesa meira

Engir Draugabanar í júlí


Jæja, er þá Christopher Nolan næstur í röðinni?

Kvikmyndaverið Sony Pictures hefur frestað stórum hluta væntanlegra kvikmynda, en á meðal þeirra er stórmyndin Ghostbusters: Afterlife. Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina 10. júlí næstkomandi en má nú gera ráð fyrir endurræsingunni þann 5. mars 2021. Jafnframt er búið að fresta kvikmyndunum Morbius, Peter Rabbit 2 og stríðsdramanu Greyhound… Lesa meira

Fresta útgáfu Wonder Woman


Það hlaut að koma að þessu.

Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. hefur ákveðið að fresta frumsýningu á stórmyndinni Wonder Woman 1984. Frumsýna átti myndina þann 5. júní næstkomandi en því hefur nú verið frestað um tvo mánuði og lendir þá ofurhetjan 14. ágúst. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur hver stórmyndin á eftir annarri fallið af plani næstkomandi frumsýninga. Kvikmyndahús… Lesa meira

Kvikmyndahúsum Íslands lokað


Bíóhúsum á landinu hefur verið lokað í ótilgreindan tíma vegna COVID-19.

Bíóhúsin á landinu hyggjast loka í ótilgreindan tíma vegna COVID-19. Að öllu óbreyttu er búist við að fáein kvikmyndahús verði áfram opin í dag en breytingin tekur formlega gildi frá og með morgundeginum. Þessar fréttir koma í kjölfar hertari aðgerða um samkomubann. Í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hafi ákveðið… Lesa meira

Klárar Jarðarförina í sóttkví – „Alveg frábær tímasetning“


„Það er enginn að fara í bíó,“ segir Kristófer Dignus.

Um páskana verður frumsýnd glæný þáttaröð með Þórhalli (Ladda) Sigurðssyni í lykilhlutverki en þættirnir bera heitið Jarðarförin mín og má nú sjá fyrsta sýnishorn úr seríunni. Þættirnir verða sex talsins og eru framleiddir af Glassriver Productions.Þættirnir eru byggðir á hugmynd Jóns Gunnars Geirdals, frasakóngs og athafnamanns, en þættirnir eru sagðir… Lesa meira

Lilly neitar að fara í heimasóttkví – „Ekki góður dagur fyrir aðdáendur Lost“


Evangeline Lilly hefur orðið fyrir miklu aðkasti á netinu vegna ummæla hennar um COVID-19.

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly segir það útilokað að hún og fjölskylda hennar fari í heimasóttkví ef þess þarf. Lilly er þekktust fyrir hlutverk sín úr Lost, Hobbitanum og Ant-Man and the Wasp, svo dæmi séu nefnd. Nýlega hefur leikkonan orðið fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum sínum eftir að hún birti… Lesa meira

Verulegur tekjumissir í íslenskri kvikmyndagerð


Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna áhrifa sem COVID-19 hefur á kvikmyndagerðina.

„Þessir óvenjulegu tímar sem Covid-19 veldur snerta kvikmyndagerðina eins samfélagið í heild sinni. Starfsemi kvikmyndahúsa og annarra menningarstofnana raskast verulega og kvikmyndahátíðin Stockfish hefur þurft að aflýsa nánast öllum viðburðum hátíðarinnar og frumsýningum nýrra mynda er frestað.“ Svona hefst tilkynning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) og segir þar frá áhrifum kórónaveirunnar á… Lesa meira

Gullregn komin á skjáleigurnar í ljósi stöðunnar


Nú er hægt að streyma nýjustu mynd Ragnars Bragasonar á verði eins bíómiða.

„Fyrir þá sem ekki komast í bíó. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu mun GULLREGN verða aðgengileg á VOD leigum Símans og Vodafone frá og með deginum í dag. Streymið heima í stofu fyrir verð eins bíómiða og njótið ein eða með ástvinum. Fariði varlega og verið góð hvert við annað.“… Lesa meira

Saw-myndinni með Chris Rock frestað


Sjálfstæða Saw-myndin nýjasta fórnarlamb veirunnar.

