Kvikmyndahús grípa til aðgerða vegna veirunnar


Nú verður selt í annað hvert sæti í öllum almennum bíósölum.

Ákveðið hefur verið að selja aðeins í annað hvert sæti í Smárabíói og Háskólabíói, sjálfvirkni verður aukin og snertiflötum gesta fækkað. Eins og kom fram í tilkynningu frá kvikmyndahúsum Senu, sem rekur Smárabíó og Háskólabíó, í síðustu viku, hefur verið ákveðið, með hliðsjón af aðstæðum í þjóðfélaginu, að bjóða upp… Lesa meira

Eddunni frestað vegna kórónaveirunnar


Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur ákveðið að fresta Edduverðlaununum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) hefur ákveðið að fresta Edduverðlaununum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, en athöfnin átti að fara fram þann 20. mars næstkomandi. Stjórn ÍKSA sendi út tilkynningu til allra sem eru hluti af nefndinni. Vefurinn Klapptré greinir meðal annars frá þessu. Í tilkynningunni segir: „Því miður hafa mál… Lesa meira

Nýju Bond-myndinni frestað vegna kórónaveirunnar – Njósnarinn mætir nú í nóvember


Upphaflega stóð til að frumsýna myndina 9. apríl hér á landi og viku fyrr í Bretlandi.

Útgáfu nýju kvikmyndarinnar um James Bond, No Time to Die, hefur verið frestað til nóvember, eða um sjö mánuði, vegna kór­ónu­veirunn­ar, en upphaflega stóð til að frumsýna myndina 9. apríl hér á landi og viku fyrr í Bretlandi. Stofn­end­ur tveggja af vin­sæl­ustu aðdá­endasíðum heims um James Bond höfðu beðið framleiðsluverið… Lesa meira

Mulan á bið vegna kórónaveirunnar


Lengi hefur verið áætlað að útgáfa endurgerðarinnar verði ein af stærri myndum ársins víða um heim.

Disney stórveldið neyðist til þess að fresta útgáfu nýju Mulan kvikmyndarinnar í Kína vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Menn hafa lengi búist við að útgáfa endurgerðarinnar verði ein af stærri myndum í Kína í ár en víða um heim bíða margir hennar með mikilli eftirvæntingu. Áætlaður frumsýningardagur myndarinnar í landinu var… Lesa meira