Rómantískar gamanmyndir með veiruþema

Hvernig verður kvikmyndasagan skrifuð í kjölfar fordæmalausrar farsóttar á okkar tækniöld? Verður fólk þreytt á því að sjá bíómyndir um faraldur, aukinn náungakærleika og veirur eða siglir þetta allt í furðulegri áttir?

Það má ímynda sér margs konar gerðir af stórslysa- eða veirumyndum; yfirleitt fáum við þetta í formi drama, spennumyndar eða hryllingsmyndar. Þá blasir við að gamanmyndir hafa ekki verið algengar hvað svona umfjöllunarefni varðar, og enn síður rómantískar gamanmyndir.

Snúum okkar raunveruleika aðeins á hvolf og leyfum okkur að ímynda okkur hvernig frægar rómantískar gamanmyndir litu út ef þær fjölluðu um veirufaraldur í líkingu við COVID.