Josh Brolin kennir fólki að skeina sér: „Mér er alvara“

Bandaríski stórleikarinn Josh Brolin, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk Þanosar í Avengers-myndunum, hefur mikilvæg skilaboð fram að færa. Líkt og flestir aðrir um allan heim er leikarinn í sjálfskipaðri einangrun og biðlar til fólks um að fara varlega með salernispappírinn á tímum farsóttar.

Brolin hlóð upp á Instagram-síðu sína kennslu um hvernig skal fara sparlega með pappír og þurrka afturendann. Má þess einnig geta að leikarinn notast við alvöru mannaskít í kennslu sinni, að hans sögn.

Aðferð þessi og tilheyrandi játning kemur í kjölfar tilraunar sem Brolin stundaði sjálfur og notast við. „Eitt stærsta vandamálið í heiminum núna snýst um klósettpappír…

Þess vegna hef ég verið að prófa ýmislegt og ég hef tekið eftir að það er mögulegt að sinna þörfunum með litlu broti af pappírnum í stað þess að vefja hann tvisvar sinnum utaun um höndina á þér,“ segir Brolin í myndbandinu. Slær hann þarna á létta strengi en kveðst vera dauðans alvara.

Ýtarlegri útskýringu og leiðarvísi má finna (vissulega) hér að neðan.