Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

10 Things I Hate About You 1999

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 15. júní 1999

How do I loathe thee? Let me count the ways.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
Rotten tomatoes einkunn 69% Audience
The Movies database einkunn 70
/100

Myndin er gerð eftir leikriti Shakespeare, "TheTaming of the Screw" eða Skassið tamið. Hún hefst þegar Cameron, sem er nýstúdent við Padua High, situr í skrifstofu hins sérvitra leiðbeinanda fröken Perky. Þá fer Michael, sem á eftir að verða besti vinur hans, með hann í kynnisferð um skólann. Í þeirri ferð sér Cameron fyrst Bianca Stratford, fallega stelpu... Lesa meira

Myndin er gerð eftir leikriti Shakespeare, "TheTaming of the Screw" eða Skassið tamið. Hún hefst þegar Cameron, sem er nýstúdent við Padua High, situr í skrifstofu hins sérvitra leiðbeinanda fröken Perky. Þá fer Michael, sem á eftir að verða besti vinur hans, með hann í kynnisferð um skólann. Í þeirri ferð sér Cameron fyrst Bianca Stratford, fallega stelpu á öðru ári sem á við eitt vandamál að stríða: hún má ekki fara á stefnumót. Skassið systir hennar, Katarina, sem er á lokaári í skólanum, má heldur ekki fara á stefnumót. Hún elskar indý rokktónlist og feministabókmenntir og þolir ekki hlýðni og undirgefni. En faðir þeirra systra breytir þessari húsreglu: núna, þá má Binanca fara á stefnumót .. en svo lengi sem Kate hefur einhvern til að fara á stefnumót með líka. Núna, til að Cameron geti komist á stefnumót með Bianca, þá þarf hann að finna einhvern til að fara út með Kat. Hann leitar hjálpar hjá hinni snoppurfríðu strákafyrirsætu Joey Donner, og platar hann til að hugsa á þann veg að "hann" muni fá að fara með Binanca á stefnumót ef hann borgar einhverjum til að fara út með Kat. Hann velur Patrick Verona, óþekkan strák með dularfullt orðspor - sumir segja að hann hafi eitt sinn borðar lifandi gæs, og aðrir segja að hann hafi kveikt í lögregluþjóni, og enn aðrir segja að hann hafi eitt sinn unnið fyrir sér í klámmyndum. Mun Patrick ná að sigra hjarta Kat? Mun Cameron ná í Bianca? Eða mun allt fara úrskeiðis ....?... minna

Aðalleikarar


10 Things I Hate About you er einfaldlega ein best skrifaða unglingagamanmynd allra tíma. Söguþráðurinn er tekin upp úr leikriti Shakespear´s Skassið Tamið og fylgir vel eftir. Nýji strákurinn í skólanum verður hrifinn af vinsælustu stelpunni og fær vinsælasta strákinn til að borga villingnum til að fara út með systur hennar! flókið en virkar og það alveg snilldarlega. Öll samtöl í myndinni eru vel skrifuð og hröð og þó allar persónur séu stereótýpur þa´gengur það alveg upp. Ég mæli með þessarri mynd fyrir alla þá sem vilja hlæja sig máttlausa yfir góðri sögu og skemmtilegum samræðum. Snilldarmynd í alla staði

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bandarísk steypa frá upphafi til enda. Rusl og aftur rusl.VARIST ÞESSA..............OJ bara...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg mynd um tvær systur, Biöncu, vinsæl og ljúf, og Kat, sem er hið mesta skass og strákahatari. Einhver gæi verður ástfanginn af Biöncu og borgar öðrum gæa fyrir að fara út með Kat (pabbi systranna leyfir Biöncu ekki að fara út nema Kat fari líka-erfiiiiit!!!!!!!!). Og svo er hún væmin með boðskap og "happy ending".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis unglingamynd sem fjallar um tvær systur, Biöncu og Kat, sem eiga strangan föður sem leyfir þeim ekki að umgangast stráka. Strákur sem er nýbyrjaður í sama skóla, Cameron, verður við fyrstu sýn ástfanginn af Biöncu en það verður fljótt ljóst að það mun þurfa mikið til svo að hann megi hitta hana. Þegar Bianca kvartar við föður sinn um þessar ströngu reglur setur hann það skilyrði að hún megi umgangast stráka þegar andfélagslega systir hennar Kat byrjar á því. Cameron og félagi deyja ekki ráðalausir og ráða náunga nokkurn að nafni Patrick til þess að fá Kat til að fara út með sér. Að sjálfsögðu gengur áætlun þeirra ekki alveg eins og skyldi og málin flækjast verulega. Í byrjun myndarinnar var mjög áberandi hversu miklar stereótýpur persónurnar voru flestar en þegar líða fór á myndina náðu þær langflestar að brjótast út úr því. Það má þannig segja að hluti boðskaps myndarinnar að fólk er ekki allt þar sem það er séð. Það eru einstaka klisjur í myndinni og ekki hægt að segja að hún sé neitt sérstaklega frumleg, en hún er samt skemmtileg, hugljúf og hefur hjartað á réttum stað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn