Aðalleikarar
Leikstjórn
10 Things I Hate About you er einfaldlega ein best skrifaða unglingagamanmynd allra tíma. Söguþráðurinn er tekin upp úr leikriti Shakespear´s Skassið Tamið og fylgir vel eftir. Nýji strákurinn í skólanum verður hrifinn af vinsælustu stelpunni og fær vinsælasta strákinn til að borga villingnum til að fara út með systur hennar! flókið en virkar og það alveg snilldarlega. Öll samtöl í myndinni eru vel skrifuð og hröð og þó allar persónur séu stereótýpur þa´gengur það alveg upp. Ég mæli með þessarri mynd fyrir alla þá sem vilja hlæja sig máttlausa yfir góðri sögu og skemmtilegum samræðum. Snilldarmynd í alla staði
Bandarísk steypa frá upphafi til enda. Rusl og aftur rusl.VARIST ÞESSA..............OJ bara...
Skemmtileg mynd um tvær systur, Biöncu, vinsæl og ljúf, og Kat, sem er hið mesta skass og strákahatari. Einhver gæi verður ástfanginn af Biöncu og borgar öðrum gæa fyrir að fara út með Kat (pabbi systranna leyfir Biöncu ekki að fara út nema Kat fari líka-erfiiiiit!!!!!!!!). Og svo er hún væmin með boðskap og "happy ending".
Ágætis unglingamynd sem fjallar um tvær systur, Biöncu og Kat, sem eiga strangan föður sem leyfir þeim ekki að umgangast stráka. Strákur sem er nýbyrjaður í sama skóla, Cameron, verður við fyrstu sýn ástfanginn af Biöncu en það verður fljótt ljóst að það mun þurfa mikið til svo að hann megi hitta hana. Þegar Bianca kvartar við föður sinn um þessar ströngu reglur setur hann það skilyrði að hún megi umgangast stráka þegar andfélagslega systir hennar Kat byrjar á því. Cameron og félagi deyja ekki ráðalausir og ráða náunga nokkurn að nafni Patrick til þess að fá Kat til að fara út með sér. Að sjálfsögðu gengur áætlun þeirra ekki alveg eins og skyldi og málin flækjast verulega. Í byrjun myndarinnar var mjög áberandi hversu miklar stereótýpur persónurnar voru flestar en þegar líða fór á myndina náðu þær langflestar að brjótast út úr því. Það má þannig segja að hluti boðskaps myndarinnar að fólk er ekki allt þar sem það er séð. Það eru einstaka klisjur í myndinni og ekki hægt að segja að hún sé neitt sérstaklega frumleg, en hún er samt skemmtileg, hugljúf og hefur hjartað á réttum stað.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
William Shakespeare, Anthea Sylbert
Vefsíða:
www.10thingsihateaboutyou.com/
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
15. júní 1999
VHS:
13. desember 1999