Nýtt verk varð til í kjölfar frestunar: „Við misstum í rauninni af faraldrinum“


Í heimildarmyndinni Apausalypse er áhersla lögð á áhrif COVID, loftslagsbreytingar með hið mannlega að leiðarljósi.

Í heimildarmyndinni Apausalypse er áhersla lögð á áhrif COVID, loftslagsbreytingar með hið mannlega að leiðarljósi. Rætt er við kvikmyndagerðarfólkið á bakvið verkið. „Það voru takmarkanir heimsfaraldursins sem settu þessari framleiðslu ákveðin mörk, en gáfu skýrar reglur. Við gátum aðeins haft eina myndavél, ferðast um á þremur bílum og máttum ekki… Lesa meira

Alsæll með bóluefnið


Breski gæðaleikarinn kveðst vera afar heppinn.

Sir Ian McKell­en, hinn virti leikari, var bólusettur í gær vegna Covid-19 og þar af leiðandi með fyrstu frægu einstaklingum til að hljóta slíkt. Kveðst hann vera mjög heppinn og hikar ekki við að mæla með bóluefninu frá Pfizer fyrir alla.McKell­en, sem er 81 árs, er þekktastur fyrir túlkun sína… Lesa meira

Kim Ki-Duk látinn vegna Covid-19


Kim Ki-Duk var einn frægasti leikstjóri Suður-Kóreu.

Suður-Kóreski kvikmyndagerðarmaðurinn Kim Ki-Duk er látinn, 59 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Lettlandi vegna COVID-19 og hafði hann verið að glíma við alvarleg einkenni. Hann hafði verið í miðjum undirbúningi á kvikmynd þegar veikindin hófust. Kim Ki-Duk var einn frægasti leikstjóri Suður-Kóreu; afkastamikill og hafði margsinnis unnið… Lesa meira

Dune, Matrix 4 og fleiri Warner Bros. myndir á HBO Max


Beint í bíó. Beint á streymi.

Kvikmyndasamsteypan Warner Bros. Pictures Group tilkynnti í dag að allar komandi stórmyndir frá fyrirtækinu verði gefnar út á streymisveitunni HBO Max. Frá þessu var meðal annars greint á vef IndieWire. Skipulagið hjá Warner Bros. verður út næsta ár með svipuðu sniði og útgáfa Wonder Woman 1984. Sú mynd verður sýnd… Lesa meira

Hitamál í kringum spennumynd um Covid-23: „Talandi um ósmekklegheit“


Saklaust eða ósmekklegt?

Stikla fyrir rómantísku spennumyndina Songbird hefur farið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum og þykir vægast sagt umdeild, líkt og margt sem kemur úr smiðju ofurframleiðandans Michael Bay. Tökur á Songbird fóru fram í sumar og gerist sagan á tímum kórónuveirunnar, þar sem faraldurinn hefur farið gegnum ýmsar stökkbreytingar.… Lesa meira

Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku


Hryllilega gott úrval.

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á… Lesa meira

Smárabíó opnar á morgun með meiri sjálfvirkni


Vegna veirunnar bætir Smárabíó enn meiri sjálfvirkni við þjónustu sína.

Smárabíó opnar á morgun, þriðjudag, eftir 2ja vikna lokun vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja. Í tilkynningu frá bíóinu segir að sjálfvirkni og snertilaus þjónusta einkenni þá þróun sem Smárabíó hafi tileinkað sér, og nú er boðið upp á enn fleiri snertilausar lausnir og sjálfvirka þjónustu. Sjálfvirk hlið hafa verið sett… Lesa meira

No Time to Die færð til næsta árs


Þá er það staðfest. Enginn Bond í ár.

Framleiðendur nýju kvikmyndarinnar um James Bond hafa ákveðið að fresta útgáfunni til næsta árs vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, en áætlað var að frumsýna myndina næstkomandi nóvember, þar áður í vor. Að öllu óbreyttu má nú búast við njósnaranum þann 2. apríl 2021.  Þessar vendingar koma sjálfsagt fáum á óvart, enda er… Lesa meira

Léttari myndir á RIFF í ljósi ástands


„Það er vissulega nokkur áskorun að halda hátíð eins og RIFF á þessum tímum“

„Dagskráin í ár hefur aldrei verið jafn fjölbreytt. Það var kannski lögð áhersla á í ljósi ástandsins aðeins léttari myndir í og með heldur en áður. Það eru gamanmyndir, heimildarmyndir og myndir sem snerta á því sem er efst á baugi í samfélaginu.“  Þetta segir María Ólafsdóttir, fjölmiðlafulltrúi RIFF, í… Lesa meira

Black Widow færð til næsta árs


Nú er það svart. Aftur.

Marvel-myndin Black Widow, með Scarlett Johansson í aðalhlutverki, átti að vera fyrsta stórmynd bíósumarsins 2020. Þetta hefur verið föst venja Marvel-mynda síðustu árin en Disney-samsteypan hefur nú tilkynnt enn eina frestunina. Áður stóð til að gefa hana út 24. apríl í Evrópu og viku seinna í Bandaríkjunum. Þá var hún… Lesa meira

Bíóbíllinn á RIFF: „Með þessu móti náum við til allra landsmanna“


„Þetta verður heljarinnar dagskrá og mikið fjör út um allt land“

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF), verður haldin í sautjánda sinn dagana 24. september til 4. október. Þessi hátíð verður þó nokkuð frábrugðin fyrri hátíðum og verða myndirnar allar aðgengilegar á netinu á riff.is. Hrönn Marinósdóttir sagði í viðtali við RÚV í gær að þetta sé vissulega afleiðing kórónuveirunnar en á… Lesa meira

Pattinson greindur með COVID – Fram­leiðsla á The Batman stöðvuð í annað sinn


Framleiðsluteymi kvikmyndarinnar The Batman er komið í einangrun.

Breski leikarinn Robert Pattinson hefur greinst með COVID-19 sjúkdóminn og hefur verið gert hlé á tökum kvikmyndarinnar The Batman. Kvikmyndaverið Warner Bros. gaf út tilkynningu í dag um stöðvun framleiðslunnar eftir að kom í ljós að einn meðlimur tökuliðsins hefði greinst með veiruna. Í tilkynningunni er einstaklingurinn ekki nafngreindur og… Lesa meira

Mulan beint á VOD


Nýjasta fórnarlamb faraldursins.

Disney afþreyingarrisinn hefur ákveðið að setja leikna útgáfu sína af Mulan, sem búið er að fresta frumsýningu á trekk í trekk vegna veirunnar, beint á streymisleiguna Disney +, í stað þess að fara fyrst í bíó. Frá þessu segir vefurinn News 24. Mulan er klár í bátana. Þessi fordæmalausa ákvörðun,… Lesa meira

Johnson tekur Red Notice í „búbblu“ sóttkví


Allir á leið í búbblu eins og NBA gerir í Orlando.

Einn vinsælasti og eftirsóttasti kvikmyndaleikari í heimi, Dwayne "The Rock" Johnson, hefur ekki farið varhluta af vandræðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur nú tilkynnt að framleiðslu á kvikmyndinni Red Notice, sem hann er að búa til fyrir Netflix streymisrisann, verði haldið áfram í "sóttkvíar-búbblu" í næsta mánuði. Framleiðslufyrirtæki… Lesa meira

Bíóin bregðast við hertum reglum


Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana.

Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana vegna nýrra frétta af hertum aðgerðum eftir fjölgun kórónusmitaðra í samfélaginu á síðustu dögum. Þá verður starfsemin með svipuðu sniði og í vor þegar hámarksfjöldi á samkomum var 100 manns. Bíóin munu tryggja rúmlega tveggja metra bil á milli sæta og verði aldrei… Lesa meira

Tökur á Thor: Love and Thunder byrja eftir áramót


Portman hefur lyft lóðum til að búa sig undir tökur.

Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá munu tökur á næstu Thor ofurhetjukvikmynd, Thor: Love and Thunder, hefjast skömmu eftir áramót. Natalie Portman, aðalleikona kvikmyndarinnar, sagði í nýlegu samtali við viðskiptafélaga sinn, tenniskonuna Serenu Williams, að hún hefði notað tímann í sóttkví til að bæta á sig vöðvum, og borða kolvetni… Lesa meira

Nýjar frestanir í ljósi aukinna smita


Hefur bíósumrinu verið endanlega aflýst?

Frumsýning nýjustu kvikmyndarinnar frá Christopher Nolan, TENET, hefur verið færð aftar um nokkrar vikur og útlit er fyrir því að hið sama muni gerast með Mulan. Áætlað var að frumsýna báðar stórmyndirnar undir lok næstkomandi júlímánaðar en í ljósi aukninga á COVID-smitum vestanhafs er ólíklegt að grænt ljós verði gefið… Lesa meira

Bond frumsýningardagur staðfestur


Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að „eftir mikla umhugsun og ítarlegt…

Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Gamla plakatið. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að "eftir mikla umhugsun… Lesa meira

Nándarbann vegna COVID-19


Ekki koma of nálægt!

Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI )… Lesa meira

Sambíóin á Akureyri og í Keflavík opna


Það er byrja að létta til í íslenskum bíóheimi.

Sambíóin hafa ákveðið að opna bíóhús sín á Akureyri og í Keflavík að nýju, en bíóin hafa verið lokuð vegna kórónuveirunnar. Þetta segir í tilkynningu frá bíóinu. Boðið verður upp á nýja mynd í bíóunum um helgina, hasarmyndina Lucky Day. Myndin verður einnig sýnd í Sambíóunum Álfabakka. Lucky Day fjallar… Lesa meira

Líklegast engin Óskarsverðlaun á næsta ári


Jæja. Nú á Bloodshot engan séns.

Öruggt er að fullyrða að kvikmyndaiðnaðurinn eins og hann leggur sig, líkt og flestar starfsgreinar, hafi orðið fyrir talsverðu áfalli vegna kórónuveirunnar. Bæði hefur gífurlegum fjölda kvikmynda verið frestað og er ekki hægt að standa í fjöl­mennum tökum um þessar mundir. Einnig er víða deilt um hvort flest kvikmyndahús megi… Lesa meira

Skorað á Christopher Nolan að fresta Tenet


„Mig dauðlangar að sjá myndina þína, en ekki nógu mikið til að leggja líf mitt í hættu.“

Margir bíða óþreyjufullir eftir nýjum fregnum af komandi stórmynd leikstjórans Christopher Nolan. Þessi nýi hasartryllir leikstjórans ber heitið Tenet og ríkir mikil leynd yfir söguþræði hans en sumir í leikhópnum hafa jafnvel viðurkennt í fjölmiðlum að þeir hafi ekki hugmynd um hvað kvikmyndin fjallar um. Eins og staðan er þegar… Lesa meira

Nýjustu mynd Edgar Wright slegið á frest


Hleðst þá meira á kvikmyndaárið 2021.

Edgar Wright, leikstjóri og handritshöfundur Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri mynda, neyðist til að fresta nýjasta verki sínu, Last Night in Soho. Greint var fyrst frá þessu í Variety en þar segir að kórónaveiran hafi ollið því að eftirvinnsla myndarinnar nái ekki upprunalega frumsýningardeginum sökum… Lesa meira

Venom 2 færð til næsta árs – Nýi titillinn afhjúpaður


Sníkjudýrið úr geimnum flýr veiruna miklu og frestast um 8 mánuði.

Framhaldið af hinni stórvinsælu Venom frá 2018 mun ekki lenda í kvikmyndahúsum þann næstkomandi október eins og upphaflega stóð til. Kvikmyndaver Sony hefur tekið þá ákvörðun að fresta myndinni um átta mánuði, til júnímánaðar ársins 2021, og er kórónuveiran að sjálfsögðu sökudólgurinn í þeim málum. Í ljósi ástands er útlit… Lesa meira

Tökumaður E.T. látinn af völdum COVID-19


„Hann var einstakur hæfileikamaður og ofar öllu falleg manneskja,“ segir Spielberg.

Bandaríski kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau er látinn. Hann lést á miðvikudaginn á MPTF spítalanum í Los Angeles, 77 ára að aldri og er dánarorsök sögð vera af völdum COVID-19. Daviau var gífurlega virtur í sínu fagi og var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir kvikmyndirnar E.T. the Extra… Lesa meira

Lætur ekki kórónuveiruna stöðva Guardians 3 eða Suicide Squad


Það borgar sig stundum að vera á undan áætlun. James Gunn er sultuslakur.

Mandatory Credit: Photo by Brian To/Variety/REX/Shutterstock (8553584df) James Gunn WGFestival, Los Angeles, USA - 25 Mar 2017 Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn fullyrðir að veirufaraldurinn muni ekki hafa áhrif á komandi verkefni sín, en það eru ofurhetjumyndirnar The Suicide Squad og Guardians of the Galaxy vol. 3.  The Suicide Squad… Lesa meira

Rómantískar gamanmyndir með veiruþema


Snúum okkar raunveruleika aðeins á hvolf.

Hvernig verður kvikmyndasagan skrifuð í kjölfar fordæmalausrar farsóttar á okkar tækniöld? Verður fólk þreytt á því að sjá bíómyndir um faraldur, aukinn náungakærleika og veirur eða siglir þetta allt í furðulegri áttir? Það má ímynda sér margs konar gerðir af stórslysa- eða veirumyndum; yfirleitt fáum við þetta í formi drama,… Lesa meira

Josh Brolin kennir fólki að skeina sér: „Mér er alvara“


Leikarinn ákvað að prófa ýmislegt á þessum erfiðu tímum. Eitt leiddi af öðru...

Bandaríski stórleikarinn Josh Brolin, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk Þanosar í Avengers-myndunum, hefur mikilvæg skilaboð fram að færa. Líkt og flestir aðrir um allan heim er leikarinn í sjálfskipaðri einangrun og biðlar til fólks um að fara varlega með salernispappírinn á tímum farsóttar. Brolin hlóð upp á Instagram-síðu… Lesa meira

Hvaða bíógrímur eru gagnslausar á tímum COVID?


Hér eru bestu og verstu bíógrímur kvikmyndasögunnar á tímum kórónuveirunnar.

Árið 2020 hefur, ásamt fjölda öðru, aukið vitundarvakningu fólks gagnvart áþreifanlegum grímum af ýmsu tagi. COVID-19 hefur sett veröldina á hliðina og skráð sig með ógnarhraða í sögubækurnar. Fólk víða um heim hefur gripið til hugmyndaríkra ráða með alls konar grímur, á almennum vettvangi eða í hlutverkaleik í einangrun. Á… Lesa meira

Vanmetinn veirutryllir; Warning Sign


Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í skáldskap á óvissutímum jafnvel þó umfjöllunarefnið komist óþægilega nálægt raunveruleikanum. Ein slík sem alla…

Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í skáldskap á óvissutímum jafnvel þó umfjöllunarefnið komist óþægilega nálægt raunveruleikanum. Ein slík sem alla… Lesa meira