Hasartryllirinn Spiral: From the Book of Saw mun ekki prýða bíótjöld Íslands næstkomandi maí. Ástæðan er vitaskuld vegna COVID-19 og hefur þróun mála, tilheyrandi samkomubönn og óvissa framundan leitt til fjölda frestana síðustu vikur. Nú er annars vegar farið að hríðfalla af bíóplani sumarmynda. Spiral átti að vera þar á… Lesa meira

Nú er það svart – Black Widow hverfur af dagskránni


Þá beinist sviðsljósið næst að Wonder Woman, eða Artemis Fowl.

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir hefur hver stórmyndin á eftir annarri verður frestuð eða tekin af frumsýningarplani endanlega vegna COVID-19. Sumar kvikmyndir verða meira að segja gefnar út á streymisveitum (Trolls World Tour, Emma og The Hunt á meðal annarra) og hefur heimaútgáfu margra verið flýtt (Frozen II).… Lesa meira

Arnold með mikilvæg skilaboð í miðjum faraldri: „Hunsið hálfvitana“


„Við komumst öll í gegnum þetta saman“

Hasarstjarnan Arnold Schwarzenegger hvetur fólk um allan heim til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna COVID-19. Í myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni brýnir hann fyrir því að fólk frá aldrinum 65 ára sé í stórum áhættuhópi þegar kemur að veirunni. Nýverið ákváðu yfirvöld Kaliforníu að ráðlagt væri fyrir eldri… Lesa meira

Hlélausar bíósýningar í ljósi veirunnar


Þetta gæti verið verra.

Sambíóin hafa gripið til ráðstafana vegna COVID-19, en eins og áður hefur verið greint frá munu kvikmyndahús á Íslandi ekki loka á meðan samkomubanni stendur. Þó verður eftir fremsta magni tekið tillit til öryggi bíógesta. Í tilkynningu segja forsvarsmenn kvikmyndahúsa SAM að verði tveir metrar á milli fólks í sölum,… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi – Mannshvörf og vinátta allsráðandi í miðju ástandi


Þetta eru vinsælustu kvikmyndir og þættir streymisveitunnar á Íslandi í dag.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum (og ekki síður undanfarna daga þegar sóttkví Íslendinga eykst með degi hverjum) og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum. Nýverið tók veitan upp á því að birta lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju… Lesa meira

Stjörnubíó í sóttkví – Hlátur, bjór og typpið á Hilmi Snæ


Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977.

Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977. Hér getið þið hlýtt á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson blaðamann um Síðustu veiðiferðina og við leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson um Spenser Confidential, nýjustu kvikmynd… Lesa meira

Risaeðlur í sóttkví – Framleiðsla þriðju Jurassic World myndarinnar stöðvuð


Engar áhyggjur samt. Lífið finnur alltaf leið.

Jurassic World: Dominion - betur þekkt sem annaðhvort sjötta Júragarðsmyndin eða þriðja Jurassic World-myndin - er nýjasta stórmyndin í vinnslu sem neyðist til þess að grípa til ráðstafana vegna kórónaveirunnar. Kvikmyndaverið Universal hefur ákveðið að stöðva framleiðslu kvikmyndarinnar vegna útbreiðslu smita en frá þessu greinir fréttaveitan Variety. Upphaflega var búist… Lesa meira

Bíóin loka ekki vegna veirunnar: Aldrei fleiri en 100 manns í sal


Kvikmyndahúsin verða áfram opin, þrátt fyrir samkomubann, en með ákveðnum takmörkunum.

Í ljósi frétta af samkomubanni, sem sett verður á aðfaranótt mánudags, hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvort til standi að loka kvikmyndahúsum á Íslandi í óákveðinn tíma. Nú hefur það fengist staðfest að kvikmyndahús Senu og Sambíóanna munu halda rekstri sínum áfram en með ákveðnum takmörkunum í ljósi… Lesa meira

Heldur partíinu gangandi með Blossa-memes – Hressir upp á erfiðu tímana


Eldhress Instagram-notandi heldur Blossapartíinu gangandi - og það meira.

Hörðustu aðdáendur íslensku kvikmyndarinnar Blossi - 810551 hafa lengi krafist þess að költ-myndin fræga fái stafræna dreifingu, í það minnsta á skjáleigum, og hefur stuðningshópur hennar vaxið töluvert á undanförnum árum. Eina leiðin til að nálgast myndina í þokkalegum gæðum, með löglegum hætti, virðist vera að reyna komast yfir VHS-spólu,… Lesa meira